Page 1 of 1

Centennial Blonde

Posted: 3. Mar 2013 09:41
by gosi
Gerði þessa uppskrift í gær.
Prófaði nýju græjurnar og þær virkuðu mjög vel. Þvílíkur munur að hafa þetta í boxi og plug&play.

Pre-boil gaf 1.041 og post-boil gaf 1.049. Fengum 23L í tunnu.
Nú býður maður bara spenntur.

Recipe: Centennial Blonde
Brewer: Gosi
Asst Brewer:
Style: Blonde Ale
TYPE: All Grain
Taste: (30.0)

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 30.960 l
Post Boil Volume: 24.960 l
Batch Size (fermenter): 23.000 l
Bottling Volume: 21.000 l
Estimated OG: 1.046 SG
Estimated Color: 10.8 EBC
Estimated IBU: 22.6 IBUs
Brewhouse Efficiency: 79.00 %
Est Mash Efficiency: 82.4 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
3.250 kg Pale Malt (Weyermann) (6.5 EBC) Grain 1 75.2 %
0.550 kg Carahell (Weyermann) (25.6 EBC) Grain 2 12.7 %
0.287 kg Cara-Pils/Dextrine (3.9 EBC) Grain 3 6.7 %
0.232 kg Vienna Malt (Weyermann) (5.9 EBC) Grain 4 5.4 %
7.400 g Centennial [10.30 %] - Boil 55.0 min Hop 5 8.9 IBUs
7.400 g Centennial [10.30 %] - Boil 35.0 min Hop 6 7.6 IBUs
8.500 g Cascade [7.40 %] - Boil 20.0 min Hop 7 4.6 IBUs
0.50 Items Whirlfloc Tablet (Boil 5.0 mins) Fining 8 -
8.500 g Cascade [7.40 %] - Boil 5.0 min Hop 9 1.5 IBUs
1.0 pkg SafAle English Ale (DCL/Fermentis #S-04) Yeast 11 -


Mash Schedule: BIAB, Medium Body
Total Grain Weight: 4.320 kg
----------------------------
Name Description Step Temperat Step Time
Saccharification Add 33.601 l of water at 68.1 C 66.0 C 75 min
Mash Out Heat to 75.6 C over 7 min 75.6 C 10 min

Setti 30L af vatni og meskjaði í 60 mín. Skolaði svo með 3L af vatni.
SG varð aðeins hærra en áætlað var. Vonandi verður það ekki vesen.

Re: Centennial Blonde

Posted: 15. Mar 2013 08:45
by gosi
Endaði svolítið hærra en ég bjóst við, 1.014. Veit ekki hvernig það mun
smakkast þegar gosið er komið. Ég fékk þó 20L sem er nokkuð gott.

Mér finnst það svolítið skrýtið því ég var nýbúinn að stilla mælinn og hann sýndi
100c við suðu og 0c við frost. Meskjaði við 66c.

Re: Centennial Blonde

Posted: 15. Mar 2013 09:15
by hrafnkell
Gæti verið gerinu að kenna, s04 attenuatar minna en t.d. us05.

Re: Centennial Blonde

Posted: 15. Mar 2013 09:35
by gosi
Núnú, þar fór í verra . Upprunalega uppskriftin var nefnilega með Nottingham.

Ég held samt að hann verði ekki verri fyrir því. Kannski aðeins sætari eða hvað.
Hef nefnilega prófað þessa í gallon uppskrift með Nottingham og hún smakkaðist
ansi vel.

Svona upp á framtíðina, er hægt að gera eitthvað í þessu ef maður notar S-04 aftur,
þeas láta það enda lægra?

Re: Centennial Blonde

Posted: 15. Mar 2013 13:06
by hrafnkell
gosi wrote:Núnú, þar fór í verra . Upprunalega uppskriftin var nefnilega með Nottingham.

Ég held samt að hann verði ekki verri fyrir því. Kannski aðeins sætari eða hvað.
Hef nefnilega prófað þessa í gallon uppskrift með Nottingham og hún smakkaðist
ansi vel.

Svona upp á framtíðina, er hægt að gera eitthvað í þessu ef maður notar S-04 aftur,
þeas láta það enda lægra?
Meskja kaldar og hugsanlega aðeins lengur. Til dæmis 65 gráður í amk 60mín. Þetta þarf ekki að vera bara gerinu að kenna, gerjunarhitastig, meskihitastig, Original Gravity, pitch rate o.fl. hefur áhrif á attenuation.

Re: Centennial Blonde

Posted: 15. Mar 2013 14:45
by gosi
Hefur það áhrif að meskja lengur? Notaði nefnilega joð til prófunar og vökvinn varð ekki blár.
Er þá í lagi að meskja lengur ef maður vill, með sama hitastig? Breytir það einhverri lokaniðurstöðu?
En annars var gerjunarhitastigið í kringum 17-19c.

Re: Centennial Blonde

Posted: 15. Mar 2013 19:01
by hrafnkell
Mesking tekur venjulega aðeins lengri tíma við lægri hitastig. Ef joðtest segir að conversion sé búið þá er það búið :) Venjulega er maður bara 20-30 mín að ná megninu úr meskingunni, rest er bara til að vera viss eiginlega. Mismunandi eftir stærð bjórs samt og svona.

Re: Centennial Blonde

Posted: 15. Mar 2013 19:09
by gosi
Það er gott að vita þetta.

Ég þakka þér fyrir frábær svör. :)