Page 1 of 1

Afgangabjór - tilraun

Posted: 1. May 2013 22:41
by Dabby
Sælir
Fyrsti bruggdagurinn á mínu heimili í langann tíma var í dag, brugggræjurnar hafa verið heima hjá bróður mínum síðan í haust...
Ætlaði að gera beecave með smá breytingum en komst svo að því að lagerinn af grunnmalti var eitthvað takmarkaður þ.a. ég notaði allt ljóst malt sem við áttum (nema hveiti og acidulated)
Uppskriftin varð eftirfarandi:

2,8 kg Pilsner
1 kg Pale ale
0,62 kg CaraHell
0,94 kg Munich
8,3 kg Vienna

20 g Centennial 75 mín
30 g Fuggles 75 mín
30 g Centennial flameout
20 g Fuggles flameout

Var með ~ 25 l eftir meskingu og skolaði kornið bara þeim mun meira til að fá 50 l í suðu eins og markmiðið var.

eftir kælingu mældist virtinn 1,070 sem er talsvert hærra en markmiðið var, er því að skola kornið meira til að stækka lögunina í 60 l, verður vonandi 1,060-1,065 og ekki mikið yfir 6% bjór.

Til gamans má taka fram að ég kláraði lagerinn af öllum innihaldsefnunum nema Fuggles sem ég á allt of mikið af og þarf að koma í lóg....

Þá er komið að spurningum dagsins... Þetta fer í 3 gerjunarfötur og mig vantar að velja 3 teg af geri í þetta, datt í hug að setja ger með mikinn karakter í eina, belgískt væntanlega. Ég á bara T58 einn pakka þ.a. ég þarf að nálgast ger í þetta á morgun.

Hvaða 3 mismunandi ger mynduð þið velja í þennann bjór?
Og Hrafnkell, get ég nálgast ger hjá þér á morgun?

Re: Afgangabjór - tilraun

Posted: 1. May 2013 22:53
by hrafnkell
Getur prófað s04, us05 og t58 í þetta. Ég hugsa að s04 og us05 væri safe bet en t58 wildcard. Hvað var útreiknuð beiskja á virtinum?


Ég verð eitthvað við á morgun, líklega seinnipartinn. Bjallaðu bara í mig.

Re: Afgangabjór - tilraun

Posted: 1. May 2013 23:14
by Dabby
Já þetta er kanski skynsamlegt val, nema þú eigir eitthvert skemmtilegt blautger á lager í staðin fyrir T58...

útreiknuð beiskja.... ja.... ég set þetta kanski inn í reikniforrit við tækifæri... fannst þetta bara passlegt magn af humlum...