Page 1 of 1

Humlaðar hugmyndir

Posted: 19. Apr 2013 16:48
by gm-
Var að skoða humlastöðuna hjá mér og komst að því að ég ætti allt of mikið af humlum!

Mig vantar þessvegna hugmyndir að einhverjum vel humluðum bjórum, IPA eru leyfðir, en þar sem ég er með einn IIPA í gangi og með 2 APA á flöskum þá væri gaman að fá aðrar hugmyndir.

Hér er svo birgðalistinn, þessar uppskriftir verða að innihalda þessa humla, þar sem ég er ekki að fara kaupa meira af humlum í bili:

1 kg Nugget (Pellets)
0.5 kg Magnum (Pellets)
0.5 kg Magnum (Leaf)
1.5 kg Northern Brewer (Pellets)
0.5 kg Legacy (Pellets)
0.5 kg Ultra (Pellets)
0.5 kg Ultra (Leaf)
0.5 kg Comet (Leaf)
1.5 kg Amarillo (Pellets)
0.5 kg Centennial (Pellets)
0.8 kg Citra (Pellets)
1 kg Columbus (Pellets)
0.5 kg Summit (19% AA :o ) (Pellets)
0.5 kg Crystal (Pellets)
0.25 kg Cascade (Pellets)
0.5 kg Tettnanger (Pellets)
2 kg Willamette (Pellets)
0.7 kg Chinook (Pellets)
0.5 kg US Goldings (Pellets)
1 kg Whitbread Goldings (Pellets)
0.5 kg Mt. Hood (Pellets)
0.2 kg Warrior (Pellets)

:beer:

Re: Humlaðar hugmyndir

Posted: 19. Apr 2013 21:05
by hrafnkell
Já sæll, þú ert jafn birgur og ég af humlum :)

Ef þú ætlar að koma út humlum þá er lítið annað sem gengur en IPA. Eitthvað late hopped skrímsli væri til dæmis skemmtilegt. nugget í beiskju, amarillo, citra, centennial, columbus og jafnvel cascade dreift jafnt yfir eftir smekk.

Zombie dust klón með citra væri spennandi.

Breskur ipa eða eitthvað kreisí barleywine með ekg, fuggles og fleiru væri líka spennandi. Hvað langar þig að gera?

Re: Humlaðar hugmyndir

Posted: 19. Apr 2013 22:28
by gm-
Var dáldið að spá í rosalegu barleywine O.G 1.1+ , og kannski hop burst IPA. En aðrar hugmyndir eru velkomnar

Re: Humlaðar hugmyndir

Posted: 19. Apr 2013 22:50
by hjaltibvalþórs
Þú gætir gert einhvers konar Imperial Pilsner með Tettnanger. Svo er auðvitað hægt að humla upp fleiri tegundir en Pale ale, s.s. Brown ale, Stout eða hveitibjór, það er víst málið í dag.

Re: Humlaðar hugmyndir

Posted: 19. Apr 2013 23:03
by Proppe
Amerískur blonde ale:http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=2243

Þessi kom stórvel út, og markmiðið er að brugga aftur sem fyrst, enda citra kominn til landsins.

Re: Humlaðar hugmyndir

Posted: 19. Apr 2013 23:22
by æpíei
Lúxusvandamál :) Ég legg til að þú gerir eitthvað brjálað. Gerðu þungan hveitibjór en humlaðu eins og 100 IBU IPA með Magnum, Centennial, Columbus og Citra. Mikkeller var með bjór eitthvað í þá áttina (Wheat is the new hops) og hann var verulega frískandi :skal:

Re: Humlaðar hugmyndir

Posted: 20. Apr 2013 13:35
by helgibelgi
Ef ég væri í þínum sporum myndi ég prófa (ásamt uppástungum hér að ofan) að gera IPA eða bara Pale Ale sem þú humlar eingöngu með late-hops, þ.e. á síðustu 20 mín. Getur líklega notað Beersmith eða álíka tól til að finna út hvað þú þarft að bæta mikið til að fá almennilega beiskju. Annars sá ég þessa hugmynd í Zymurgy. Minnir að þetta sé t.d. aðferðin við Evil Twin. Svo væri skemmtilegt líka að auki að gera massívan hop-stand.

Re: Humlaðar hugmyndir

Posted: 21. Apr 2013 23:18
by gm-
Slatti af góðum hugmyndum, takk fyrir!

Hugsa að ég byrji á öflugu barleywine sem verður tilbúið næsta vetur, geri svo einn öflugan late hop IPA og svo India Red Ale, smakkaði svakalega góðan svoleiðis um helgina frá 8 Wired á Nýja Sjálandi og ætla að reyna að klóna hann