Page 1 of 1

Einfaldir límmiðar á flösku

Posted: 7. May 2013 16:17
by æpíei
Ég hef gaman af því að gefa öðrum að smakka bjórana mína. Ég gef oft frá mér flöskur og því er ég ekki alltaf til staðar þegar fólk smakkar og get ekki sagt hvað er í bjórnum. Það er líka erfitt að ætlast til að fólk geti lesið í dulkóðaðar upplýsingar sem ég skrifa á tappann. ;) Og svo má ekki gleyma því að mér finnst mjög gaman að gefa bjórunum nafn. Ég lofaði á maífundi Fágunar í gær að gefa nokkur ráð hvernig ég fer að þessu á einfaldan og ódýran hátt.

Einfaldasta og ódýrasta leiðin er að kaupa hvíta límmiða og prenta á þá heima í prentara. Miðarnir ganga hvort heldur í bleksprautu eða laser prentara. Ég hef bæði notað 21 og 24 míða á örk. Kassar með 100 örkum kosta oft um 6 þúsund. Ég hef þó fundið 21 miða örkina í stykkjatali í Bóksölu Stúdenta á 45 kr stykkið frá avery.com og svo rakst ég á kassa með 100 örkum af 24 miðum í Iðnú á eitthvað um 2500 kall, kannski gamall lager. Þeir eru frá apli.com.

Til að hanna og prenta miðana nota ég forritið DesignPro sem er ókeypis download á avery.com. Virkar bæði á Mac og PC. Það er fyrst og fremst hannað fyrir miðana frá þeim. Það þarf bara að slá inn tegundarnúmerið og byrja að hanna. Þar sem ég nota Apli miðana núna þá þurfti ég að finna samsvarandi miða frá Avery. Það tók smá tíma en sem sagt, 24 stykki 70x35mm Apli nr. 01272 er Avery nr. 3422.

Annað sem þarf að gæta að er að skilja eftir ca 10mm rönd á hvorum enda, því miðarnir ná út að brún en prentarinn nær ekki að prenta alveg þangað.

Þegar kemur að því að hreinsa flöskurnar læt ég þær liggja í klórvatni smá stund. Límmiðarnir renna þá yfirleitt af flöskunum nokkuð auðveldlega. Það fer þó eftir flöskum hversu auðveldlega og sumar þarf að skrapa smá. Þeir skilja ekki eftir lím.

Vona þetta komi einhverjum að gagni. Skál :skal:

Re: Einfaldir límmiðar á flösku

Posted: 9. May 2013 16:09
by landnamsmadur
Flottir miðar, greinilega mikill metnaður í gangi.

Ég hef líka verið að prufa mig áfram með miða en hef verið að leita allra leiða til að minnka vinnuna við þetta.

Eplavínið mitt fékk miða sem prentaðir voru í laserprentara og einfaldlega límdir á með mjólk.
Ég lagði bakhlið miðana í mjólk sem ég setti á disk og festi svo á. Þetta rann svolítið til þegar ég var að setja þetta á og rakst í þá en þegar þetta þornaði þá varð þetta pikkfast. Svo er nóg að láta renna heitt vatn á þetta til að þetta losni af. Ekkert límvesen.

Ég nenni þessu veseni ekki með bjórana svo ég fann þráð á homebrewtalk þar sem notandi hefur sett inn word template sem hægt er að breyta, prenta út, klippa og hengja á háls flöskunnar. Þetta er rosalega auðvelt og þægilegt.

(http://www.homebrewtalk.com/f46/wine-be ... ags-93201/)

Re: Einfaldir límmiðar á flösku

Posted: 10. May 2013 22:30
by arnier
Ég er í sömu límmiðapælingum, eitthvað einfalt og þægilegt. Prófaði tvær útgáfur eins og sést á myndinni, þessi álímdi er límdur með mjólk. Kom mér á óvart hvað það virkaði vel.

Image

Re: Einfaldir límmiðar á flösku

Posted: 11. May 2013 02:05
by gosi
Flottur þessi til hægri. Ertu að nota sama template nema án hálsins? Þeas með beygjunni yfir 1?

Re: Einfaldir límmiðar á flösku

Posted: 11. May 2013 10:27
by hrafnkell
Soldið flott að nota svona líka finnst mér:

Image

Spurning hvort maður finni svona túss hér á landi samt?

Re: Einfaldir límmiðar á flösku

Posted: 11. May 2013 13:53
by arnier
gosi wrote:Flottur þessi til hægri. Ertu að nota sama template nema án hálsins? Þeas með beygjunni yfir 1?
já sama template, klippi bara hálsinn af.

@Hrafkell, ég hef notað svipaða penna í málmsmíðinni þannig að spurning hvort Fossberg sé með svona. Annars væri það föndurlist.

Re: Einfaldir límmiðar á flösku

Posted: 24. May 2013 21:16
by hjaltibvalþórs
landnamsmadur wrote:Flottir miðar, greinilega mikill metnaður í gangi.

Ég hef líka verið að prufa mig áfram með miða en hef verið að leita allra leiða til að minnka vinnuna við þetta.

Eplavínið mitt fékk miða sem prentaðir voru í laserprentara og einfaldlega límdir á með mjólk.
Ég lagði bakhlið miðana í mjólk sem ég setti á disk og festi svo á. Þetta rann svolítið til þegar ég var að setja þetta á og rakst í þá en þegar þetta þornaði þá varð þetta pikkfast. Svo er nóg að láta renna heitt vatn á þetta til að þetta losni af. Ekkert límvesen.

Ég nenni þessu veseni ekki með bjórana svo ég fann þráð á homebrewtalk þar sem notandi hefur sett inn word template sem hægt er að breyta, prenta út, klippa og hengja á háls flöskunnar. Þetta er rosalega auðvelt og þægilegt.

(http://www.homebrewtalk.com/f46/wine-be ... ags-93201/)
Eplavínsmiðinn er glæsilegur. Minnir á Fat Tire frá New Belgium: http://www.craftbrewear.com/shop/new-belgium-fat-tire/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Einfaldir límmiðar á flösku

Posted: 19. Jun 2013 22:38
by rdavidsson
Hér er einn einfaldur sem ég gerði fyrir hveitibjórinn minn, keypti miða frá APLI, þægilegt að prenta út og líma bara beint á flöskuna, þeir detta mjög auðveldlega af í "þvotti":
Image

Re: Einfaldir límmiðar á flösku

Posted: 22. Jun 2013 12:55
by Feðgar
Við notum litla miða frá APLI og prentum á þá nafn/tegund, dagsetningu, ABV og flr
Skellum þeim svo á tappana við átöppum.

Mjög hentugt þar sem flaskan er "hrein" eftir að maður opnar bjórinn. Miðinn fer bara í ruslið með tappanum eða fylgir glasinu ef menn eru að bera saman mismunandi bjóra.

Re: Einfaldir límmiðar á flösku

Posted: 26. Jun 2013 23:22
by smallmar
Ég fór í það að nota límmiða frá Avery og er mjög sáttur með útkomuna, þægilegt að nota forritið frá þeim sem er ókeypis til að hanna og prennta á miðana.
Ljómi og Dvergur.jpg
Ljómi og Dvergur.jpg (75.96 KiB) Viewed 10425 times