Gestrisna
Posted: 6. Apr 2013 20:30
Halló,
Ég heiti Tryggvi og var að enda við að kaupa mér bruggsett frá brew.is (takk hrafnkell!) - BIAB bruggsettið er að keyra í gegn sína fyrstu lögun (Bee Cave - sem fylgdi með). Ég hef ákveðið að kalla bruggsettið (og íbúðina mína þegar brugg er í gangi): Gestrisna þar sem planið er að bjóða alltaf einum vini með í bruggunina (ég á svo marga vini sem hafa sagst vilja byrja að brugga en aldrei látið verða af því). Þá splittast hver lögun á tvo/tvö (þótt ég svolgri bjór þá ræð ég örugglega ekki við tilraunastarfsemina), ég fæ fleiri fjölbreytni í úrvalið mitt, hjálp við bruggferlið, bruggferlið verður skemmtilegra og ég næ að kynna fleirum fyrir heimabruggun (fjölga í hópnum).
Ég hef ákveðið að fyrsta lögunin sem er í gangi núna mun fá nafnið: Aleinn (lesist hvernig sem fólk vill: "eilinn", aleinn eða "ale einn"). Ætli ég verði svo ekki að halda áfram að gefa lögunum nafn út frá því hvar þær eru í röðinni (eitthvað með 2 er þá næst).
Sjáum svo hvað ég get fjölgað í hópnum og hver fjölbreytinin verður í úrvalinu mínu (om nom nom eða öllu heldur slurp slurp).
Ég heiti Tryggvi og var að enda við að kaupa mér bruggsett frá brew.is (takk hrafnkell!) - BIAB bruggsettið er að keyra í gegn sína fyrstu lögun (Bee Cave - sem fylgdi með). Ég hef ákveðið að kalla bruggsettið (og íbúðina mína þegar brugg er í gangi): Gestrisna þar sem planið er að bjóða alltaf einum vini með í bruggunina (ég á svo marga vini sem hafa sagst vilja byrja að brugga en aldrei látið verða af því). Þá splittast hver lögun á tvo/tvö (þótt ég svolgri bjór þá ræð ég örugglega ekki við tilraunastarfsemina), ég fæ fleiri fjölbreytni í úrvalið mitt, hjálp við bruggferlið, bruggferlið verður skemmtilegra og ég næ að kynna fleirum fyrir heimabruggun (fjölga í hópnum).
Ég hef ákveðið að fyrsta lögunin sem er í gangi núna mun fá nafnið: Aleinn (lesist hvernig sem fólk vill: "eilinn", aleinn eða "ale einn"). Ætli ég verði svo ekki að halda áfram að gefa lögunum nafn út frá því hvar þær eru í röðinni (eitthvað með 2 er þá næst).
Sjáum svo hvað ég get fjölgað í hópnum og hver fjölbreytinin verður í úrvalinu mínu (om nom nom eða öllu heldur slurp slurp).