Page 1 of 1

Þrif á bjórglösum

Posted: 9. Mar 2013 17:44
by gr33n
Ég lenti í því að það komst uppþvottalögur í nokkur bjórglös hjá mér.
Ég er svoddan "snobber" á þessu að ég vill ekkert svoleiðis í glösin hjá mér.

Hvað er best að nota til að taka alla húðina úr glösunum.
Ætli klórsódi virki vel ásamt náttúrulega góðri skolun eftirá (klórsótinn skilur ekkert eftir sig er það nokkuð).
Sum glösin eru merkt, ætti ég að hafa áhyggjur á að klórsódinn eyði merkingunum?

Re: Þrif á bjórglösum

Posted: 10. Mar 2013 11:05
by Plammi
Googlaði þetta og fann að gott ráð er að þrífa með Matarsóda (Baking Soda), það ætti að ná sápufilmunni af.
Mjög heitt vatn og grófur svampur ætti líka að fara ansi langt með þetta.

Heimild: http://www.realbeer.com/library/beerbre ... 001012.php" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Þrif á bjórglösum

Posted: 12. May 2013 14:29
by sigurdur
Þegar ég þarf að þrífa glösin mín, þá nota ég voðalega einfalda aðferð.

Þú þarft:
Vatn
Hreinan uppþvottabursta
Salt

Aðferð:
1. Bleyttu glasið að innan og helltu svo vatninu úr.
2. Settu salt í glasið og reyndu að koma því "alls staðar" fyrir. Saltið sest þar sem vatnið er (það er "bjórhreint" þar) en sest ekki þar sem filmuhúð er.
3. Notaðu burstann og nuddaðu vel alls staðar í glasinu með sérstaka áherslu á svæðið þar sem filmuhúðin er.
4. Skolaðu glasið með vatni og farðu í skref 2 aftur. Endurtaktu ef þörf krefur.
5. Settu glasið á hvolf þar sem vökvinn fær að leka út OG loft kemst inn í glasið.
6. Njóttu bjórsins í bjórhreinu glasi :beer:

Re: Þrif á bjórglösum

Posted: 13. May 2013 16:16
by helgibelgi
Ég gerði smá tilraun með salt.

Fyrst þreif ég notað bjórglas með hreinum bursta og heitu vatni. Engin sápa. Stráði síðan salti í glasið. Það festist alls staðar = flott, engin filma!

Síðan þreif ég annað notað bjórglas en notaði sápu, skolaði vel eins og ég geri alltaf. Stráði síðan salti í glasið. Það festist líka alls staðar!

Saltið finnur amk engan mun á því þegar ég nota sápu eða ekki. Ætla þess vegna ekkert að stressa mig yfir því að þvo bjórglös með sápu, amk ef þau eru skoluð vel eftir á :)

Re: Þrif á bjórglösum

Posted: 13. May 2013 18:51
by sigurdur
helgibelgi wrote:Ég gerði smá tilraun með salt.

Fyrst þreif ég notað bjórglas með hreinum bursta og heitu vatni. Engin sápa. Stráði síðan salti í glasið. Það festist alls staðar = flott, engin filma!

Síðan þreif ég annað notað bjórglas en notaði sápu, skolaði vel eins og ég geri alltaf. Stráði síðan salti í glasið. Það festist líka alls staðar!

Saltið finnur amk engan mun á því þegar ég nota sápu eða ekki. Ætla þess vegna ekkert að stressa mig yfir því að þvo bjórglös með sápu, amk ef þau eru skoluð vel eftir á :)
Sápa og sápa er ekki það sama.
Vandamálið er með yfirborðsefnum sem eru í sumum uppþvottalögum og þvottavéladufti.
Ef þú finnur sápu sem virkar, notaðu hana ;)