Page 1 of 1

Mosaic Pale Ale

Posted: 7. Apr 2013 20:38
by Feðgar
Jæja það koma að því að við settum í pale ale.

Við fengum Mosiac humla hjá Hrafnkeli og ákváðum að gera Mosiac Pale

Það verður að segjast að þetta eru sérstakir humlar. Mjög mikill ananas ilmur og jafnvel bragð.

Tví þurrhumluðu annan stampinn með Mosiac og hinn með Amarillo.

Við smökkuðum reyndar bara beint úr primary og það verður spennandi að smakka þegar þeir verða kældir og kolsýrðir. Það er sko nóg að gerast í þessum humlum.

Re: Mosaic Pale Ale

Posted: 7. Apr 2013 20:57
by hrafnkell
Spennandi. Þið voruð líka pínu heppnir að fá mosaic, þeir fóru mikið fljótar en ég gerði ráð fyrir. Það stefnir þó í að ég fái slatta í viðbót eftir nokkrar vikur.

Re: Mosaic Pale Ale

Posted: 7. Apr 2013 21:05
by Feðgar
Við komum með flöskur handa þér við tækifæri. ;)
Þessi er reyndar enn í primary

Þurfum að koma við hjá þér að sækja gerinn. Það væri mjög gott ef það gæti farið saman með því þegar við skutlum bjórnum í keppnina.