Page 1 of 1

Fágunarfundur 10 Ágúst 2009

Posted: 10. Aug 2009 16:45
by Hjalti
ulfar wrote:Þá er það fundurinn

Hann hefst 20:30 - 21:00 og stendur hæfilega lengi
Verður haldin á Álfaskeiði 27 í Hafnarfirði


Húsið er horni Álfaskeiðs og Smirlahrauns, grátt skeljasandshús með brúnu þaki, tveimur gerfinhnattamóttökurum á skorsteininum. Ég á heima þar megin sem garðurinn er fallegur, efri bjallan.

Allir, sem vilja drekka eða deila eiga að koma með eitthvað með sér. Sjálfur ætla ég að bjóða upp á sm blóðbergsljósöls smakk. Annan bjór á ég ekki þar sem síðasta bruggun var ekki jafn vandræðalaus og ég vonaði.

kv. ÚLfar
Mig langaði til að bumpa þessu í sér þráð þannig að það sæjju þetta allir.

Ég mæti kvöld!

Re: Fágunarfundur 10 Ágúst 2009

Posted: 10. Aug 2009 18:18
by Öli
Ég líka !

Re: Fágunarfundur 10 Ágúst 2009

Posted: 10. Aug 2009 18:36
by halldor
Ég kemst því miður ekki því ég þarf að skila verkefni í kvöld :(

Re: Fágunarfundur 10 Ágúst 2009

Posted: 10. Aug 2009 19:20
by Andri
veiktist skyndilega í gær :( ætlaði að harka þetta af mér, mætti í vinnu en svimaði svo déskoti mikið að ég þurfti að fara
leiðilegt að missa af þessu, ég sem ætlaði að koma með svo mikið af dóti til að sýna, sparkling cider, sparkling mead, maltbjórinn & smá tilraun með jarðaber & hindber í sterku áfengi (Strawberry panty dropper)

Re: Fágunarfundur 10 Ágúst 2009

Posted: 10. Aug 2009 19:25
by Eyvindur
Svínaflensa? Eða bara smá grís?

Re: Fágunarfundur 10 Ágúst 2009

Posted: 10. Aug 2009 19:31
by Hjalti
Vonum að þetta sé bara örlítill grís :beg:

Re: Fágunarfundur 10 Ágúst 2009

Posted: 13. Aug 2009 22:14
by Korinna
Andri wrote:veiktist skyndilega í gær :( ætlaði að harka þetta af mér, mætti í vinnu en svimaði svo déskoti mikið að ég þurfti að fara
leiðilegt að missa af þessu, ég sem ætlaði að koma með svo mikið af dóti til að sýna, sparkling cider, sparkling mead, maltbjórinn & smá tilraun með jarðaber & hindber í sterku áfengi (Strawberry panty dropper)
nammi namm. Þú mætir bara næst, ég hlakka til að sjá þig :sing:

Re: Fágunarfundur 10 Ágúst 2009

Posted: 13. Aug 2009 22:15
by Hjalti
Verður að passa þig á þessum strawberry Panty Dropper samt! :oops:

Re: Fágunarfundur 10 Ágúst 2009

Posted: 14. Aug 2009 00:07
by Andri
Drykkir sem hafa áhrif á þyngdarlögmál nærbuxna eru skemtilegir.