Page 1 of 1

Hvaðan er vænlegast að fá LME eða DME

Posted: 16. Apr 2013 21:12
by Feðgar
Hvar er vænlegast að fá malt á þokkalegu verði?

Finnst það svo fjandi dýrt.

Hafa menn verið að panta það að utan eða?

Kílóið fer ansi fljót þegar maður gerir alltaf stóra startera.

Re: Hvaðan er vænlegast að fá LME eða DME

Posted: 17. Apr 2013 10:25
by hrafnkell
Feðgar wrote:Hvar er vænlegast að fá malt á þokkalegu verði?

Finnst það svo fjandi dýrt.

Hafa menn verið að panta það að utan eða?

Kílóið fer ansi fljót þegar maður gerir alltaf stóra startera.
Sleppa extracti og geyma nokkra lítra af virti eftir hverja lögun. Þetta er alltaf rándýrt, og sendingarkostnaðurinn hingað hjálpar ekki til við að halda verðinu niðri.. Ég hef átt þetta stundum, en hef ekki nennt að eiga þetta á lager þar sem verðið er kjánalega hátt.

Re: Hvaðan er vænlegast að fá LME eða DME

Posted: 17. Apr 2013 14:29
by bergrisi
Ég prufaði eftir síðustu lögun að geyma eitthvað af virti sem ég notaði svo í gær. En klaufin ég gleymdi að sjóða virtinn áður en ég setti gerið útí. Vildi ekki sjóða virtinn með gerinu í svo þetta fór í gerjunarfötuna.

Tók ca. 2 lítra til hliðar af bjórnum sem ég bjó til í gær til að nota næst og ætla að muna að vanda starterinn betur.
Hef hingað til gert starter með Malt Extract sem ég hef keypt í Hagkaup.

Re: Hvaðan er vænlegast að fá LME eða DME

Posted: 17. Apr 2013 14:32
by hjaltibvalþórs
Eruði þá að frysta virtinn á milli eða geymið þetta bara í ísskáp?

Re: Hvaðan er vænlegast að fá LME eða DME

Posted: 17. Apr 2013 14:36
by flokason
hjaltibvalþórs wrote:Eruði þá að frysta virtinn á milli eða geymið þetta bara í ísskáp?
Ég set minn í kókflöskur og set í frystinn, svo tek ég þetta úr frystinum sólarhring áður en ég geri starter

Ég er held ég með 6L af frosnum virt í frystinum núna, betra að eiga meira en minna :P

Re: Hvaðan er vænlegast að fá LME eða DME

Posted: 17. Apr 2013 14:36
by hrafnkell
Ef virtinn er soðinn og hreinlæti í lagi þá geymist hann í marga mánuði í ísskáp.


Það er þægilegt að gera þetta í þessari röð:

1. Meskja
2. Taka virt frá eftir meskingu, sjóða í 5-10mín sér í litlum potti, t.d. á eldavélinni
3. Þynna virtinn ef þarf, maður vill vera í 1.040 - 1.050 fyrir startera.
4. Setja í sótthreinsaða krukku eða glerílát (ikea selja 1l swingtop flöskur sem eru þægilegar)
5. Geyma í kæli þangað til að maður þarf virtinn

Skref 2 er mikilvægt ef maður er með hoppy bjór, annars getur maður tekið virt frá eftir suðuna bara. Mjög hoppy starterar eru ekki góðar aðstæður fyrir ger að fjölga sér.

Re: Hvaðan er vænlegast að fá LME eða DME

Posted: 17. Apr 2013 14:45
by flokason
hrafnkell wrote:Ef virtinn er soðinn og hreinlæti í lagi þá geymist hann í marga mánuði í ísskáp.


Það er þægilegt að gera þetta í þessari röð:

1. Meskja
2. Taka virt frá eftir meskingu, sjóða í 5-10mín sér í litlum potti, t.d. á eldavélinni
3. Þynna virtinn ef þarf, maður vill vera í 1.040 - 1.050 fyrir startera.
4. Setja í sótthreinsaða krukku eða glerílát (ikea selja 1l swingtop flöskur sem eru þægilegar)
5. Geyma í kæli þangað til að maður þarf virtinn

Skref 2 er mikilvægt ef maður er með hoppy bjór, annars getur maður tekið virt frá eftir suðuna bara. Mjög hoppy starterar eru ekki góðar aðstæður fyrir ger að fjölga sér.

Er ekki alveg í lagi að frysta virtinn strax eftir meskingu (leyfa honum fyrst að kólna niður í herbergishita áður en hann er settur í frystinn) og án þess að þynna hann út.

þeas sleppa (geyma þangað til þú gerir starter) skrefum 2 og 3

Svo þegar þú notar hann, leyfa honum að þiðna, þynna hann niður í 1.040(eða það sem maður vill) og sjóða til að sótthreinsa virtinn sem og keiluflöskuna

Með því að þynna út eftir á, þá sparar maður líka einnig ísskápapláss


Ég skil að þetta suðuskref ef maður ætlar að geyma virtinn í ísskáp, en er maður ekki nokkuð öruggur að sleppa þessu með því að frysta hann, svo auðvitað sótthreinsar maður virtinn með að sjóða fyrir notkun (sem maður þarf hvort eð er alltaf að gera)

edit.

Ég skil svosem alveg hvernig það væri þægilegt að hafa hann í ísskápnum, en þá er hann ready til notkunar, en maður er alveg sólarhring sirka að leyfa virtinum að þiðna, en þá bara tekur maður hann úr frystinum deginum áður en maður gerir starterinn

Re: Hvaðan er vænlegast að fá LME eða DME

Posted: 17. Apr 2013 14:50
by hrafnkell
flokason wrote:Ég skil að þetta suðuskref ef maður ætlar að geyma virtinn í ísskáp, en er maður ekki nokkuð öruggur að sleppa þessu með því að frysta hann, svo auðvitað sótthreinsar maður virtinn með að sjóða fyrir notkun (sem maður þarf hvort eð er alltaf að gera)
Þarft ekki að sjóða hann úr kæliskápnum ef allt (virtinn og ílátið) er sótthreinsað fyrir. Ég hugsa að ég myndi alltaf vilja sjóða hann fyrir geymslu, hvort sem hún væri í frysti eða kæliskáp.

Re: Hvaðan er vænlegast að fá LME eða DME

Posted: 17. Apr 2013 14:56
by flokason
hrafnkell wrote: Þarft ekki að sjóða hann úr kæliskápnum ef allt (virtinn og ílátið) er sótthreinsað fyrir. Ég hugsa að ég myndi alltaf vilja sjóða hann fyrir geymslu, hvort sem hún væri í frysti eða kæliskáp.

Sótthreinsaru þá flöskuna og álpappírinn með joðfóri/sanstar?

Er ekki gott að gera það með suðu og þá getur maður sótthreinsað allt klappið með einni suðu

Re: Hvaðan er vænlegast að fá LME eða DME

Posted: 17. Apr 2013 15:02
by hrafnkell
flokason wrote:Sótthreinsaru þá flöskuna og álpappírinn með joðfóri/sanstar?

Er ekki gott að gera það með suðu og þá getur maður sótthreinsað allt klappið með einni suðu
Jebb. Það verður allt að vera tandurhreint sem virtinn snertir.

Re: Hvaðan er vænlegast að fá LME eða DME

Posted: 17. Apr 2013 15:37
by gm-
Ég kaupi það í 50 lb pakningum, oftast með 2-3 hérna í bruggklúbbnum, kostar venjulega um 120-130$.

Re: Hvaðan er vænlegast að fá LME eða DME

Posted: 17. Apr 2013 15:56
by hrafnkell
gm- wrote:Ég kaupi það í 50 lb pakningum, oftast með 2-3 hérna í bruggklúbbnum, kostar venjulega um 120-130$.
Lítið mál að fá það á fínu verði frá usa, en sendingarkostnaðurinn er alltaf það sem fokkar manni upp... Allnokkrir dollarar per lb.

Re: Hvaðan er vænlegast að fá LME eða DME

Posted: 17. Apr 2013 15:57
by gm-
hrafnkell wrote:
gm- wrote:Ég kaupi það í 50 lb pakningum, oftast með 2-3 hérna í bruggklúbbnum, kostar venjulega um 120-130$.
Lítið mál að fá það á fínu verði frá usa, en sendingarkostnaðurinn er alltaf það sem fokkar manni upp... Allnokkrir dollarar per lb.
Já, trúi því. Er enginn iðnaður á klakanum sem notar þetta í miklu magni?

Re: Hvaðan er vænlegast að fá LME eða DME

Posted: 17. Apr 2013 16:03
by hrafnkell
gm- wrote:Já, trúi því. Er enginn iðnaður á klakanum sem notar þetta í miklu magni?
Bakarar. En það er bakaramalt og ekki alveg sama stöffið. Hef bragðað bjór gerðan úr því og það var ekki alveg skemmtilegt. Hugsanlega allt í lagi í startara samt. Amk betra en sykur eins og ég hef séð fólk stinga upp á :)

Re: Hvaðan er vænlegast að fá LME eða DME

Posted: 17. Apr 2013 17:56
by Feðgar
Jæja planið er að skola kornið okkar aftur eftir mash-out og sparging og sjá hvort við fáum ekki þokkalegt gravity út úr því sem nota mætti í startera. Sjóða það bara í eldhúspotti og frysta. Passa bara að skolvatnið sé ekki of heitt til að forðast óþarfa tannin og slíkt.

En ef það virkar ekki þá versluðum við 12 lbs frá http://www.dmemart.com" onclick="window.open(this.href);return false; í gær.
Komið heim á rétt um 2000 kr kílóið