Page 1 of 1

Kölsch

Posted: 7. Mar 2013 16:55
by gm-
Ætla að smella í Kölsch á laugardaginn.

Uppskrift:

4.5 kg þýskt pilsner malt
0.5 kg vienna malt

60 grömm Tettnanger í 60 min
30 grömm Tettnanger í burn out

Ger:
White Labs WLP029 German ale/Kölsch

Smelli inn myndum af ferlinu á laugardaginn

Re: Kölsch

Posted: 8. Mar 2013 15:25
by einarornth
Ég hef gert Kölsch með þessu geri, heppnaðist mjög vel.

Re: Kölsch

Posted: 8. Mar 2013 17:43
by gm-
einarornth wrote:Ég hef gert Kölsch með þessu geri, heppnaðist mjög vel.
Flott að heyra, hef ekki notað þetta ger áður. Bjóstu til starter?

Re: Kölsch

Posted: 8. Mar 2013 21:44
by Proppe
Ég notaði sama ger. Það kom betur út en WLP.
Ef túban er fersk, þá þarf ekki að gera starter. Kölsch er það léttur í sér að túban massar allveg 20l batch með góðu.

Re: Kölsch

Posted: 9. Mar 2013 15:39
by einarornth
Ég gerði starter, ca. 1 lítra. Tek svo sem undir það að hann sé léttur og þurfi ekkert endilega starter, en ég vildi hafa þetta 100%.

Re: Kölsch

Posted: 9. Mar 2013 16:35
by gm-
einarornth wrote:Ég gerði starter, ca. 1 lítra. Tek svo sem undir það að hann sé léttur og þurfi ekkert endilega starter, en ég vildi hafa þetta 100%.
Já, ég ákvad ad taka enga sénsa og smellti í lítinn starter, 750 ml.

Var ad byrja meskinguna, 90 mín vid 150° F

Re: Kölsch

Posted: 10. Mar 2013 14:32
by gm-
Nokkrar myndir frá ferlinu í dag

Hráefni dagsins:
Image
Image

Meskivatnið að hitna
Image

90 mín meskingu lokið, byrjaður að renna af
Image
Image

90 mín suða
Image

Gravity sýni í lokinn, fallegur litur á þessu. Ætti að verða um 5% að gerjun lokinni
Image

Re: Kölsch

Posted: 4. May 2013 20:43
by gm-
Þessi fór á flöskur í gær eftir mánaðarlageringu. Smakkaði smá og ætti að vera léttur og góður sumarbjór.

Hér er miðinn
Image