Tilraunir á víngerð

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
ZoZorro
Villigerill
Posts: 2
Joined: 5. Mar 2013 16:04

Tilraunir á víngerð

Post by ZoZorro »

Sæl öll

Ég hef verið að pæla svolítið í víngerð undanfarna mánuði og er byrjaður að fikta mig eitthvað áfram í henni. Ég er búinn að sjá slatta af uppskriftum á netinu og ákvað að byrja á einhverju einföldu, einhverstaðar sá ég uppskrift af eplavíni sem var einfaldlega bara bónus eplasafi og sykur. Ég vissi hinsvegar ekki hvernig hlutföllin ættu að vera þannig að ég ákvað að byrja á litlum skala til þess að finna út hvað gæfi best af sér.
Ég prófaði sem sagt sex mismunandi hluti:
1 líter eplasafi + 300g sykur + vínger
1 líter eplasafi + 400g sykur + vínger
1 líter eplasafi + 500g sykur + vínger
1 líter eplasafi + 300g sykur + Turboger
1 líter eplasafi + 400g sykur + Turboger
1 líter eplasafi + 500g sykur + Turboger

Þetta er búið að gerjast í sirka þrjár vikur og það er mikill litarmunur á víngerinu og turbogerinu, turbogerið virðist vera mun gruggugra. Ég svo sem bjóst ekkert við því að turbogerið væri gott í víngerð en mig langaði bara til þess að prófa það.
Núna er bara spurning hvað ég ætti að gera næst eða þegar þetta er orðið fullgerjað, væri best að setja þetta á flöskur og geyma í mánuð?

Einnig datt mér í hug að gera jarðaberjavín, ég notaði fjórar niðursuðudósir með jarðaberjum og sauð það í smá tíma og bætti við 900g af sykri. Verður áhugavert að sjá hvernig það endar.

Ég veit ekkkert mikið hvað ég er að gera, er bara að prófa mig eitthvað áfram. Það væri gaman að fá einhver góð ráð frá reyndum bruggurum.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tilraunir á víngerð

Post by hrafnkell »

Þegar ég gerði eplavín þá notaði ég 11 lítra af safa og 600gr af sykri. Það kom vel út. Ég hugsa að þú hafir verið að gera einhverskonar eplasnafs frekar en vín :)

Mældirðu gravity á þessu hjá þér?
ZoZorro
Villigerill
Posts: 2
Joined: 5. Mar 2013 16:04

Re: Tilraunir á víngerð

Post by ZoZorro »

Já þú meinar, þannig að ég er að nota kannski alltof mikið af sykri :P
Væri svo sem ekkert hræðilegt að fá eplasnafs :)
Hvað gerist samt þegar það er of mikill sykur? Áfengismagnið ætti bara að fara uppí eitthvað ákveðið prósent því að gerið þolir ekki nema kannski 15%.

Heyrðu nei ég á ekki þannig mæli, þyrfti að fjárfesta í einum þannig. Hvað helduru að sé gáfulegt að hafa gravity í við svona víngerð?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tilraunir á víngerð

Post by hrafnkell »

Fer allt eftir því hvað þú ert að gera - en venjulega vill maður að megnið af sykrinum komi úr ávextinum og hvíti sykurinn sé svo bara til að rúnna vínið aðeins út.
Post Reply