Page 1 of 1

fyrsta lögn

Posted: 18. Apr 2013 16:24
by TheBrothersBrewery
lögðum í fyrstu blönduna síðustu helgi og gerðum við hvítan slopp. Ákváðum að poppa hann aðeins upp með appelsínuberki sem var vel hreinsaður og ekkert hvítt eftir á berkinu þegar þetta fór í suðu og svo fór smá af kóríander fræjum. Þegar við höfðum soðið þetta í 90 mín og kælt niður í 25° þá smökkuðum við þetta og bragðið var eiginlega bara vont. Breytist bragðið eitthvað gríðarlega eftir að við settum gerið út í og látum þetta gerjast í ca tvær vikur?

Tunnurnuar sem við erum með hafa tútnar nokkkuð mikið út og lokið er orðið vel bólgið, er það ekki bara eðlilegt því bubblið í vatnslásnum er nokkuð stöðugt og tappar loftinu út

Re: fyrsta lögn

Posted: 18. Apr 2013 17:07
by bergrisi
Vökvinn eftir suðu ætti að vera sætur.
Hvað settuð mikinn appelsínubörk og hvernig meðhöndluðuð þið hann? Hreinsuðu þið börkin vel? Stundum eru efni utaná til að þetta lúkki betur í borðinu í búðinni og svo getur líka verið skordýraeitur utan á.

Leyfið gerinu að vinna sína vinnu og takið svo smá smakk þegar þið setjið á flöskur.

Re: fyrsta lögn

Posted: 18. Apr 2013 17:46
by Oli
Hvað var börkurinn og kryddið lengi í suðu?

Re: fyrsta lögn

Posted: 18. Apr 2013 18:20
by Proppe
Trikkið við appelsínubörk er fyrst að skafa allt hvíta stöffið af, síðan dýfa honum í sjóðandi vatn í nokkrar sekúndur og svo í klakavatn. Þetta gæti þurft að endurtaka nokkrum sinnum áður en allri remmu er náð úr berkinum. Svo má skella honum útí bjórinn á síðustu mínútum suðunnar.

Ef börkurinn er soðinn með allan tímann er líklegra að hann gefi ekkert nema remmuna, og lítið appelsínubragð.

Re: fyrsta lögn

Posted: 22. Apr 2013 01:53
by drekatemjari
Virturinn bragðast nánast ekkert eins og bjór á þessu stigi ferlisins. Gerið á eftir að vinna sína vinnu og það verða ótrúlegar breytingar á bragðinu á vökvanum á þessum tveimur vikum. Það sem þið eruð með í fatinu fyrir gerjun er einfaldlega humlaður sykurvökvi.
Endilega prufið að cold crasha bjórinn í ca. tvo sólarhringa áður en þið bottlið, þannig náið þið að fá sem minnst ger með yfir í flöskurnar og bjórinn verður fyrr tær. Ég skelli mínum bjór í svartan plastpoka og vef hann í teppi og hendi út á svalir (mikilvægt að sólin fái ekki að skína á tunnuna).

Re: fyrsta lögn

Posted: 22. Apr 2013 09:15
by hrafnkell
drekatemjari wrote: Endilega prufið að cold crasha bjórinn í ca. tvo sólarhringa áður en þið bottlið, þannig náið þið að fá sem minnst ger með yfir í flöskurnar og bjórinn verður fyrr tær.
Lítið point í því ef maður er að gera hveitibjór :)