Page 1 of 1

Landnámsmaður!

Posted: 17. Apr 2013 12:36
by landnamsmadur
Hæ hæ

Ég er búinn að liggja hérna lengi í leynum og ákvað að setja inn smá um mig svona af því það er svo gaman að sjá eitthvað nýtt í hádegishléinu (alltaf gaman að sjá gula kassa hérna á spjallinu).

Ég kom mér upp BIAB græjum að hætti rdavidsson en sá fjörkálfur kynnti mig fyrir þessu skemmtilega áhugamáli.
Svo er stirplate búið að bætast við og sous vide ásamt counterflow chiller í smíðum.

Fyrsta lögn var Bee Cave. Það tókst að græja það en meskihitinn var alltof hár af því ég autotune-aði ekki. Svo klikkaði eitthvað með humlana og því fékk ég dísætan bjór sem var bara ekkert spes. Hann fór þó fljótt í gjafir og smakkprófanir og þær fáu flöskur sem eftir eru að verða betri og betri.

Næst var það brúðkaupsölið sem heppnaðist þeim mun betur og hefur vakið mikla lukku meðal smakkara.
Það reyndist líka örlítið of sætt en það var eflaust af því ég pitchaði 1 gerpakka beint út í 30 l. Hrafnkell varaði mig við en ég var bara handviss um að gerið fjölgaði sér nóg og þetta yrði ekkert mál. Las svo meira um þetta og komst að þeirri niðurstöðu að ég hlusta á Hrafnkel héðan í frá.

Núna er hafraporter að gerjast. Fer á flöskur um helgina og ef hann reynist líka of sætur þá kalla ég brugghúsið Sælgætisgerðina! :P

Re: Landnámsmaður!

Posted: 17. Apr 2013 12:39
by Mummi
Sem enn meiri nýgræðingur en þú þá er gaman að vera fyrstur að bjóða þig velkominn. Ég hreinlega ligg hér á vefnum og vakta póstana.

Mummi

Re: Landnámsmaður!

Posted: 17. Apr 2013 12:40
by landnamsmadur
Kannast við það. Það er hafsjór fróðleiks á þessu spjallborði og ég stefni á að drekka hann allan í mig!

Re: Landnámsmaður!

Posted: 17. Apr 2013 12:45
by rdavidsson
Velkominn úr felum :)

Re: Landnámsmaður!

Posted: 17. Apr 2013 13:39
by hrafnkell
Velkominn :) Gaman að sjá fullt af nýju fólki detta hér inn undanfarið.

Re: Landnámsmaður!

Posted: 17. Apr 2013 14:05
by bergrisi
Velkominn.
Tek undir "lengi lifi appelsínugulir kassar". Kíki margoft á dag og gleðin er alltaf jafnmikil þegar ég sé nýja kassa og vonbrigðin sár að sama skapi þegar enginn nýr kassi kemur heilu dagana.

Re: Landnámsmaður!

Posted: 17. Apr 2013 14:36
by helgibelgi
Velkominn í hópinn!

Ef ég myndi líka skíra mitt brugghús eftir fyrstu bjórunum mínum myndi það líklega vera kallað "Biological Hazard" vegna nokkurra sýkinga í röð. Er þó alveg búinn að losna við það (krossa fingur).

Re: Landnámsmaður!

Posted: 17. Apr 2013 15:15
by gm-
Velkominn!

Gaman að sjá fleiri bruggara bætast í hópinn.

Ef ég ætti að nefna mitt brugghús held ég að það væri Dirty Garage Brewing Co.