Hveitivín
Posted: 18. Mar 2013 13:34
Hveitivín - pilot
Var að glugga í gamalt eintak af Zymurgy þar sem var grein um hveitivín sem er stíll sem ég hafði ekki áður heyrt um. Svipað og barleywine nema með um 60% hveitimalti. Ákvað að prófa 5L prufubrugg sl. laugardag.
Mesking:
1,75 kg Hveitimalt
0,75 kg Pale malt
100 gr CMII
Meskjað við því sem næst 66° en ég er enn að læra að meskja í potti á eldavél svo þetta hélst nú ekki stöðugt. Endaði á að meskja í um 2 tíma og fékk "ekki nema" 1.069 í PBG en var að vonast eftir 1.080. Reyndar í veseni með Beersmith og vatnsmagn. Kem ekki því vatnsmagni sem Beersmith áætlar í pottinn minn. Hefði því haldið að ég ætti að vera að fá meira sykurmagn í virtinn en áætlað er þar sem ég er með minna vatn.
Suða:
15g Northern Brewer í first wort hopping
10g Cascade í 15 mín
5g Cascade í 5 mín
Sauð úti á svölum með lausa hellu sem er nú ekki sú kraftmesta. Náði þó í 1.096 í OG (est 1.106) en líkast til bara um 4 L af virti. Gerjað með 75ml af nýuppteknu WY1968 slurry. Þetta slurry fer nú fljótlega að fá hvíldina - 1 bjór eftir. Hafði vit á blowoff tube og afskaplega hressileg gerjun og flott kreusen.
Var að glugga í gamalt eintak af Zymurgy þar sem var grein um hveitivín sem er stíll sem ég hafði ekki áður heyrt um. Svipað og barleywine nema með um 60% hveitimalti. Ákvað að prófa 5L prufubrugg sl. laugardag.
Mesking:
1,75 kg Hveitimalt
0,75 kg Pale malt
100 gr CMII
Meskjað við því sem næst 66° en ég er enn að læra að meskja í potti á eldavél svo þetta hélst nú ekki stöðugt. Endaði á að meskja í um 2 tíma og fékk "ekki nema" 1.069 í PBG en var að vonast eftir 1.080. Reyndar í veseni með Beersmith og vatnsmagn. Kem ekki því vatnsmagni sem Beersmith áætlar í pottinn minn. Hefði því haldið að ég ætti að vera að fá meira sykurmagn í virtinn en áætlað er þar sem ég er með minna vatn.
Suða:
15g Northern Brewer í first wort hopping
10g Cascade í 15 mín
5g Cascade í 5 mín
Sauð úti á svölum með lausa hellu sem er nú ekki sú kraftmesta. Náði þó í 1.096 í OG (est 1.106) en líkast til bara um 4 L af virti. Gerjað með 75ml af nýuppteknu WY1968 slurry. Þetta slurry fer nú fljótlega að fá hvíldina - 1 bjór eftir. Hafði vit á blowoff tube og afskaplega hressileg gerjun og flott kreusen.