Page 1 of 1

Einfaldur Cider handa SWMBO

Posted: 8. Apr 2013 23:15
by helgibelgi
Sælir gerlar

Skellti í einfaldan Cider í kvöld. Fór eftir Uppskrift á Homebrewtalk. Breytti reyndar gerinu. Tók EC-1118 kampavínsger í staðinn fyrir S-04 enskt ölger (ölger í cider?).

21 lítrar Brazzi Eplasafi
1kg hvítur sykur
1 stk Lime
4 pokar svart te

Tók 1 lítra af vatni, kreisti lime út í. Hitaði upp að suðu, tók af hellunni og leysti sykurinn upp í vatninu ásamt gernæringu. Lét síðan sjóða í 5 mín, tók frá og lét tepokana út í (Earl Grey). Lét tepokana sitja í meðan ég hellti úr fernunum í gerjunarfötuna. Skellti svo sykurte-súpunni út í án þess að kæla (kólnar hratt í 21 lítra af 20°C vökva). Hristi og setti tvo pakka af geri út í.

Gleymdi að taka OG mælingu, en skv pakkningu á fernunum er vökvinn 10% sykur. Ef ég geri ráð fyrir að þetta virki eins og hvíti sykurinn fæ ég út skv Beersmith að OG sé 1.052. Beersmith vill samt meina að FG sé 0.988 sem gefur 8,3% ABV. Við sjáum bara til hvað skeður.

Ætlunin er að hafa hann í mánuð í primary og setja síðan í secondary í 2-3 mánuði.

Re: Einfaldur Cider handa SWMBO

Posted: 9. Apr 2013 20:36
by Plammi
Ölgerið er notað til að safinn gerjist ekki of þurr án þess að nota gerstopp. Þá stoppar hann í svona 1002-1004 í stað 996-998.
Var að pæla að nota S-04 í EdWorts Eplavínið mitt (brazzi + 500gr sykur) en notaði eitthvað vínger sem þeir mældu með í Ámunni.

Re: Einfaldur Cider handa SWMBO

Posted: 10. Apr 2013 00:07
by helgibelgi
Plammi wrote:Ölgerið er notað til að safinn gerjist ekki of þurr án þess að nota gerstopp. Þá stoppar hann í svona 1002-1004 í stað 996-998.
Var að pæla að nota S-04 í EdWorts Eplavínið mitt (brazzi + 500gr sykur) en notaði eitthvað vínger sem þeir mældu með í Ámunni.
Já ok, vissi það ekki. Hef lítið kynnt mér Cider en ætla að byrja að kynna mér þá núna. Prófa þá næst að nota ölger í stað víngers til að sjá muninn.

Ég var samt að pæla í að reyna að stoppa gerjunina áður en þetta fer fyrir neðan 1.000 til að hafa amk einhverja sætu í honum. Hvenær ætti maður að stoppa, þeas er alveg næg sæta eftir við 1.000?

Re: Einfaldur Cider handa SWMBO

Posted: 10. Apr 2013 09:48
by hrafnkell
helgibelgi wrote:
Plammi wrote:Ölgerið er notað til að safinn gerjist ekki of þurr án þess að nota gerstopp. Þá stoppar hann í svona 1002-1004 í stað 996-998.
Var að pæla að nota S-04 í EdWorts Eplavínið mitt (brazzi + 500gr sykur) en notaði eitthvað vínger sem þeir mældu með í Ámunni.
Já ok, vissi það ekki. Hef lítið kynnt mér Cider en ætla að byrja að kynna mér þá núna. Prófa þá næst að nota ölger í stað víngers til að sjá muninn.

Ég var samt að pæla í að reyna að stoppa gerjunina áður en þetta fer fyrir neðan 1.000 til að hafa amk einhverja sætu í honum. Hvenær ætti maður að stoppa, þeas er alveg næg sæta eftir við 1.000?
Kláraðu bara gerjun og sættu eftirá, annaðhvort með gerstoppi og sykri, eða bara gervisykri.

Ég á svo wyeast cider ger ef einhver vill prófa :)

Re: Einfaldur Cider handa SWMBO

Posted: 4. Mar 2014 14:56
by Snordahl
helgibelgi wrote:Sælir gerlar

Skellti í einfaldan Cider í kvöld. Fór eftir Uppskrift á Homebrewtalk. Breytti reyndar gerinu. Tók EC-1118 kampavínsger í staðinn fyrir S-04 enskt ölger (ölger í cider?).

21 lítrar Brazzi Eplasafi
1kg hvítur sykur
1 stk Lime
4 pokar svart te

...

Ætlunin er að hafa hann í mánuð í primary og setja síðan í secondary í 2-3 mánuði.
Ég var að leggja í sömu uppskrift fyrir rúmlega viku sjá http://fagun.is/viewtopic.php?f=15&t=3061" onclick="window.open(this.href);return false;

En ég er forvitinn að vita hvernig þetta kom út hjá þér? Var þetta alveg ódrekkanlegt lengi? :P

Ég tók nýlega FG mælingu sem sýndi 0.998 og þetta bragðaðist eins og hvítvín, þurrt og smá súrt.

Re: Einfaldur Cider handa SWMBO

Posted: 4. Mar 2014 17:10
by helgibelgi
Snordahl wrote:
helgibelgi wrote:Sælir gerlar

Skellti í einfaldan Cider í kvöld. Fór eftir Uppskrift á Homebrewtalk. Breytti reyndar gerinu. Tók EC-1118 kampavínsger í staðinn fyrir S-04 enskt ölger (ölger í cider?).

21 lítrar Brazzi Eplasafi
1kg hvítur sykur
1 stk Lime
4 pokar svart te

...

Ætlunin er að hafa hann í mánuð í primary og setja síðan í secondary í 2-3 mánuði.
Ég var að leggja í sömu uppskrift fyrir rúmlega viku sjá http://fagun.is/viewtopic.php?f=15&t=3061" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

En ég er forvitinn að vita hvernig þetta kom út hjá þér? Var þetta alveg ódrekkanlegt lengi? :P

Ég tók nýlega FG mælingu sem sýndi 0.998 og þetta bragðaðist eins og hvítvín, þurrt og smá súrt.
Bragðast eins og mjög slæmt, þurrt og súrt hvítvín (alveg eins og þú lýsir þessu). Ég prófaði aðeins einu sinni og með kampavínsgeri. Næst þegar ég prófa að gera Cider ætla ég að prófa að nota alvöru eplasafa (ekki svona drasl safa úr þykkni) og hugsanlega annað ger sem skilur eftir meiri sætu. Eitt jákvætt kom þó úr þessari tilraun, ég veit að Amarillo humlar passa vel með Cider.

Re: Einfaldur Cider handa SWMBO

Posted: 11. Mar 2014 22:06
by Snordahl
Þetta boðar ekki gott :) Varð ciderin ekkert betri við að þroskast?

Re: Einfaldur Cider handa SWMBO

Posted: 12. Mar 2014 09:36
by helgibelgi
Nei í rauninni hefur hann ekkert breyst mikið undanfarna mánuði.

Mig grunar að maður þurfi að vanda valið á hráefnunum betur og velja alvöru eplasafa í stað svona "gert úr þykkni" (og alls konar aukameðferðir) drasl. Mig grunar einnig að annað ger gæti verið skárri kostur, eitthvað sem endar hærra og gefur þannig sætari Cider.

Re: Einfaldur Cider handa SWMBO

Posted: 12. Mar 2014 11:12
by hrafnkell
S04 og Nottingham eru vinsæl í cider. Ég gerði cider úr "fancy" safa en notaði kampavínsger og hann varð aldrei góður. Komin 1.5 ár núna og hann er enn vondur.

Svo gerði ég úr sama safa og 1968 ger, og eftir 3 mánuði frá bruggun er hann bara að verða ágætur. Mér finnst vanta meira eplabragð í hann, veit ekki hvort það komi með tímanum eða hvað.

Re: Einfaldur Cider handa SWMBO

Posted: 12. Mar 2014 11:28
by Snordahl
Já ég held ég prófi Nottingham eða 04 næst.
Menn tala um að eplabrgaðið aukist með þroskun, það kemur í ljós.

En hafið þið prófað að sæta eftir á með Stevia? Ég er ekki með kúta þannig ég verð að notast við flöskur og sætuefni til að auka sætu.

Re: Einfaldur Cider handa SWMBO

Posted: 12. Mar 2014 14:27
by Eyvindur
Ég hef aldrei skilið hvernig eplasafi og bönsj af sykri á að geta bragðast vel, TBH. Held að sykurmagnið sé líklegri sökudólgur en gæðin á eplasafanum (þótt hann spili augljóslega inn í). Ég myndi fyrst af öllu sleppa sykrinum (eða búa til cyser í staðinn).