Page 1 of 1

Hrafninn flýgur - Svartur IPA

Posted: 25. Apr 2013 17:25
by gm-
Hópbrugg á morgun hjá bruggklúbbnum mínum.

Ætla að smella í þennan svarta IPA, ætti að vera gómsætur og verður gaman að sjá hvernig Summit og Amarillo humlarnir passa við dökka maltið.

Smelli kannski inn myndum á morgun.

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 25.51 l
Post Boil Volume: 23.62 l
Batch Size (fermenter): 18.93 l
Bottling Volume: 18.93 l
Estimated OG: 1.064 SG
Estimated Color: 31.1 SRM
Estimated IBU: 50.4 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72.00 %
Est Mash Efficiency: 86.4 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
4.54 kg Pale Malt (2 Row) US (2.0 SRM) Grain 1 80.3 %
0.45 kg Caramel/Crystal Malt -120L (120.0 SRM) Grain 2 8.0 %
0.23 kg Aromatic Malt (26.0 SRM) Grain 3 4.0 %
0.23 kg Midnight Wheat (550.0 SRM) Grain 4 4.0 %
0.11 kg Chocolate Malt (350.0 SRM) Grain 5 2.0 %
0.09 kg Cara-Pils/Dextrine (2.0 SRM) Grain 6 1.6 %
28.35 g Summit [17.00 %] - Boil 60.0 min Hop 7 50.4 IBUs
28.35 g Amarillo Gold [8.50 %] - Aroma Steep 0.0 Hop 8 0.0 IBUs
28.35 g Summit [17.00 %] - Aroma Steep 0.0 min Hop 9 0.0 IBUs
2.0 pkg Safale American (DCL/Fermentis #US-05) Yeast 10 -
28.35 g Amarillo Gold [8.50 %] - Dry Hop 10.0 Da Hop 11 0.0 IBUs
28.35 g Summit [17.00 %] - Dry Hop 10.0 Days Hop 12 0.0 IBUs

Re: Hrafninn flýgur - Svartur IPA

Posted: 25. Apr 2013 17:36
by bergrisi
Gaman að sjá hvað þú ert duglegur í sportinu. Áttu ekki myndir af bjórklúbbnum þínum?
Gaman að sjá hvernig þetta fer fram þarna hinu megin við hafið.

Re: Hrafninn flýgur - Svartur IPA

Posted: 25. Apr 2013 19:15
by Plammi
"Þungur bjór"
"Þessi bjór á að vera þungur"

Re: Hrafninn flýgur - Svartur IPA

Posted: 28. Apr 2013 19:33
by gm-
bergrisi wrote:Gaman að sjá hvað þú ert duglegur í sportinu. Áttu ekki myndir af bjórklúbbnum þínum?
Gaman að sjá hvernig þetta fer fram þarna hinu megin við hafið.
Hér er eina myndin sem ég tók á föstudagskvöldinu, var aðeins of upptekin að brugga og smakka bjóra.

Image

Hér er svo mynd af flestum í klúbbnum í heimsókn í microbrewery hérna.

Image

Þetta er voðalega óformlegt allt saman, en skemmtilegt samt sem áður, hittumst einu sinni í mánuði, smökkum og berum saman bækur okkar. Núna þegar það er orðið sæmilega hlýtt þá reynum við að hafa hópbrugg áður en smakkið hefst, það er alltaf mjög skemmtilegt.

Við erum svo með reikning hjá korndreifingaraðila, og pöntum inn korn og annað 5-6 sinnum á ári, sem er mjög hagkvæmt. Fékk á föstudaginn 3 25 kg sekki af korni (2 row, Mariss Otter og Belgian Pilsner) og borgaði 110$, kaupum líka inn algengustu humla saman í 10 lb pökkum, sem er líka mjög hagstætt.
Plammi wrote:"Þungur bjór"
"Þessi bjór á að vera þungur"
Spurning um að smella þessu á miðann :D :skal:

Re: Hrafninn flýgur - Svartur IPA

Posted: 29. Apr 2013 09:45
by bergrisi
Takk fyrir þetta.
Alltaf gaman að sjá myndir. Lítur út fyrir að vera öflugur hópur af bruggurum.

Re: Hrafninn flýgur - Svartur IPA

Posted: 2. Jun 2013 20:44
by gm-
Image

Hér er þessi komin í glas, ansi ánægður með þennan, skemmtileg blanda beiskju og ristaðs bragðs.

Re: Hrafninn flýgur - Svartur IPA

Posted: 2. Jun 2013 21:22
by bergrisi
Flottur. Þú stendur þig vel.