Page 1 of 1

Hef áhuga að koma á keppniskvöldið 13 Apríl.

Posted: 6. Apr 2013 11:11
by iceman4
Góðan dag. Ég hef skrifað Halldór áður og ætlaði þá að koma á mánudags fund í Keflavík Ókt 2012. var þá með 2 teg af bjór sem ég vildi koma með ( Porter og Pale ale) . Varð svo að hætta við vegna vinnu ( Vinn Vaktavinnu). Ég bjó í mörg ár í Ameríku og birjaði að brugga þar 1996. Hef verið að brugga síðan enn stundum tekið pásur á milli. Ég hef ekkert bruggað síðan síðasta haust, enn er með nokrar flöskur mismunandi tegundir og sumar búnar að eiga 1 árs afmæli. Stutt síðan að ég drakk nokrar flöskur og enn er bjórin bragðgóður þó gamal sé. Ég hef áhuga að koma á keppniskvöldið 13 Apríl og væri til í að koma líka í matin og fá að kinnast manskapnum. konan hefur áhuga að koma með mér. Spurning hvort það er í lagi að koma með þessar flöskur sem eftir eru af bjórnum mínum og leifa einhverjum að smakka?

Re: Hef áhuga að koma á keppniskvöldið 13 Apríl.

Posted: 6. Apr 2013 12:36
by hrafnkell
Ég hugsa að það sé í góðu lagi - Það hefur alltaf verið hellingur af heimabruggi á keppniskvöldunum og ég efa að það breytist eitthvað núna.

Ég leyfi þó stjórninni að hafa lokaorð um það :)

Re: Hef áhuga að koma á keppniskvöldið 13 Apríl.

Posted: 6. Apr 2013 20:45
by helgibelgi
Ég myndi að minnsta kosti ekki afþakka sopa! :drunk: