Page 1 of 2
Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 8. Apr 2013 15:05
by hrafnkell
Nú er ég loksins byrjaður að safna pöntunum í bjórkúta. Um er að ræða glænýja (ónotaða) ball lock kúta frá framleiðanda á Ítalíu.
Eftirfarandi stærðir eru í boði
19 lítrar / 5 gallon
22cm í þvermál, 63cm á hæð
Passlegir fyrir heila lögn af bjór.
16.000 kr
9,5 lítrar / 2,5 gallon
22cm í þvermál, 37cm á hæð
9.5 lítra kútar eru hentugir því það er auðveldara að koma þeim fyrir í ísskáp og passlega stórir fyrir hálfa lögn.
15.000 kr
Ég ætla að taka við pöntunum til 22. Apríl. Sendu mér póst á
brew@brew.is með hvað þú vilt marga og hvað stóra kúta. Ef þú þarft að bíða til mánaðarmóta með greiðslu þá má ræða greiðsluskilmála, t.d. að borga inn á pöntunina og rest seinna, sendu mér email.
Reikningsupplýsingar
0372-13-112408
kt 580906-0600
Senda email kvittun úr netbanka á
brew@brew.is!
Á næstunni mun ég einnig standa við pöntun á öllum aukahlutum fyrir kútana, líklega frá
kegconnection.com.
Algengar spurningar
1. Hvað vil ég marga kúta?
Það er venjulega þægilegt að vera með <fjöldi krana> + einn kút. t.d. ef maður ætlar að vera með 2 krana á/í ísskápnum að eiga 3 kúta.
Þá getur maður verið með 2 krana í gangi, og einn lausan kút til að fylla á eftir gerjun og leyfa bjórnum að þroskast áður en maður tengir hann við krana.
2. Hvað kostar heildar pakkinn, með öllum græjum?
Lokaverð á aukahlutunum er ekki komið á hreint, en 2ja krana sett (kranar, leiðslur, co2 kútur, þrýstijafnari) ætti að enda í um 20.000kr, plús verðið á kútunum sjálfum.
3. Þarf ég ísskáp fyrir kúta?
Það er hægt að komast af án ísskáps en það er drep leiðinlegt. Ég mæli sterklega með að finna gamlan ísskáp t.d. á bland.is. Ef þú hefur ekki pláss fyrir ísskáp þá er hæpið að þú hafir pláss fyrir kúta.
4. Hvenær fæ ég kútana?
Framleiðandi tekur 4-6 vikur í framleiðsluna og svo tekur um 2-3 vikur að koma þeim hingað með skipi. lok maí, byrjun júní er þá líklegt. Ég hef ekki flutt inn kúta þaðan áður þannig að ég get ekki ábyrgst tímasetningarnar.
5. Hvernig virkar þetta kútadót?
Hér er dúndur fín grein sem lýsir því betur en ég
Kveðja,
Hrafnkell F.
Brew.is
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 17. Apr 2013 15:05
by hrafnkell
Nú er rúm vika í að ég loka fyrir forpantanir á kútum. Ég mun kaupa einhverja auka kúta, en þeir verða dýrari en í forpöntuninni.
Ég hvet því alla til að panta kút sem fyrst. Ef þú borgar 50% inn á kútana og rest um mánaðarmótin þá ertu búinn að tryggja þér kút á forpöntunarverði.
Ástæðan fyrir áherslunni á forpöntunina er að þessi pöntun er dýr og það hjálpar mikið að vera kominn með pening fyrir kútunum fyrirfram

Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 22. Apr 2013 13:53
by hrafnkell
Seinasti séns að panta í dag og fá kútana á þessu verði. Ekki víst að ég taki neina kúta umfram pantanir, þannig að ef þig langar í kúta, þá er tækifærið núna

Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 27. Apr 2013 16:29
by kari
Hvenær stefnirðu á að fara í aukahlutapöntunina?
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 21. May 2013 09:21
by rdavidsson
Jæja Hrafnkell,
Hvað er að frétta af kútamálum, styttist mjög í að júnímánuður gangi í garð..
Hvenær kemuru með eitthvað varðandi "aukahlutina" fyrir kútana?
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 21. May 2013 19:30
by hrafnkell
Fínt að fá bömp á þetta
Ég er búinn að fá góð verð á kolsýrukúta hér innanlands, en það verður um 17.000kr fyrir 2kg kút og um 22þús fyrir 5kg kút.
Það kann að hljóma svolítið hátt miðað við verð á kútum frá kegconnection, en frá kegconnection fæ ég kúta sem eru með amerískum gengjum, tómir og ekki þrýstiprófaðir. Kútarnir sem hér um ræðir eru nýjir, þrýstiprófaðir og afhendast fullir af kolsýru. Mér finnst það þrusudíll, og ekki verra að geta verslað innanlands.
Þrýstijafnarar eru einnig að komast á hreint, en þeir verða hér innanlands líka. Verð á þeim verður um 13-14þús fyrir jafnara með íslenskum gengjum og einum útgangi. Það er verið að skoða hvort það sé ekki hægt að redda með tvöföldum útgangi.
Slöngur osfrv sé ég fram á að taka hér innanlands, en taka svo rest frá kegconnection með hraðsendingu, sem kæmi um svipað leyti og kútarnir.
Þessi verðformúla gefur hugmynd um verð frá kegconnection:
<verð í USD> * 125 * 1,255 + <þyngd í kg> * 1050
Athugið að inní þessu er vsk en ekki vörugjöld, ef þau eiga við.
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 22. May 2013 13:36
by gugguson
Flott - betra að hafa ekki amerískar gengjur.
Ef maður ætlar að vera með tvo bjórkúta tengda og skellir sér á t.d. 5L kút - hvað þarf maður þá að fjárfesta í meira til að vera með tvo krana? Það þarf væntanlega einhverja þrýstingsmæla og eitthvað svoleiðis dót (einn sem veit akkúrat ekkert um þetta)?
EDIT:
Þessi klausa svarar þessu líklegast:
Lokaverð á aukahlutunum er ekki komið á hreint, en 2ja krana sett (kranar, leiðslur, co2 kútur, þrýstijafnari) ætti að enda í um 20.000kr, plús verðið á kútunum sjálfum.
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 22. May 2013 13:54
by hrafnkell
gugguson wrote:Flott - betra að hafa ekki amerískar gengjur.
Ef maður ætlar að vera með tvo bjórkúta tengda og skellir sér á t.d. 5L kút - hvað þarf maður þá að fjárfesta í meira til að vera með tvo krana? Það þarf væntanlega einhverja þrýstingsmæla og eitthvað svoleiðis dót (einn sem veit akkúrat ekkert um þetta)?
EDIT:
Þessi klausa svarar þessu líklegast:
Lokaverð á aukahlutunum er ekki komið á hreint, en 2ja krana sett (kranar, leiðslur, co2 kútur, þrýstijafnari) ætti að enda í um 20.000kr, plús verðið á kútunum sjálfum.
Þetta verð heldur því miður ekki, ekki nema ódýrir aukahlutir séu valdir (lítill co2 kútur og picnic kranar)
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 22. May 2013 14:02
by gugguson
Nei, hélt ekki.
Það væri gaman að fá hjá þér recommended pakka frá KegConnection þegar þetta er komið lengra svo maður viti hvað maður á að panta.
hrafnkell wrote:gugguson wrote:Flott - betra að hafa ekki amerískar gengjur.
Ef maður ætlar að vera með tvo bjórkúta tengda og skellir sér á t.d. 5L kút - hvað þarf maður þá að fjárfesta í meira til að vera með tvo krana? Það þarf væntanlega einhverja þrýstingsmæla og eitthvað svoleiðis dót (einn sem veit akkúrat ekkert um þetta)?
EDIT:
Þessi klausa svarar þessu líklegast:
Lokaverð á aukahlutunum er ekki komið á hreint, en 2ja krana sett (kranar, leiðslur, co2 kútur, þrýstijafnari) ætti að enda í um 20.000kr, plús verðið á kútunum sjálfum.
Þetta verð heldur því miður ekki, ekki nema ódýrir aukahlutir séu valdir (lítill co2 kútur og picnic kranar)
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 22. May 2013 14:03
by gugguson
Nei, hélt ekki.
Það væri gaman að fá hjá þér recommended pakka frá KegConnection þegar þetta er komið lengra svo maður viti hvað maður á að panta.
hrafnkell wrote:gugguson wrote:Flott - betra að hafa ekki amerískar gengjur.
Ef maður ætlar að vera með tvo bjórkúta tengda og skellir sér á t.d. 5L kút - hvað þarf maður þá að fjárfesta í meira til að vera með tvo krana? Það þarf væntanlega einhverja þrýstingsmæla og eitthvað svoleiðis dót (einn sem veit akkúrat ekkert um þetta)?
EDIT:
Þessi klausa svarar þessu líklegast:
Lokaverð á aukahlutunum er ekki komið á hreint, en 2ja krana sett (kranar, leiðslur, co2 kútur, þrýstijafnari) ætti að enda í um 20.000kr, plús verðið á kútunum sjálfum.
Þetta verð heldur því miður ekki, ekki nema ódýrir aukahlutir séu valdir (lítill co2 kútur og picnic kranar)
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 2. Jun 2013 19:31
by garpur
Maður alveg að farast úr spenningi að fá kútana í hendur og leggja frá sér tappavélina
Hvernig er staðan annars á kútunum, hefur allt farið eftir planinu þannig að þeir séu að fara að detta inn í landið núna í júní?
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 2. Jun 2013 21:10
by hrafnkell
garpur wrote:Maður alveg að farast úr spenningi að fá kútana í hendur og leggja frá sér tappavélina
Hvernig er staðan annars á kútunum, hefur allt farið eftir planinu þannig að þeir séu að fara að detta inn í landið núna í júní?
Ég hef ekkert heyrt í verksmiðjunni, en það á allt að vera í góðum málum þar. Er að bíða eftir verðum á aukahlutum, það gengur eitthvað hægt, en það ætti að reddast fljótlega og vonandi koma aukahlutirnir bara með kútunum.
Fólk í kútapöntuninni má gjarnan fylgjast vel með þessu plássi og/eða tölvupóstinum sínum, því það gæti þurft að svara frekar fljótt um hvaða aukahluti menn vilja.
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 18. Jun 2013 15:28
by hrafnkell
Skiljanlega eru margir að verða óþolinmóðir að fá kútana sína í hendurnar. Ég er því miður ekki kominn með tíma á það hvenær þeir fara af stað frá Ítalíu. Ég mun fá slöngur og hraðtengi með kútunum frá Ítalíu, þrýstijafnara og co2 kúta hér á Íslandi og líklega rest frá kegconnection. Stay tuned.
Ég biðst afsökunar á því hvað þetta tekur langan tíma og vonandi eru menn ekki að farast úr stressi yfir þessu.
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 19. Jun 2013 22:55
by Draco
Það er að minnsta kosti ekki mikið stress í mér en það væri gaman að fara fá tímasetningu á kútana og líka hvenær við getum farið að fara panta hjá þér krana og fylgihlutum sem við þurfum að eiga með kútunum

Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 30. Jun 2013 23:40
by hrafnkell
Nú mega menn gjarnan fara að senda á mig upplýsingar um eftirfarandi:
Viltu co2 kút? 2.5kg eða 5kg?
Viltu þrýstijafnara?
brew@brew.is
Ég er því miður ekki með upplýsingar um stöðu á kútunum. Vonandi heyri ég eitthvað í vikunni.
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 1. Jul 2013 19:54
by garpur
Ein spurning með CO2 kútana, er mikill munur á þvermálinu frá 2.5kg yfir í 5kg?
Mig langar helst til að hoppa á 5kg kútinn en ég er að pæla í hvort það verði mikið vesen að setja 5kg CO2 + 2x kúta í þessa týpisku 84cm ísskápa.
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 4. Jul 2013 13:23
by gosi
Ég er alveg strand með það hvort ég ætti að velja mér 5kg eða 2.5kg. Keypti tvo kúta en ég er ekki viss hvað ég ætti að fá mér.
Einhverjar hugmyndir?
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 4. Jul 2013 14:49
by hrafnkell
2.5kg duga til að kolsýra og dæla út ca 6 5g corny kútum... Ef það hjálpar þér eitthvað að velja

Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 4. Jul 2013 15:03
by gosi
hrafnkell wrote:2.5kg duga til að kolsýra og dæla út ca 6 5g corny kútum... Ef það hjálpar þér eitthvað að velja

Já ok það er gott að vita það.
En veistu nokkuð hvað kostar ca að fylla þá aftur og hvað kútarnir eru ca háir?
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 4. Jul 2013 15:25
by hrafnkell
gosi wrote:Já ok það er gott að vita það.
En veistu nokkuð hvað kostar ca að fylla þá aftur og hvað kútarnir eru ca háir?
Kostar 1000-2000kr minnir mig. Veit ekki hæðina eins og er.
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 4. Jul 2013 15:36
by gosi
hrafnkell wrote:gosi wrote:Já ok það er gott að vita það.
En veistu nokkuð hvað kostar ca að fylla þá aftur og hvað kútarnir eru ca háir?
Kostar 1000-2000kr minnir mig. Veit ekki hæðina eins og er.
Ok það er nú ekki ýkja hátt. Ég sendi þér póst bráðum með uppl.
Takk fyrir svörin

Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 4. Jul 2013 23:29
by helgibelgi
gosi wrote:hrafnkell wrote:2.5kg duga til að kolsýra og dæla út ca 6 5g corny kútum... Ef það hjálpar þér eitthvað að velja

Já ok það er gott að vita það.
En veistu nokkuð hvað kostar ca að fylla þá aftur og hvað kútarnir eru ca háir?
Þegar ég fór í slökkvitækjaþjónustuna síðast var verðið minnir mig 600 og eitthvað krónur per kíló af CO2.
2,5 kg tankur myndi þá kosta á bilinu 1500-2000 að fylla.
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 8. Jul 2013 22:38
by gosi
Æj ég var að spá. Þeir sem eru með svona kúta, hvað eru þið með?
2.5kg eða 5kg? Erfitt að spá í þessu þegar maður veit ekki hæðina á kútinum
ásamt þrýstijafnaranum.
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 9. Jul 2013 10:11
by gm-
gosi wrote:Æj ég var að spá. Þeir sem eru með svona kúta, hvað eru þið með?
2.5kg eða 5kg? Erfitt að spá í þessu þegar maður veit ekki hæðina á kútinum
ásamt þrýstijafnaranum.
Ég er með 5 punda kút (c.a. 2.5 kg), hann er um 46 cm hár. 10 punda kútur passaði ekki í keezerinn minn og hefði þar með þurft að standa fyrir utan hann, sem ég vildi ekki. Þeir 10 punda kútar sem ég skoðaði voru rúmlega 50 cm.
Re: Brew.is - Pöntun á corny bjórkútum - Deadline: 22. apríl
Posted: 11. Jul 2013 16:44
by helgibelgi
Jæja Hrafnkell
Hvað er að frétta með þessa pöntun? Er planið að panta frá Kegconnection líka?