Page 1 of 1

Parti-gyle, byggvín og amerískt ljósöl

Posted: 3. May 2013 13:27
by gm-
Ætla að prófa í fyrsta sinn að nota gömlu ensku parti-gyle aðferðina til að brugga 2 ólíka bjóra úr sama korni..

Fyrsta runnings (hvað er gott íslenskt orð fyrir þetta?) verður amerískt byggvín (American Barleywine), á meðan annað og þriðja runnings verða amerískt ljós öl (APA)

Rúmmál: 10 lítrar af byggvíni, 20 lítrar af APA.

Korn:
Amt Name Type # %/IBU
8.00 kg Pale Malt (2 Row) US (2.0 SRM) Grain 1 83.3 %
0.50 kg Caramel/Crystal Malt - 80L (80.0 SRM) Grain 2 5.2 %
0.25 kg Carafoam (2.0 SRM) Grain 3 2.6 %
0.25 kg Munich Malt (9.0 SRM) Grain 4 2.6 %
0.60 kg (0.2 kg í byggvínið, 0.2 kg í APA) Sugar, Table (Sucrose) [Boil for 20 min] Sugar 5 6.3 %

Áætlað O.G úr korninu ef ég myndi brugga 30 lítra á venjulegan hátt er 1.073.

Til að reikna áætlað O.G fyrir byggvínið og APA-inn þá notaði ég formúlu frá einum af bloggurunum á Beersmith, Brad Smith.

Formúlan er: Gravitystig í runnings = (Áætluð gravitystig úr korninu (73 hér) * hlutfall gravitystiga (helmingur eða 0.5) / hlutfall runnings (svo ef þú ert að áætla fyrir fyrsta runnings sem á að vera 1/3 af heildarrúmmálinu þá er þetta 1/3).
Áætlað OG í byggvíninu er þannig: 73*0.5/(1/3) = 109 stig eða 1.109.
Áætlað OG í APA-inum er þannig: 73*0.5/(2/3) = 54 stig eða 1.054.

Ég reiknaði litinn (SRM) á svipaðan hátt, með jöfnu byggða á Morey jöfnunni, Malt Colour Units og svo hversu mikið hlutfall Gravitysins fer í fyrsta runnings:

SRM = 1.4922 * ((MCU * Gravityhlutfall) ** 0.6859)
Svo áætlað SRM fyrir byggvínið: 1.4922* ((16.41*(2/3))*0.6859) = 11.2 SRM
og fyrir APA er það: 1.4922*((16.41*(1/3))*0.6859) = 5.6 SRM

Næ að saxa aðeins á humlalagerinn í þessum tveimur.
Fyrir byggvínið þá var ég að spá í að nota nugget eða magnum til að ná beiskjunni uppí 110 IBU, og svo centennial, chinook og amarillo í late addition og að lokum amarillo og centennial í þurrhumlun. Ætla svo að láta þennan þroskast fram á næsta vetur, fyrsta smakk verður sennilega um jólin.

Svipuð saga fyrir APA-inn, 50 IBU með magnum eða nugget, og svo amarillo á 10 mín, flameout og þurrhumlun.

Verður áhugaverð tilraun, og ég ætti að fá einn þungan bjór fyrir næstu jól, og léttari sumarbjór á sama tíma.

Re: Parti-gyle, byggvín og amerískt ljósöl

Posted: 3. May 2013 13:47
by einarornth
Ég hef gert svipað, gerði imperial stout og hálfgerðan porter úr second runnings. Gekk alveg prýðilega en svolítið vesen þegar maður er bara með einn suðupott.

Re: Parti-gyle, byggvín og amerískt ljósöl

Posted: 8. Jul 2013 16:32
by gm-
Þessir komu rosalega vel út, hugsa að ég muni brugga svona skammt aftur fljótlega.

Byggvínið er að þroskast í flöskunum, en það sem ég hef smakkað kom rosalega vel út, vel humlað og gott.

Ljósölið er frábært, amarillo eru yndislegir humlar, en ég notaði 30 gr á 10 mín og flameout, og svo þurrhumlaði ég með 60 gr, fyrir beiskju notaði ég Nugget. Ljósölið er búið að vera á krana hjá mér núna í sumar og kúturinn var að klárast. Hugsa að ég smelli í þetta aftur þegar ég klára næstu 2 kúta (Saison og SN Torpedo).

Hér er ein mynd af ljósölinu.
Image