Page 1 of 1

jóhannes

Posted: 12. Aug 2009 22:23
by vínger
sælt veri fólkið, maður veit náturulega ekkert hvernig maður á að kinna sig hérna :!:
en jæja ég er nú aðallega að brugga vín og cíder, notast ég þá við gér sem varð bara til úr einu brugginu útaf eplum,, semsagt einhverskonar villigerill. lang skemtilegast finnst mér að prófa mig bara eitthvað áfram í staðin að fylgja einhverri 1:nni formúlu,

Ég er núna með Cíder(epla), Rabarbaravín og Krækiberjavín í gerjun er svo að fara á næstu dögum að fara að tína í Bláberjavín
Langar helv.. míkið að gera fíflavín en er ekki allveg að trúa að það væri að gera sig :roll:
En jæja ég hef nú ekkert meira að segja í bili nema það er frábært að það sé komin svona íslenskur vefur um alsherjar Gerjun :skal:

Re: jóhannes

Posted: 12. Aug 2009 22:57
by Hjalti
Velkominn!

Mér fynnst geggjað að þú notir þitt egið heimagerjaða ger :)

Endilega leyfðu okkur að fylgjast með aðferðum og svona svo við vitum hvernig þú vinnur þetta allt!

Kv. Hjalti

Re: jóhannes

Posted: 13. Aug 2009 15:16
by Andri
Er fíflavín ekki búið til úr fíflahausunum? Ég hef bara smakkað fíflamjólkina þegar ég var lítill og hún var ógeðsleg vægast sagt. Held að fíflahausarnir séu eitthvað öðruvísi.

Re: jóhannes

Posted: 13. Aug 2009 17:30
by Eyvindur
Í fíflavín eru bara notuð gulu blöðin, ekkert annað.

Re: jóhannes

Posted: 13. Aug 2009 20:50
by vínger
jú jú í fíflavíni eru bara notaðir hausarnir svo er sett fyllingu í vínið hef ég heyrt og þá eru það aðallega appelsínur og sítrónur jafnvel slatti af bönunum sem er notað til að gefa þessu víni smá extra fútt, en ég hef nú smakkað Fíflahausana og þykkir mér þeir heldur bragðlitlir.
Hefur einhver hérna smakkað svona vín eða gert?? hver ætlli útkoman sé og ætli að það sé betra að notast við hunang eða eitthvert annað sætuefni??

Re: jóhannes

Posted: 13. Aug 2009 20:52
by Eyvindur
Árni hefur gert það. Gott ef það er ekki þráður um það hérna einhversstaðar, man ekki svo gjörla...

Re: jóhannes

Posted: 18. Aug 2009 10:07
by nIceguy
Velkominn