Page 1 of 1

Amerískt amarillo brúnöl

Posted: 13. Aug 2009 10:52
by arnilong
Annað brúnölið mitt á stuttum tíma en þessi verður töluvert ólíkur Düsseldorf alt-bjórnum. Ég hef ekki notað amarillo áður en ég á líklega eftir að þekkja bragðið og angann af þeim vel þegar þessi klárast. Hann er núna í secondary hjá mér og fer á flöskur um helgina. Hef hvorki bragðað á honum enn, né tekið sýni.

OG: 1.051
Expected FG: 1.013
ABV: ~5.1 %
90 min. suða
38 IBU
14.6 SRM

German Pale malt 90 %
German CaraMunich II 8 %
German CarafaSpecial III 2.0 %

US Nugget (13.0 % alpha), 20gr, 60 Min
US Amarillo (5.0 % alpha), 28gr, 15 Min
US Amarillo (5.0 % alpha), 28gr, 1 Min
US Amarillo (5.0 % alpha), 28gr, Dry hop

US-05 SafAle, Notaði af gerköku úr Düsseldorf alt.

Re: Amerískt amarillo brúnöl

Posted: 13. Aug 2009 11:57
by Eyvindur
Girnilegt. Er þetta ekki vegleg humlun, miðað við brúnöl?

Re: Amerískt amarillo brúnöl

Posted: 13. Aug 2009 13:35
by arnilong
Jú, ég held að þetta sé nokkuð mikið en beiskjustigið er samt ekki nema 38 og BU:GU er 0.75. Sjáum bara til, ég var ekki búinn að skoða stílinn neitt sérstaklega þegar ég hannaði uppskriftina en vildi fá mikið bragð og ilm af humlunum án mikillar beiskju.

Ég held annars að þetta sé alveg innan stílmarka, kannski í ljósari kanntinum.

Re: Amerískt amarillo brúnöl

Posted: 13. Aug 2009 14:43
by Eyvindur
Stílmörk eru bara viðmið.

Re: Amerískt amarillo brúnöl

Posted: 13. Aug 2009 14:53
by arnilong
Jájá, eins og ég segi, ég var bara að hugsa um það sem ég vildi drekka en ekki stílinn.

Re: Amerískt amarillo brúnöl

Posted: 21. Aug 2009 12:35
by arnilong
Ég flaskaði þennan um daginn og smakkaði fyrsta í gær. Dásamlega ilm/bragðríkt brúnöl í beiskari kanntinum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég prófa Amarillo humla, þeir hafa verið frekar mikið í tísku undanfarið. Þeir eru mjög ljúffengir og amerískir á bragðið, frábærir í dry-hop.

Konan mín hitti naglan á höfuðið þegar hún var að spá í ilminum af Amarillo hulmum í gær: "Ilmar alveg eins og hlaupkallar", og ég var algjörlega sammála henni. Frekar ótrúlegt að finna svona skemmtilegar ilmtengingar.

Bjórinn kláraði frekar lágt, 1.008.