pælingar og plön

Spjall um mjaðargerð og allt henni tengt.
Post Reply
QTab
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

pælingar og plön

Post by QTab »

Sú hugmynd hefur verið að hringla í kollinum á mér í nokkurn tíma að prófa að leggja í mjöð og þegar ég rambaði fyrir tilviljun á að Wyeast eru með ekki minna en 2 tegundir af spes mjaðargeri, þá var sú ákvörðun tekin að stefna á skemmtilegheit næst þegar verður pöntun, þá er það spurning um uppskrift, mitt plan hafði verið að gera littla lögun (5L) en þar sem þessir Wyeast pakkar eru yfirleitt passlegir í 20L er ég jafnvel að hugsa um að fleygja í 3-4 littlar uppskriftir.

nr.1
4L epplasafi
1kg hunang
lúka af rúsínum

nr.2
sama og nr.1 nema eikað

nr. 3
1kg jarðaber
1kg hunang
lúka af rúsínum
vatn uppí 5L

nr. 4
1kg hunang
lúka af rúsínum
Kannski appalsínusafi nema eitthvað ennþá undarlegra droppi inní kollinn á mér.

Allt basicly sama uppskriftin í raun en langaði að sjá hvernig mismunandi ávextir kæmu út (og prófa eikun)

Ráðleggingar og athugasemdir velkomnar, sérstaklega ef ég er að plana einhverja algjöra vitleysu
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: pælingar og plön

Post by Idle »

Allt fínar og góðar hugmyndir, nema þetta með appelsínusafann. Rúsínurnar eru líka mjög góðar sem svolítil næring fyrir gerið.

Að gerja appelsínusafa er víst ekki mjög góð hugmynd. Rámar í að hafa lesið eitthvað um ælulykt- og bragð af slíkum tilraunum. Ef það var þá svo fínt orðað, á annað borð. ;)

Ég myndi jafnvel prófa bara nokkuð dæmigerða mjaðaruppskrift: 1 hluti hunangs á móti hverjum 4 af vatni, og krumla af rúsínum með. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: pælingar og plön

Post by Proppe »

Ég var að hugsa um að gera svipað.
Laga beisik mjöð í primary, og splitta í tvo litla carboya í secondary.
Hafa annan bara plein, og hinn með sítrónuberki, vanillu og sítrónutimian.

Þetta plan fékk bremsuna þegar ég braut stóra carboyinn í uppþvottaslysi.
Kjartan
Villigerill
Posts: 14
Joined: 19. Mar 2012 09:42

Re: pælingar og plön

Post by Kjartan »

Ég pantaði Sweet Mead (4184) frá wyeast núna í síðustu hóppöntun, ætla að skella í þessa uppskrift: http://www.homebrewtalk.com/f80/cherry- ... ad-245547/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: pælingar og plön

Post by hrafnkell »

Tek undir með Sigurði Idle, það er hægt að finna margar ástæður af hverju appelsínusafi er ekki sniðugur :)

Ég tók einmitt einhverja pakka auka af mjaðargeri til að prófa sjálfur. Ekki það að ég hafi nokkurntíman smakkað bragðgóðan mjöð, en það er gaman að prófa svona í litlum skömmtum :)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: pælingar og plön

Post by Idle »

hrafnkell wrote:Tek undir með Sigurði Idle, það er hægt að finna margar ástæður af hverju appelsínusafi er ekki sniðugur :)

Ég tók einmitt einhverja pakka auka af mjaðargeri til að prófa sjálfur. Ekki það að ég hafi nokkurntíman smakkað bragðgóðan mjöð, en það er gaman að prófa svona í litlum skömmtum :)
Ef þú hefur aldrei smakkað bragðgóðan mjöð, þá mæli ég hiklaust með braggot. Það er einskonar samblanda öls og mjaðar (GIYF). Frumraun mín í gerjun var einmitt braggot (fyrir forvitnis sakir), og án efa það besta sem ég hef nokkurn tímann bruggað. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: pælingar og plön

Post by hrafnkell »

Idle wrote: Ef þú hefur aldrei smakkað bragðgóðan mjöð, þá mæli ég hiklaust með braggot. Það er einskonar samblanda öls og mjaðar (GIYF). Frumraun mín í gerjun var einmitt braggot (fyrir forvitnis sakir), og án efa það besta sem ég hef nokkurn tímann bruggað. :)
Rétt að taka það fram að ég hef svosem ekki smakkað hann margan þannig að ég er 100% opinn fyrir þessu :)
QTab
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

Re: pælingar og plön

Post by QTab »

/me crosses orange juice of the list of candidates :oops:
Post Reply