Page 1 of 1

Íslenskir humlar

Posted: 21. Apr 2013 20:47
by Feðgar
Á keppniskvöldinu ræddi ég við einn ykkar um humlarækt. Höfðum rætt þetta áður þar sem ég nefndi það að ég vissi um humla sem hefur verið haldið lifandi í borgarfjarðarsveit í meira en 60 ár.

Ég er hinsvegar ekki svo mannglöggur að ég viti hvert notendanafnið þitt er hérna.

Málið er að ég var að ræða þetta við systir mína rétt í þessu og hún er mjög áhugasöm um að fræðast sjálf meira um humlarækt og þú getur fengið hjá henni plöntu með stórum og fallegum rótum hafir þú áhuga.

Einnig, ef það eru aðrir sem hafa náð að rækta humla með einhverjum árangri þá er alveg möguleika á að fá plöntu eða hið minnsta afleggjara.

Það er auðvitað ekkert vitað um afbrigði, AA% eða slíkt

Re: Íslenskir humlar

Posted: 21. Apr 2013 23:21
by gm-
Áhugavert, hefði haldið að sumarið væri of stutt fyrir humla á klakanum.

Var að fá í hús afleggjara af Willamette, Cascade, Simcoe og Centennial. Verður áhugavert hvernig þetta mun vaxa hérna hjá mér.

Re: Íslenskir humlar

Posted: 22. Apr 2013 19:54
by Feðgar
Hún sýndi okkur gamla mynd af húsinu hennar þar sem öll framhliðin var þakin humlum. Svo það er víst að sum afbrigði geta vel lifað hérna. Hvort það sé hægt að nota þetta í bjór er svo allt annað mál.

Re: Íslenskir humlar

Posted: 22. Apr 2013 23:45
by bjarkith
Sælir, þetta var ég sem þú ræddir við um humlaræktina og já ég hef mikinn áhuga á plöntu til að prufa mig áfram með þetta afbrygði, hvort það sé nothæft.

Re: Íslenskir humlar

Posted: 24. Apr 2013 19:55
by Feðgar
Bjallaðu í mig við tækifæri og við finnum leið til að koma þessu í gegn.

Agnar í síma 6969468

Re: Íslenskir humlar

Posted: 3. Jun 2013 14:40
by bjarkith
Sæll, ég fór til útlanda og hef ekki verið í neinu almennilegu tölvusambandi í nokkrar vikur, reyni að vera í bandi sem fyrst.