Page 1 of 1

Botnfall

Posted: 23. Mar 2013 02:17
by bergrisi
Fyrir þá sem vilja losna við botnfallið þá er hér sniðug en mjög dýr lausn.

http://sedexbrewing.com/index.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Botnfall

Posted: 23. Mar 2013 16:14
by bjarnifreyr
Kynnti mér þetta um daginn og ætlaði aldeilis að láta mér blæða fyrir þetta, en það er skrúfgangur á þessu. Drekk engan bjór með twist-cap systemi. Þannig að það er spurning hvort að þetta sé "sniðugt" fyrir okkur Íslendingana.

Hinsvegar er hugmyndin einföld og gullfalleg :D langar í svona..

Re: Botnfall

Posted: 23. Mar 2013 16:49
by einarornth
Mér finnst þetta óttarlegt pjatt. Ef einhver vill ekki drekka bjór frá mér vegna botnfalls, þá er bara meira eftir fyrir mig. :skal:

Re: Botnfall

Posted: 23. Mar 2013 21:07
by bjarnifreyr
Já klárlega :D En þegar að menn eru með fullkomnunar áráttu leiðast þeir oft í svona smáatriði. Þetta skiptir mig engu máli lengur og mun ég stoltur hella botnfallinu í glasið mitt :D

Re: Botnfall

Posted: 23. Mar 2013 21:12
by hrafnkell
bjarnifreyr wrote:Já klárlega :D En þegar að menn eru með fullkomnunar áráttu leiðast þeir oft í svona smáatriði. Þetta skiptir mig engu máli lengur og mun ég stoltur hella botnfallinu í glasið mitt :D
Þá er það bara að fara að kegga bjórinn og fá sér beergun eða counterpressure filler. Þetta er algjört húmbúkk imho.

Re: Botnfall

Posted: 23. Mar 2013 23:37
by bergrisi
Enda setti ég þetta bara inn til gamans. Var mikið að spá í þessu þegar ég byrjaði en botnfallið skiptir engu máli í dag. Sýnir bara að maður er með lifandi hlut og gerið búið að gera sitt.

Re: Botnfall

Posted: 24. Mar 2013 10:49
by hrafnkell
Já botnfallið er líklega það sem allir nýjir bruggarar spyrja mig út í... Fólki finnst þetta eitthvað leiðinlegt í byrjun en fattar svo að þetta skiptir engu máli.

Re: Botnfall

Posted: 24. Mar 2013 11:45
by bjarnifreyr
Ég og kollegi minn í þessu öllu saman stefnum á að kegga fljótlega. Erum með Hoppy IPA og PA eru að fermast núna plús fyrsta bjórinn okkar á flöskum núna :) Það fer að koma að því að við smíðum kegerator, en okkur vantar búnaðinn. Þ.e.a.s. keggana. Vorum með í pöntuninni sem var hér á fágun, að mig minnir. Hann sá um að panta svo að ég veit ekki hver staðan er akkúrat núna :)

EN.. bara spennandi tímar framundan. Næsti bjór verdur RIS. Erum að ganga frá 12° aðstöðu núna svo að hann fái að hafa það notalegt í nokkra mánuði á flöskum.

Re: Botnfall

Posted: 24. Mar 2013 13:58
by helgibelgi
Var einmitt að uppgötva þetta dæmi um daginn (í gegnum CraigTube). Vissi samt ekki að þetta væri bara fyrir skrúf-toppa. Það sökkar :/

Sýnist samt að þetta sé fjölnota, svo þetta er kannski ekki svo dýrt ef maður spáir í það þannig.

Re: Botnfall

Posted: 25. Mar 2013 08:42
by bjarnifreyr
helgibelgi wrote:Var einmitt að uppgötva þetta dæmi um daginn (í gegnum CraigTube). Vissi samt ekki að þetta væri bara fyrir skrúf-toppa. Það sökkar :/

Sýnist samt að þetta sé fjölnota, svo þetta er kannski ekki svo dýrt ef maður spáir í það þannig.

15 tappar - 37.50 AUD = 4,826.25 ISK
30 tappar - 72.50 AUD = 9,330.76 ISK
150 tappar - 375.00 AUD = 48,262.55 ISK

Þetta er kannski ekkert svakalegt fyrr en þú ert kominn upp í 150 tappa. Ég reiknaði reyndar ekki sendingarkostnaðinn inn í þetta. Hlítur að kosta handlegg að senda þetta frá Ástralíu.

Þetta er dautt fyrir mér

Re: Botnfall

Posted: 25. Mar 2013 08:59
by hrafnkell
bjarnifreyr wrote:15 tappar - 37.50 AUD = 4,826.25 ISK
30 tappar - 72.50 AUD = 9,330.76 ISK
150 tappar - 375.00 AUD = 48,262.55 ISK
haha þetta er algjör sturlun :D Eru vsk og vörugjöld í þessum verðum?

Re: Botnfall

Posted: 25. Mar 2013 09:18
by bjarnifreyr
hrafnkell wrote:
bjarnifreyr wrote:15 tappar - 37.50 AUD = 4,826.25 ISK
30 tappar - 72.50 AUD = 9,330.76 ISK
150 tappar - 375.00 AUD = 48,262.55 ISK
haha þetta er algjör sturlun :D Eru vsk og vörugjöld í þessum verðum?

Ég vildi að ég gæti sagt að svo væri, en nei :P Þetta er hrikaleg fjárfesting. Höldum okkur við fallega lituðu tappana þína ;)

Re: Botnfall

Posted: 25. Mar 2013 11:18
by hrafnkell
Æðislegt... Þá er maður að nálgast 100k fyrir 150 tappa... :)

Re: Botnfall

Posted: 25. Mar 2013 13:31
by helgibelgi
Já sæll!! Myndi nú ekki eyða 50þús+ í þetta dæmi sko. Fyndist allt í lagi 5þús kall einu sinni þó þetta sé nú alger óþarfi þannig lagað.