Page 1 of 1

Enska Sjentilmennið - ESB

Posted: 28. Mar 2013 10:07
by Plammi
Sælir
Vígði nýju BIAB græjurnar frá brew.is í gær og gékk allt eins og í sögu. Er miklu hrifnari af þessu setupi heldur en hin 2 sem ég hef prófað (stór pottur á eldavelahellu og svo Meskiker+suðutunna).
Græjur:
30L plasttunna með hraðsuðu-elementum
meskipoki
Kælispírall

Uppskrift: tekin af homebrewtalk, Common Room Ale
Byrjað með 25L af vatni fyrir meskingu, 4 lítrar hurfu með korninu. Toppað aftur upp í 25L fyrir suðu.
4,75 kg Pale Malt 2-row (Weyermann) (5,9 EBC) Grain 1 90,1 %
0,37 kg Caramunich II (Weyermann) (89,6 EBC) Grain 2 7,0 %
0,15 kg Caraaroma (Weyermann) (350,7 EBC) Grain 3 2,8 %
40,00 g Goldings, East Kent [6,20 %] - First Wort 60,0 min Hop 4 31,2 IBUs
7,00 g Fuggles [4,70 %] - Boil 20,0 min Hop 5 2,3 IBUs
7,00 g Goldings, East Kent [6,20 %] - Boil 20,0 min Hop 6 3,0 IBUs
7,00 g Fuggles [4,70 %] - Boil 0,0 min Hop 7 0,0 IBUs
7,00 g Goldings, East Kent [6,20 %] - Boil 0,0 min Hop 8 0,0 IBUs
1,0 pkg London ESB Ale (Wyeast Labs #1968) [124,21 ml]

Framkvæmd:
Mesking 60min við 67-65°C. Droppaði niður um 2° vegna smá bras við að einangra. Vafði 2 handklæðum um fötuna og klæddi hana svo í lopapeysu, fattaði svo að það væri líklegast betra að loka loftlásargatinu því hitin var allur að sleppa þar út.
Mash out, 75° í 10mín.
Suða í 60mín
Náði svo að kæla niður í 25° á sirka 15min með nýja flotta kælispíralnum :)
Endaði með 19L í með OG-1057

Lokaútgáfa af miða:
Image

Re: Enska Sjentilmennið - ESB

Posted: 28. Mar 2013 11:22
by hrafnkell
Þessi lúkkar vel, ætti að koma vel út :)

Re: Enska Sjentilmennið - ESB

Posted: 27. Apr 2013 20:59
by Plammi
Jæja, þessi búinn að vera 2 vikur á flösku og ætlar að koma svona þrusuvel út. Frábær sætur maltkeimur í nefi og passleg beiskja til að vega á móti sætu í bragði. Maltbjór í þokkalegu jafnvægi. Minnir mig mikið á Víking Jóla Bock.
Mun alveg pottþétt brugga þennann aftur, líklegast með þurrgeri (s-04) til samanburðar.

Image

Re: Enska Sjentilmennið - ESB

Posted: 27. Apr 2013 21:16
by rdavidsson
[quote="Plammi"]Jæja, þessi búinn að vera 2 vikur á flösku og ætlar að koma svona þrusuvel út. Frábær sætur maltkeimur í nefi og passleg beiskja til að vega á móti sætu í bragði. Maltbjór í þokkalegu jafnvægi. Minnir mig mikið á Víking Jóla Bock.
Mun alveg pottþétt brugga þennann aftur, líklegast með þurrgeri (s-04) til samanburðar.

Ég er sammála síðasta ræðumanni, fékk eina flösku af þessum og hann er mjög góður :) Þetta er klárlega næsti ESB hjá mér.