Page 1 of 1

Nýliði

Posted: 9. Mar 2013 14:58
by Sindri
Góðan dag herrar og dömur

Sindri heitir ég og var að skella í tvær lagnir - Coppers Irish stout og Betterbrew premium lager.

Vildi líka spyrja að tvennu. Á Irish tunnuni er stór blettur á lokinu... er það eh til að hafa áhyggjur af ?
Og ég setti 1kg af sykri í Irishinn en sá svo á síðunni hjá þeim að þeir mæla með 300gr.... verður hann
þá bara áfengari og ætti ég að setja sykur í flöskurnar þegar ég tappa á ?.

kv Sindri

Re: Nýliði

Posted: 9. Mar 2013 17:18
by gm-
Velkominn

Hvað meinaru með blett á lokinu? Er semsagt bjór að flæða í gegnum vatnslásinn? Ef svo er þá ættiru kannski að græja blow off tube (fullt af upplýsingum á netinu hvernig það er gert), allavega ættiru að þrífa upp gumsið og skipta um vökva í vatnslásnum.

1 kg af sykri þýðir að bjórinn verður áfengari já, auk þess sem hann verður frekar þunnur og þurr. Myndi mæla með næst að bæta við þurrkuðu malti (dry malt extract) eða meira sýrópi, gerði nokkra ágæta bjóra úr Coppers kittum þar sem ég sauð saman 2 dósir með smá þurrkuðu malti og sleppti alveg sykrinum.

Það er svo nauðsynlegt að bæta við smá dexterosa áður en þú setur hann á flöskur ef þú villt ekki alveg flatann bjór

Re: Nýliði

Posted: 9. Mar 2013 18:55
by Sindri
Þetta er innaná lokinu. Ég setti 500 DME útí þegar á mallaði þetta.
(ég er ekki búinn að opna tunnuna eftir að þetta fór allt í hana. sést bara í gegn)

Re: Nýliði

Posted: 10. Mar 2013 10:55
by Plammi
Sindri wrote:Þetta er innaná lokinu. Ég setti 500 DME útí þegar á mallaði þetta.
(ég er ekki búinn að opna tunnuna eftir að þetta fór allt í hana. sést bara í gegn)
Ef þetta er inn á lokinu þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu.

En bara fyrir forvitnissakir, settiru 1kg sykur + 500gr DME í lögnina?

Re: Nýliði

Posted: 10. Mar 2013 11:20
by Sindri
Já setti 1kg dex og 500gr dme

Re: Nýliði

Posted: 10. Mar 2013 21:51
by Himmi
Sindri wrote:Já setti 1kg dex og 500gr dme
Er þetta þá ekki dæmt til að mistakast? :o

Re: Nýliði

Posted: 10. Mar 2013 22:03
by hrafnkell
Ekki endilega svosem.. En möst að sjóða DME og líklega óþarflega mikið áfengi í bjór sem ber það ekki.


Velkominn á fágun Sindri :)

Re: Nýliði

Posted: 10. Mar 2013 22:15
by Sindri
Himmi wrote:
Sindri wrote:Já setti 1kg dex og 500gr dme
Er þetta þá ekki dæmt til að mistakast? :o
Bara ein leið til að komast að því :)

Re: Nýliði

Posted: 10. Mar 2013 22:18
by Sindri
hrafnkell wrote:Ekki endilega svosem.. En möst að sjóða DME og líklega óþarflega mikið áfengi í bjór sem ber það ekki.


Velkominn á fágun Sindri :)
DME var soðið....

Takk fyrir það

Re: Nýliði

Posted: 11. Mar 2013 18:14
by helgibelgi
Sindri wrote: Og ég setti 1kg af sykri í Irishinn en sá svo á síðunni hjá þeim að þeir mæla með 300gr.... verður hann
þá bara áfengari og ætti ég að setja sykur í flöskurnar þegar ég tappa á ?.

kv Sindri
Hann verður áfengari, já. Gerið mun breyta þessum sykri í áfengi. Ef þú leyfir honum að gerjast að fullu mun ekki verða neinn sykur eftir til að koma upp kolsýru á flöskum. Því þarftu að bæta við sykri við átöppun.

Þú getur notað reiknivélar á netinu til þess að reikna út magn af sykri sem þú þarft að bæta við. Fer eftir bjórstíl hvað þú vilt mikið kolsýrumagn.
t.d. þessa reiknivél: http://hbd.org/cgi-bin/recipator/recipa ... ation.html

Re: Nýliði

Posted: 15. Apr 2013 17:50
by Sindri
Einn spurning... Hver er "líftími" kit bjóra ? er eh svona best fyrir dæmi ?