Page 1 of 1

Keppniskvöldið 13. apríl á KEX - sjálf árshátíð Fágunar!

Posted: 3. Apr 2013 22:43
by ulfar
Nú líður að sjálfu keppniskvöldi Fágunar. Hátíðin nú í ár verður stærri en nokkru sinni (m.a. í lítrum talin) og engin spurning að allir félagsmenn og velunnarar ættu að láta sjá sig. Líkt og í fyrr hefst kvöldið á kvöldverði en eins og mánudagsfundagestir vita þá er frábært eldhús á KEX sem hefur unnið ötullega að pörun matar og bjórs. Boðið verður upp á steiktan og gljáðan kalkúnn með sveppum, beikoni go kartöflumús (2500 kr.) en matargestir þurfa að skrá sig sjá skráningarform með leiðbeiningum https://docs.google.com/spreadsheet/vie ... ZVlsY1E6MA.

Dagskrá kvöldins verður einföld, kvöldverður hefst kl 19:00 og boðið verður upp á bjór sem brugghús gefa af tilefninu, kl 20:30 eru allir þeir sem ekki kusu að koma í kvöldverðinn boðnir veldkomnir á staðinn. Vikingur Kristjánsson mun stýra veislunni og skemmta gestum. Dagskrá kvöldins lýkur á því að dómnefnd kynnir niðurstöður keppninnar (fyrr en síðast). Eins og alltaf eru allir félagsmenn og meðlimir á spljallinu boðnir velkomnir, jafnt þeir sem kusu að taka þátt í keppnin sem og aðrir. Frjálst er að mæta með gesti en mikilvægt að vita að þeir sem ekki hafa greitt félagsgjöld þurfa að greiða 1500 kr. aðgangseyri (aðeins reiðufé).

Dagskráin er sem hér segir:
19:00 Kvöldið hefst á því að opnað er fyrir bjórdælurnar. Í kjölfarið verður kvöldverður borin fram. Að þessu sinni Boðið verður upp á steiktan og gljáðan kalkúnn með sveppum, beikoni go kartöflumús á aðeins 2500 kr. Sjá frekari leiðbeiningar á skráningarformi https://docs.google.com/spreadsheet/vie ... ZVlsY1E6MA
20:30 Opið fyrir alla
22:00 Úrslit tilkynnt með pompi og pragt*
23:00 Húsið lokar og gleðin færist annað


* Dómnefndin mun hefja störf mun fyrr en í fyrra og því munu niðurstöður liggja fyrir fyrr og hvað eru mörg fyrr í því?

Re: Keppniskvöldið 13. apríl á KEX - sjálf árshátíð Fágunar!

Posted: 3. Apr 2013 23:01
by Proppe
Þetta verður svakalegt kvöld.
Ég fæ fiðring í lifrina af spenningi.

Re: Keppniskvöldið 13. apríl á KEX - sjálf árshátíð Fágunar!

Posted: 4. Apr 2013 09:25
by bergrisi
Skráður, greiddur og ofurspenntur.

Re: Keppniskvöldið 13. apríl á KEX - sjálf árshátíð Fágunar!

Posted: 5. Apr 2013 11:13
by halldor
Það lítur út fyrir að við verðum með 7 dælur í gangi og allavega 10 mismunandi tegundir af bjór. :skal:

Re: Keppniskvöldið 13. apríl á KEX - sjálf árshátíð Fágunar!

Posted: 5. Apr 2013 11:15
by hrafnkell
Það er verulega efnilegt :)

Re: Keppniskvöldið 13. apríl á KEX - sjálf árshátíð Fágunar!

Posted: 5. Apr 2013 16:34
by halldor
Þá höfum við fengið það staðfest að Víking Stout verður á boðstólnum með matnum, enda smellpassar hann með kalkúninum.
Svo hvíslaði lítill fugl að mér að í boði yrði einnig Pale Ale, IPA, Altbier, Rauchbier, Hveitibjór og hellingur í viðbót.
Endilega skráið ykkur í matinn ef þið hafið ekki gert það nú þegar.

Mæta snemma = meiri tími fyrir frábæran bjór

Re: Keppniskvöldið 13. apríl á KEX - sjálf árshátíð Fágunar!

Posted: 8. Apr 2013 19:34
by bjarkith
Þarf að skrá sig ef maður ætlar ekki í matinn en á kvöldið?

Re: Keppniskvöldið 13. apríl á KEX - sjálf árshátíð Fágunar!

Posted: 8. Apr 2013 21:03
by halldor
bjarkith wrote:Þarf að skrá sig ef maður ætlar ekki í matinn en á kvöldið?
Nei, bara mæta á staðinn.

Re: Keppniskvöldið 13. apríl á KEX - sjálf árshátíð Fágunar!

Posted: 9. Apr 2013 21:17
by bergrisi
Var að skrá og greiða fyrir tvo gesti sem ég tek með mér í matinn. Hlakka til að sjá ykkur alla þarna og veit að þetta verður bara gaman.

Re: Keppniskvöldið 13. apríl á KEX - sjálf árshátíð Fágunar!

Posted: 13. Apr 2013 14:22
by bergrisi
Hvernig er stemmingin fyrir kvöldinu?
Ég allavega mjög spenntur.

Re: Keppniskvöldið 13. apríl á KEX - sjálf árshátíð Fágunar!

Posted: 13. Apr 2013 14:27
by Classic
Maður er búin að vera með lifrarkláða eins og skólastrákur alla vikuna. Þetta verður eitthvað :sing:

Re: Keppniskvöldið 13. apríl á KEX - sjálf árshátíð Fágunar!

Posted: 14. Apr 2013 13:47
by bergrisi
Takk kærlega fyrir frábært kvöld. Góðir bjórar og góður félagsskapur . Nú getur maður farið að telja niður í næstu árshátíð.

Re: Keppniskvöldið 13. apríl á KEX - sjálf árshátíð Fágunar!

Posted: 14. Apr 2013 14:01
by sigurdur
Takk æðislega fyrir mig, þetta var algjört snilldarkvöld.

Re: Keppniskvöldið 13. apríl á KEX - sjálf árshátíð Fágunar!

Posted: 15. Apr 2013 13:56
by Oli
Við Ísfirðingar þökkum fyrir okkur.
Vil óska stjórninni og öðrum skipuleggjendum til hamingju, það var frábærlega vel að þessu staðið.

Re: Keppniskvöldið 13. apríl á KEX - sjálf árshátíð Fágunar!

Posted: 16. Apr 2013 10:53
by Feðgar
Takk kærlega fyrir okkur.

Vel að þessu staðið og dómarahópurinn hrikalega flottur.

:beer: