Page 1 of 1

Enn einn Tri Centennial IPA

Posted: 28. Apr 2013 00:14
by Plammi
Uppskriftin góða af brew.is með smá sykurviðbót í 10mín suðu

5,00 kg Pale Malt 2-row (Weyermann) (5,9 EBC) Grain 1 82,6 %
0,38 kg Munich I (Weyermann) (14,0 EBC) Grain 2 6,3 %
0,16 kg Caramunich III (Weyermann) (111,9 EBC) Grain 3 2,6 %
0,16 kg Carapils (Weyermann) (2,6 EBC) Grain 4 2,6 %
0,35 kg Corn Sugar (Dextrose) (0,0 EBC) Sugar 5 5,8 %
25,00 g Centennial [10,80 %] - Boil 60,0 min Hop 6 32,9 IBUs
40,00 g Centennial [10,80 %] - Boil 20,0 min Hop 7 31,9 IBUs
0,26 tsp Irish Moss (Boil 10,0 mins) Fining 8 -
68,00 g Centennial [10,80 %] - Boil 5,0 min Hop 9 17,9 IBUs
1,0 pkg SafAle English Ale (DCL/Fermentis #S-04) [23,66 ml] Yeast 10 -
29,00 g Centennial [10,80 %] - Dry Hop 7,0 Days Hop 11 0,0 IBUs

Var meskjaður við 69°c en lækkaði um 3-4°C á þessum 60mín. Þannig að hann gæti endað með full mikið body.
Fékk síðan þá frábæru hugmynd að leysa upp sykurinn áður en ég settið hann í suðu, skellti því síðan í þegar 10mín voru eftir og missti auðvitað suðuna við að setja volgan vökva í sjóðandi virtinn. En suðan kom aftur upp nokkrum sek síðan þannig að þetta ætti ekki að hafa nein áhrif.
OG-1067
FG-1016 (eftir 5daga gerjun)

Svo er það miðinn...
Ég fór í einhverja psychadelíu með miðan í þetta skiptið, verður skemmtilegt að sjá hvernig hann kemur út á flösku.
Image

Re: Enn einn Tri Centennial IPA

Posted: 28. Apr 2013 19:34
by gm-
Þessi gæti verið skemmtilegur með smá amarillo eða citra í endann, þó svo að centennial séu líka skemmtilegir humlar

Re: Enn einn Tri Centennial IPA

Posted: 29. Apr 2013 18:12
by Proppe
gm- wrote:Þessi gæti verið skemmtilegur með smá amarillo eða citra í endann, þó svo að centennial séu líka skemmtilegir humlar
Ég gerði einmitt einn sem var tvícentennial og citra.
Hann var fökking geðveikur.

Re: Enn einn Tri Centennial IPA

Posted: 19. May 2013 10:56
by Plammi
Smakkaði þennann yfir júróvisjón í gær og hann kom bara mjög vel út. Skemmtilegt hvað hann er líkur Bee Cave nema bara meira af öllu.

Miðinn kemur líka mjög vel út á flösku, sem er ánægjulegt því mig langar að nota þetta form fyrir IPA í framtíðinni bara með mismunandi litarblæ fyrir hvern mismunandi IPA.
Image

Svo langar mig að setja inn mynd af lagernum af gamni :)
Image

Re: Enn einn Tri Centennial IPA

Posted: 19. May 2013 13:44
by helgibelgi
Þetta er flottur lager hjá þér!

Re: Enn einn Tri Centennial IPA

Posted: 20. May 2013 06:10
by bergrisi
Flottir miðar. Ég held að ég skammist mín fyrir að setja bara litla límmiða á tappana.