Page 1 of 1

Það var talað um stir plate..

Posted: 21. Apr 2013 23:36
by kari
Datt í hug að einhverjir hefðu gaman af þessu:

Minimal nálgun á stir plate. Enginn kassi, en ramminn í viftunni kemur í stað hans.
Klipti viftublöðin af mótorhúsinu til að hafa pláss fyrir stilliviðnám (10k línulegt ef ég man rétt), stillanlegan spennuregli (lm317 ef ég man rétt) og nokkur viðnám til að útspennan væri c.a. 10-14V, ef notast er við 14v spennugjafa ( sem ég átti uppi í hillu ). Platan ofaná er svo bara þunnt plexigler (sem ég átti líka). Límdi saman tvö lög af því en þó þannig að það er bara einföld plata yfir seglunum. Seglarnir standa það hátt upp að það þarf að vera aðeins þynnra yfir þeim.
Gúmmíhornin á viftunni sjá til að viftan sitji rétt á sínum stað á borðinu og platan á sínum stað ofaná viftunni.

íhlutina fékk í Íhlutum, en viftuna (120mm) í tölvutek.

Eini gallinn sem fylgir stærri viftunum er að þær snúast hægar en minni vifturnar. Þessi vifta nær samt að draga hringiðu niður undir botn á flöskunni (2L).
sp1.png
sp1.png (1.1 MiB) Viewed 7002 times
sp2.png
sp2.png (1.11 MiB) Viewed 7002 times

Re: Það var talað um stir plate..

Posted: 22. Apr 2013 00:34
by bergrisi
Flott. Þetta er næsta verkefni hjá mér. Er búinn að vera spá í útfærsluna. Hvernig kassa ég á að nota.
Þetta er mjög flott lausn.

Re: Það var talað um stir plate..

Posted: 22. Apr 2013 09:14
by hrafnkell
Þetta er yndislega compact... Mitt stirplate þvælist stanslaust fyrir mér þegar ég er ekki að nota það.

Re: Það var talað um stir plate..

Posted: 22. Apr 2013 18:49
by helgibelgi
Þetta er fáránlega flott!