Page 1 of 1

Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 17. Mar 2013 22:45
by ulfar
Kæru félagar

Forskrá þarf alla bjóra til keppni. Það er gert með því að fylla út eftirfarandi form einu sinni fyrir hvern bjór.

https://docs.google.com/spreadsheet/vie ... c6MA#gid=0" onclick="window.open(this.href);return false;

Þar sem framboð á dómurum er takmarkað á Íslandi getur þurft að grípa til takmarkana á bjórum í keppninni og eru þá bjórar takmarkaðir í samræmi við valreglur sem lýst er í forminu.

Skráningarfrestur (ekki skilafrestur) er 6. apríl og það er gott, vegna valreglna, að skrá bjóra inn sem fyrst.
Síðasti skiladagur er fimmtudaginn 11. apríl (fyrir kl 22:00).
Afhendingarstaðir eru
- Úlfar Linnet, Fögrukinn - 220 Hafnarfirði (6996791)
- Halldór, Álftamýri 38 - 105 Reykjavík (8583804)
- Óttar Örn, Vallengi 3 - 112 Reykjavík (8564208)

Merkja þarf flöskur með miðum sem búnir eru til með því að opna viðhengi við þessa færslu, skrá inn upplýsingar og prenta.

Þann 1. apríl var búið að skrá fleiri bjórar til keppni en í fyrra. Reynt verður að koma öllum bjórum í keppnina en því er ekki hægt að lofa. Allir fyrstu vals bjórar eru tryggir. Komi til þess að einhver skili inn bjór sem ekki kemst í keppnina verður bjórnum skilað aftur á keppniskvöldi.

Keppniskvöldið verður 13. apríl. Þar koma saman félagsmenn og velunnarar og skemmta sér saman - óháð því hvort þeir taki þátt í keppninni eða ekki. Frekari upplýsingar um kvöldið munum koma á spjallið innan tíðar.

kv. Úlfar

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 18. Mar 2013 18:18
by ulfar
Mjög góð viðbrögð við skráningunni...14 bjórar komnir á fyrstu 20 tímunum!

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 18. Mar 2013 18:20
by viddi
Er ekki rétt skilið skv. skráningarsíðu að það þurfi "aðeins" 4 33cl flöskur en ekki 6?

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 18. Mar 2013 19:45
by gunnarolis
Ég skil það þannig.

4x330ml eða stærri, 6x250ml.

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 18. Mar 2013 21:23
by halldor
Jú rétt skilið Viddi.
Lágmarksmagn er 4 stk af minnst 330 ml flöskum
Ef minni flöskum er skilað þarf 6 stk.

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 1. Apr 2013 22:00
by ulfar
Sjá uppfærþar uppl. í fyrsta innleggi. M.a. miðana fyir 2013 og skilaleiðbeiningar.

kv. Úlfar

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 1. Apr 2013 23:10
by bergrisi
Er enn að velta því fyrir mér hvort ég eigi að senda inn. Er ekki með neinn bjór sem mér finnst framúrskarandi þó svo mikið sé til. Er með öfga IPA bjór sem þarf næstum því hnífapör á. Hann gæti skaðað bragðlauka dómenda. Svo eru nokkrir "ruddar", sterkir sparibjórar.

En hvort sem ég sendi inn bjór eða ekki þá mun ég ekki láta mig vanta þetta kvöld. Hlakka mikið til.

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 2. Apr 2013 09:21
by hrafnkell
Eru laus pláss í keppnina? Ég var að kegga einn fínan IPA um helgina sem ég gæti alveg hugsað mér að setja í keppnina..

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 2. Apr 2013 16:29
by halldor
hrafnkell wrote:Eru laus pláss í keppnina? Ég var að kegga einn fínan IPA um helgina sem ég gæti alveg hugsað mér að setja í keppnina..
Sendu endilega inn skráninguna. Fyrsta val félagsmanna mun allavega komast inn. Við reynum að koma eins mörgum bjórum inn og dómnefndin treystir sér í.

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 3. Apr 2013 18:26
by bergrisi
Búinn að skrá. Maður verður að vera með bjór í keppninni bara svo úrslitakvöldið verði meira spennandi.
Hlakka óendanlega til að eyða kvöldstund með skemmtilegum félögum.

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 8. Apr 2013 09:39
by halldor
Jæja, þá hefur verið lokað fyrir skráningar á bjórum í keppnina. Þátttakan í ár var mun meiri en í fyrra, sem gerir það að verkum að færri bjórar komast að en voru skráðir.
Hins vegar hefur dómnefndin samþykkt að taka inn fleiri bjóra í ár en í fyrra. Þetta var því skorið niður þannig að fullgildir meðlimir fá inn fyrsta og annað val, en þeir sem ekki eru fullgildir meðlimir fá inn sitt fyrsta val. Þriðja og fjórða val dettur því út í öllum tilfellum og annað, þriðja og fjórða val dettur út hjá non-members.

Við munum senda staðfestingu í pósti á þá sem komu sínum bjórum inn, ásamt greiðsluupplýsingum (þar sem við á) og upplýsingum um afhendingarstaði. Svo hvetjum við að sjálfsögðu alla til að láta sjá sig á keppniskvöldinu, laugardaginn 13. apríl og endilega skrá sig í matinn til að byrja kvöldið snemma :)

F.h. Stjórnar,
Halldór Ægir

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 9. Apr 2013 16:30
by halldor
Að gefnu tilefni viljum við benda þátttakendum á að það þarf að fylla út skjalið í upphaflega póstinum í þessum þræði, prenta það út ásamt merkimiðunum fyrir bjórana (allt saman í zip skjali). Svo þarf að merkja 4 bjóra með þessum miðum og skila A4 blaðinu (með nánari upplýsingum um bjórinn) með bjórnum.

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 11. Apr 2013 22:07
by hrafnkell
Ég gubbaði pínu upp í mig af spenningi þegar ég skilaði inn keppnisbjórnum mínum í kvöld... Eru ekki allir búnir að skila? Hvernig er þáttakan? Hvað margir?

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 11. Apr 2013 23:31
by Proppe
Ég skellti rúgölinu mínu í hringinn.
Sjáum hvernig gengur.

Það var allavega myndarleg stæða af öli heima hjá Halldóri, þegar ég loksins skilaði af mér.

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 12. Apr 2013 10:38
by ingmkja
Það er ekki laust við að það sé komin spenningur í mann. Það væri gaman að vita fjölda bjóra sem skiluðu sér inn í keppnina.

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 12. Apr 2013 12:18
by Dabby
Sammála síðasta ræðumanni..
Það væri gaman að fá að vita hversu margir bjórar skiluðu sér inn og hvernig þeir skiptast á milli flokka.

Svona til að auka enn á spenninginn fyrir morgundeginum.

Re: Skráning í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2013

Posted: 12. Apr 2013 18:10
by halldor
*trommusláttur

47 bjórar skráðir til leiks
15 sprenglærðir dómarar eru í þessum töluðu orðum að dæma um það hvaða 6 bjórar úr hverjum flokki fyrir sig komast áfram.

Skiptingin á milli flokka er eftirfarandi:
14 x IPA
17 x Undir 6%
16 x Yfir 6%

Í öðrum fréttum er það að á morgun munum við hafa á boðstólnum DIPA, Stout, reyktan bjór, Altbier, Hveitibjór, Pale Ale, Dubbel, Oktoberfestbjór og California Common. Samtals 400 lítrar á 7 dælum. :skal:

f.h. stjórnar
Halldór