Page 1 of 1

Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. maí

Posted: 17. Apr 2013 08:41
by ulfar
Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. maí kl 18:00 á Vínbarnum
Aðeins gildir félagsmenn eruð boðaðir.
Boðið verður upp á drykki og léttar veitingar.
Aðloknum fundarstörfum verðu nýrri stjórn fagnað.

Til að auðvelda skipulagningu eru gestir eru beðnir um að skrá komu sína:
https://docs.google.com/forms/d/1dp8aKv ... o/viewform" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Framboð í embætti skal bera sem svör við þessum þræði eða á fundinum.
Breytingatillögur á lögum þurfa að berast fyrir 30. maí kl 22:00.
Breytingatillögur skal leggja fram sem svör í þessu þræði.
Aðeins gildir félagsmenn geta lagt fram breytingatillögur.
Þegar breytingatillögur eru lagðar fram skal tilgreina hvort um nýja grein sé að ræða eða breytingu/viðbót við eldri.
Sé lögð fram tillaga um breytingu/viðbót við edri grein í lögum skal tilgreina númer greinar.

Samþykkt lög félagsins er hægt að nálgast hér í fyrir neðan.

kv. Úlfar Linnet

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 17. Apr 2013 10:26
by hrafnkell
Spennandi hvort það verði sama dúndur mætingin og undanfarin ár :)

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 17. Apr 2013 10:37
by bergrisi
Ég hef mætt síðustu tvö ár og haft gaman af. Stefni á að mæta núna líka. Það hefur vissulega ekki verið fjölmennt en alltaf verið góðmennt.

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 17. Apr 2013 11:02
by halldor
hrafnkell wrote:Spennandi hvort það verði sama dúndur mætingin og undanfarin ár :)
Félagið hefur aldrei verið stærra og sterkara en það er núna. Vonandi munum við fá nóg af framboðum til að valda okkur valkvíða.
Þó félagsstörf taki ekki stóran part af tíma stjórnarmanna, er samt mikilvægt að hafa til staðar fólk sem er tilbúið að halda utan um þennan félagsskap, skipuleggja viðburði sem hjálpa svo til við að breiða út fagnaðarerindið.

Félagið stendur vel fjárhagslega og framtíðin er björt með rétta fólkið í fararbroddi.

PS. Þetta er ekki framboðsræða :)

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 17. Apr 2013 17:57
by Feðgar
En afhverju á fimmtudegi :(

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 17. Apr 2013 18:31
by flokason
ulfar wrote:Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. maí kl 18:00 - staðsetning auglýst síðar.

Breytingatillögur á lögum þurfa að berast fyrir 30. maí kl 22:00.

kv. Úlfar Linnet

Það á væntanlega að skila breytingartillögum fyrir 30. apríl er það ekki

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 17. Apr 2013 19:42
by helgibelgi
Ég stefni á að mæta! Er meira að segja að hugsa um að bjóða mig fram í gjaldkerann :vindill:

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 17. Apr 2013 20:42
by halldor
Feðgar wrote:En afhverju á fimmtudegi :(
Þetta var rætt fyrir einhverju síðan (reyndar nokkrum árum) og þá var niðurstaðan að fólk væri líklegra til að fórna virkum degi í þetta en helgi.
Svo er auðvitað hægt að kalla þetta bara litla föstudag í stað fimmtudags. Hjálpar það eitthvað? :)

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 17. Apr 2013 21:08
by æpíei
Verð því miður fjarri góðu gamni. En ef maður veit um góðan frambjóðanda verður þá hægt að kjósa utan kjörstaðar? ;)

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 7. May 2013 14:02
by helgibelgi
Verður þetta á Kex?

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 13. May 2013 21:15
by sigurdur
Staðsetning verður auglýst síðar .. hvenær?
Eins og Helgi spyr, verður þetta á kex?

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 14. May 2013 20:29
by AndriTK
ég mæti

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 14. May 2013 21:37
by ulfar
Fundurinn verður á KEX


Til að auðvelda skipulagningu eru gestir eru beðnir um að skrá komu sína:
https://docs.google.com/forms/d/1dp8aKv ... o/viewform" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 14. May 2013 22:08
by sigurdur
djö .. ég er að sjá það að ég kemst ekki í þetta skipti :( ..
ég óska ykkur bara skemmtunar þá í fjarveru minni!

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 14. May 2013 22:27
by hrafnkell
Ég mæti.

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 15. May 2013 22:03
by ulfar
Fundur hefur verið fluttur á Vínbarinn

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 16. May 2013 16:58
by helgibelgi
ulfar wrote:Fundur hefur verið fluttur á Vínbarinn
Kem þá ca 10 mín of seint

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 19. May 2013 02:11
by kokkurinn
Hvað kom út úr fundinum góða???

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 19. May 2013 10:10
by hrafnkell
Ný stjórn.

Eyvindur formaður
Helgibelgi gjaldkeri
Karlp ritari
Matti heimasíðu..gaur? :)

Annars voru samþykktir reikningar og eitthvað fleira, ritari kannski kemur með almennilega uppfærslu á þessu? :)

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 20. May 2013 01:13
by Idle
Glæsilegt! Ég hlakka til að sjá hverju nýja stjórnin (mínus Sigga og Grétar) nær að áorka. :)

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 20. May 2013 06:09
by bergrisi
Óska nýrri stjórn velfarnaðar og vona að hún haldi áfram á þeirri góðu braut sem fyrirrennarar hafa markað.

Ásamt því að óska þeim góðs gengis vil ég þakka þeim sem láta af störfum fyrir vel unnin störf. Ég er hel sáttur við það starf sem hefur verið unnið og vona að framundan sé svipuð dagskrá og undanfarin ár.

Er ekki örugglega næsti viðburður Menningarnótt á Klambratúni?

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 20. May 2013 11:07
by helgibelgi
Við eigum eftir að halda okkar fyrsta stjórnarfund, en ég geri ráð fyrir því að halda áfram hefðinni og halda kútapartý á menningarnótt-dag.

Re: Aðalfundur Fágunar 2013 verður haldin fimmtudaginn 16. m

Posted: 20. May 2013 12:23
by Eyvindur
Ég held að við getum öll verið sammála um að fráfarandi stjórn lyfti Grettistaki, og við reynum bara að byggja áfram ofan á það stórgóða starf.

Þakka ykkur fyrir heillaóskirnar. :)