Page 1 of 1
Botnfall
Posted: 23. Mar 2013 02:17
by bergrisi
Fyrir þá sem vilja losna við botnfallið þá er hér sniðug en mjög dýr lausn.
http://sedexbrewing.com/index.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Botnfall
Posted: 23. Mar 2013 16:14
by bjarnifreyr
Kynnti mér þetta um daginn og ætlaði aldeilis að láta mér blæða fyrir þetta, en það er skrúfgangur á þessu. Drekk engan bjór með twist-cap systemi. Þannig að það er spurning hvort að þetta sé "sniðugt" fyrir okkur Íslendingana.
Hinsvegar er hugmyndin einföld og gullfalleg

langar í svona..
Re: Botnfall
Posted: 23. Mar 2013 16:49
by einarornth
Mér finnst þetta óttarlegt pjatt. Ef einhver vill ekki drekka bjór frá mér vegna botnfalls, þá er bara meira eftir fyrir mig.

Re: Botnfall
Posted: 23. Mar 2013 21:07
by bjarnifreyr
Já klárlega

En þegar að menn eru með fullkomnunar áráttu leiðast þeir oft í svona smáatriði. Þetta skiptir mig engu máli lengur og mun ég stoltur hella botnfallinu í glasið mitt

Re: Botnfall
Posted: 23. Mar 2013 21:12
by hrafnkell
bjarnifreyr wrote:Já klárlega

En þegar að menn eru með fullkomnunar áráttu leiðast þeir oft í svona smáatriði. Þetta skiptir mig engu máli lengur og mun ég stoltur hella botnfallinu í glasið mitt

Þá er það bara að fara að kegga bjórinn og fá sér beergun eða counterpressure filler. Þetta er algjört húmbúkk imho.
Re: Botnfall
Posted: 23. Mar 2013 23:37
by bergrisi
Enda setti ég þetta bara inn til gamans. Var mikið að spá í þessu þegar ég byrjaði en botnfallið skiptir engu máli í dag. Sýnir bara að maður er með lifandi hlut og gerið búið að gera sitt.
Re: Botnfall
Posted: 24. Mar 2013 10:49
by hrafnkell
Já botnfallið er líklega það sem allir nýjir bruggarar spyrja mig út í... Fólki finnst þetta eitthvað leiðinlegt í byrjun en fattar svo að þetta skiptir engu máli.
Re: Botnfall
Posted: 24. Mar 2013 11:45
by bjarnifreyr
Ég og kollegi minn í þessu öllu saman stefnum á að kegga fljótlega. Erum með Hoppy IPA og PA eru að fermast núna plús fyrsta bjórinn okkar á flöskum núna

Það fer að koma að því að við smíðum kegerator, en okkur vantar búnaðinn. Þ.e.a.s. keggana. Vorum með í pöntuninni sem var hér á fágun, að mig minnir. Hann sá um að panta svo að ég veit ekki hver staðan er akkúrat núna
EN.. bara spennandi tímar framundan. Næsti bjór verdur RIS. Erum að ganga frá 12° aðstöðu núna svo að hann fái að hafa það notalegt í nokkra mánuði á flöskum.
Re: Botnfall
Posted: 24. Mar 2013 13:58
by helgibelgi
Var einmitt að uppgötva þetta dæmi um daginn (í gegnum CraigTube). Vissi samt ekki að þetta væri bara fyrir skrúf-toppa. Það sökkar :/
Sýnist samt að þetta sé fjölnota, svo þetta er kannski ekki svo dýrt ef maður spáir í það þannig.
Re: Botnfall
Posted: 25. Mar 2013 08:42
by bjarnifreyr
helgibelgi wrote:Var einmitt að uppgötva þetta dæmi um daginn (í gegnum CraigTube). Vissi samt ekki að þetta væri bara fyrir skrúf-toppa. Það sökkar :/
Sýnist samt að þetta sé fjölnota, svo þetta er kannski ekki svo dýrt ef maður spáir í það þannig.
15 tappar - 37.50 AUD = 4,826.25 ISK
30 tappar - 72.50 AUD = 9,330.76 ISK
150 tappar - 375.00 AUD = 48,262.55 ISK
Þetta er kannski ekkert svakalegt fyrr en þú ert kominn upp í 150 tappa. Ég reiknaði reyndar ekki sendingarkostnaðinn inn í þetta. Hlítur að kosta handlegg að senda þetta frá Ástralíu.
Þetta er dautt fyrir mér
Re: Botnfall
Posted: 25. Mar 2013 08:59
by hrafnkell
bjarnifreyr wrote:15 tappar - 37.50 AUD = 4,826.25 ISK
30 tappar - 72.50 AUD = 9,330.76 ISK
150 tappar - 375.00 AUD = 48,262.55 ISK
haha þetta er algjör sturlun

Eru vsk og vörugjöld í þessum verðum?
Re: Botnfall
Posted: 25. Mar 2013 09:18
by bjarnifreyr
hrafnkell wrote:bjarnifreyr wrote:15 tappar - 37.50 AUD = 4,826.25 ISK
30 tappar - 72.50 AUD = 9,330.76 ISK
150 tappar - 375.00 AUD = 48,262.55 ISK
haha þetta er algjör sturlun

Eru vsk og vörugjöld í þessum verðum?
Ég vildi að ég gæti sagt að svo væri, en nei

Þetta er hrikaleg fjárfesting. Höldum okkur við fallega lituðu tappana þína

Re: Botnfall
Posted: 25. Mar 2013 11:18
by hrafnkell
Æðislegt... Þá er maður að nálgast 100k fyrir 150 tappa...

Re: Botnfall
Posted: 25. Mar 2013 13:31
by helgibelgi
Já sæll!! Myndi nú ekki eyða 50þús+ í þetta dæmi sko. Fyndist allt í lagi 5þús kall einu sinni þó þetta sé nú alger óþarfi þannig lagað.