Page 1 of 1

Hærri BIAB nýtni með skolun?

Posted: 26. Apr 2013 11:55
by Hekk
Ég breytti út af vananum og skolaði kornið eftir meskingu síðustu skipti, núna síðast í gær.

Nýtnin hoppaði upp í 75% úr 65% sem ég hef vanalega verið í með BIAB.

Ég fór að velta fyrir mér tækninni við það, hef núna bæði skellt pokanum í sigti og skolað í gegnum hann. Hef einnig díft honum í vatn og látið leka af (dunk sparge).

Báðar aðferðir hífa upp nýtnina.
Var frekar aumur í höndunum eftir að hafa kreyst heitann pokann, þurfti einnig að sjóða lengur þar sem rúmmálið var of mikið

eru einhverjir aðrir sem gera eitthvað álíka?
Hvaða tækni beita menn helst, það væri gaman að heyra hvernig þið gerið hlutina?

Re: Hærri BIAB nýtni með skolun?

Posted: 26. Apr 2013 13:01
by æpíei
Ég hef svipaða reynslu varðandi nýtni, auk þess sem þetta er þægilegra en að reyna að hita upp eftir meskingu og kreista svo poka yfir fullri suðutunnu. Ég meski í um 22 lítrum í stað 27 áður. Eftir meskjun lyfti ég pokanum úr og læt leka nokkuð af honum. Flyt yfir í tóma gerjunarfötu og helli 5 lítrum af 77 gráðu vatni yfir. Ef ég er einn fer pokinn bara í botninn og ég lyfti strax upp og læt leka vel af og kreisti pokann. Ef einhver er að hjálpa mér fæ ég viðkomandi til að hella yfir kornið meðan ég held pokanum uppi. Sameina loks báða vitina í suðufötunni.

Re: Hærri BIAB nýtni með skolun?

Posted: 26. Apr 2013 13:44
by flokason
Ég var að fá um 60% nýtni áður en ég gerði mashout, eftir að ég gerði það er nýtnin komin í 82%.
(þeas fyrstu nokkur skiptin sem ég bruggaði þá gerði ég ekki mashout, ég geri það alltaf núna)

Ég prófaði einu sinni dunk sparge, þar sem ég setti svo pokan í 10L pott og helti 77°c vatni minnir mig yfir pokan og leyfði að vera í smá stund þar, þá fór ég upp í 87% nýtni

En ég gerði það bara einu sinni til að ná upp í 40L lögn, en ég var með aðeins of litla tunnu til að geta gert full volume

Re: Hærri BIAB nýtni með skolun?

Posted: 27. Apr 2013 23:59
by gosi
Ég set 3L minna í meskinguna mína og skola með þeim með ca 77 gráðu heitu vatni.
Fæ 79% nýtni.

Ef Beersmith segir að ég eigi að meskja með 33L þá dreg ég 3L af. Síðan meski ég í 30L
og á meðan hita ég 3L upp í 77c og set sigti úr Ikea ofan á fötu.
Eftir meskingu dreg ég pokann upp, set hann á sigtið og helli yfir. Kreisti svo úr honum eftir á.
Þá ætti ég að enda með ca 33L fyrir suðu.

Þannig fæ ég allavegana 79% nýtni.

Re: Hærri BIAB nýtni með skolun?

Posted: 29. Apr 2013 14:14
by helgibelgi
Ég reikna út magn meskivatnsins þannig að ég margfalda kílófjölda kornsins með 3 og nota það magn í lítrum í meskingu. T.d. ef kornmagn er 4kg þá er meskivatn 12 lítrar, fæ þá hlutfallið 1/3 korn á móti vatni. Hef lesið mér til um að þetta sé nálægt því að vera besta hlutfallið (endilega leiðréttið mig ef þetta reynist rangt). Síðan skola ég með restinni af vatninu miðað við hvað ég vil enda með fyrir suðu. Svona er ég að fá mun meira skolvatn og næ þannig að hreinsa kornið mun betur eftir meskingu. Skola þá með 77°C heitu vatni. Ég hef í rauninni ekki neitt mash-out, nema þessi skolun virkar kannski svipað og mashout. Þessi aðferð er að skila 79% nýtni að meðaltali (komst fyrst upp í 85% úr 60-65% áður með þessari aðferð).

Í stuttu máli held ég að skolun skili alveg pottþétt meiri nýtni!