Page 1 of 1
Reynsla af pöntun límmiða á flöskur.
Posted: 5. May 2013 16:15
by loki
Sælir;
Hefur eitthver hér reynslu af því að panta límmiða til að merkja glerflöskurnar?
Ég sé að það er nóg af fyrirtækjum sem starfa á þessum vettfangi hérlendis, en spurningin er með verðið.
Maður vill nú helst versla innanlands ef hægt er

Re: Reynsla af pöntun límmiða á flöskur.
Posted: 5. May 2013 20:48
by hrafnkell
pmt.is .. Mörg brugghús sem kaupa miða þaðan...
Re: Reynsla af pöntun límmiða á flöskur.
Posted: 5. May 2013 20:51
by loki
Ég prófa að senda þeim línu, takk.
Re: Reynsla af pöntun límmiða á flöskur.
Posted: 6. May 2013 14:19
by viddi
Leyfðu okkur að heyra hvað þeir segja.
Re: Reynsla af pöntun límmiða á flöskur.
Posted: 6. May 2013 17:01
by loki
Ég sendi þeim hugmyndina af límmiðum eins og ég vildi hafa þá.
Ég var búinn að sjá hvernig notandinn
Classic hannaði sína límmiða hér á spjallinu og gerði mína svona svipaða má segja.
Þessir límmiðar eru af stærðinni 100x70mm sem passar held ég fínt á flösku.
Hér eru miðarnir sem ég sendi til prentstofunnar PMT.IS:
Þeir sendu mér svar um hæl að þetta þyrfti að fara í stóru prentvélarnar þeirra og því þyrfti ég að panta 5.000 stk af hverjum límmiða.
Ástæðan fyrir því að þetta getur ekki farið í litlu prentvélarnar eru litafjöldinn og hversu flókin myndin er.
Einnig fékk ég verð í límmiða hjá þeim sem færu í litlu prentvélina og þá væri verðið 7.000kr fyrir hverjar 50 myndir en þeir yrðu að vera þriggja lita og einfaldari.
Ég var alveg til í að eyða svona 2 - 4 þúsund í þetta þar sem ég ætlaði að lakka límmiðana á flöskurnar þannig þeir þyldu skol og þvott.
Ég held ég prófi mig áfram með heimaprentun og plast eða lakk yfir, eða skoði hvað menn eru að gera erlendis.
Re: Reynsla af pöntun límmiða á flöskur.
Posted: 6. May 2013 20:15
by karlp
moo.com and most of the big online photo printing services also do stickers. The size's will be fixed, but you can put full imagery on them. Definitely cheaper than a commercial printer who expects 10k pieces
Re: Reynsla af pöntun límmiða á flöskur.
Posted: 6. May 2013 20:55
by loki
Takk fyrir svörin;
Ég enda sennilegast á að kaupa svona límmiða og prenta á þá sjálfur:
http://www.a4.is/product/fjolnotalimmid ... r-20-arkir
Þetta eru 99x68mm miðar þannig þetta myndi henta fínt. Þá prenta ég sennilegast ekki meira en 20 miða af hverri sort sem ég ætla að eiga, en afgangurinn fær þá einfaldari miða
