Page 1 of 1

pantalon chaud Saison

Posted: 13. Aug 2009 11:20
by arnilong
Þetta er einhverskonar öl sem er ætlað að vera í Saison stíl. Ég hafði alltaf ætlað mér að panta Wyeast Saison ger að utan en ákvað að reyna við T-58 gerið og prófa þá hið fyrrnefnda seinna ef þessi tilraun heppnast ekki vel hjá mér. Hann er í primary núna, gerlarnir dansandi eins og enginn sé morgundagurinn.....

OG: 1.064
Expected FG: 1.011
ABV: ~7.1 %
90 min. suða
21 IBU
4.2 SRM

German Pilsner malt 73.1 %
German wheat malt 8.6 %
German Munich 8.6 %
CaraMunich II 1.1%
Strásykur (15 min fyrir lok suðu) 8.6%

Hellertauer Hersbrucker (3.6 % alpha), 28gr, 60 Min
Perle (9.4 % alpha), 10gr, 60 Min

1 tsk svartur mulinn pipar
1 tsk mulinn kóríanderfræ

US-05 SafAle, Notaði af gerköku úr Düsseldorf alt.

Re: pantalon chaud Saison

Posted: 13. Aug 2009 23:59
by halldor
Hvað gerir strásykurinn fyrir bjórinn?

Re: pantalon chaud Saison

Posted: 14. Aug 2009 00:00
by halldor
halldor wrote:Hvað gerir strásykurinn fyrir bjórinn?
Þá er ég að meina afhverju strásykur en ekki einhver önnur gerð sykurs?

Re: pantalon chaud Saison

Posted: 21. Aug 2009 12:26
by arnilong
arnilong wrote: US-05 SafAle, Notaði af gerköku úr Düsseldorf alt.
Ekki veit ég af hverju ég sagði þetta, ég notaði að sjálfsögðu T-58 gerið sem ég tilgreindi fyrst. Gerkökuna úr Düsseldorf alt-inum notaði ég á Ameríska brúnölið, EKKI á Saison bjórinn.

Re: pantalon chaud Saison

Posted: 10. Sep 2009 22:15
by arnilong
Fyrsta smakk: Namm namm! Svarti piparinn finnst í bragði og kóríanderinn að litlu leyti. Sætari en ég hafði hugsað mér. Ég hafði hugsað mér að reyna að hafa hann nokkuð gruggugan í Saison-stíl og hann er það heldur betur, en hann er enn ungur, ég hafði ætlað mér að geyma slatta af honum í lengri tíma.

Svo er ég gríðarlega spenntur að smakka hinn Saison-inn hliðina á þessum, ég var að spá í að setja hann á flöskur um helgina, en hann er líklega töluvert frábrugðinn þessum sem ég smakkaði í kvöld.

Og svo finnst mér ég þurfa að segja að hann fer nokkuð vel með ostinum sem ég er að borða: Epplaviðar-reyktum-cheddar.