Page 1 of 1

Er að hafast....

Posted: 2. Mar 2013 15:42
by jniels
Sælir.

Við erum þrír félagar að byrja að prófa okkur áfram í bjórbruggun.
Erum að græja gamlan ryðfrían 78 lítra þvottapott með 3kw elementi. Erum með PID hitastýringu við hann, en eigum eftir að græja hringrásardælinguna.Image

Það væri gaman að vita ef einhver er með sambærilegan pott hversu stórar laganir eru hentugar í þessa stærð og hvernig menn tengdu dælubúnaðinn við hann?

Við stefnum á að setja í fyrstu lögun fljótlega, væntanlega Bee Cave, og setjum örugglega inn þráð um hvernig það gekk. :D

Kv
Jói

Re: Er að hafast....

Posted: 2. Mar 2013 17:55
by bergrisi
Velkomnir og gangi ykkur vel.

Re: Er að hafast....

Posted: 3. Oct 2013 12:45
by jniels
ehemmmm.....
Djöfull er þetta slakt. Núna eru komnir 7 mánuðir síðan við byrjuðum þennan þráð og það er fyrst núna sem allt er klárt :D
Erum búnir að prufukeyra allt dótið og erum bjartsýnir á að þetta klikki ekkert endilega.
Ætlum að skella í einn klassískan Bee Cave í kvöld og ráðast svo í einhverja aðra lögun strax í kjölfarið.

Luma menn kannski á einhverri jólabjórs uppskrift sem þarf ekki nema 10 vikur til að verða góð?

kv
Jói N

Re: Er að hafast....

Posted: 3. Oct 2013 13:09
by helgibelgi
Er þessi rauða tunna hluti af græjunum?

Btw, ertu búinn að breyta pottinum eitthvað? (bæta við elementi t.d.)

Held að gömlu elementin sem koma með þessum pottum séu venjulega 3-3,5kW sem duga alveg í einfalda lögn (20-25 lítra) en þarft líklega að bæta við elementi ef þú vilt gera tvöfalda lögn (getur samt alveg gert tilraun og hitað 40-45 lítra af vatni, en þori að veðja að það taki forever ef það næst yfir höfuð).

Re: Er að hafast....

Posted: 3. Oct 2013 13:22
by hrafnkell
helgibelgi wrote:Held að gömlu elementin sem koma með þessum pottum séu venjulega 3-3,5kW sem duga alveg í einfalda lögn (20-25 lítra) en þarft líklega að bæta við elementi ef þú vilt gera tvöfalda lögn (getur samt alveg gert tilraun og hitað 40-45 lítra af vatni, en þori að veðja að það taki forever ef það næst yfir höfuð).
3.5kW duga alveg, það bara tekur allt rosalega langan tíma :) Einangrun og lok hjálpar þó.


Varðandi jólabjór þá er ekki galið að gera kryddaðan porter eða eitthvað svoleiðis.

Re: Er að hafast....

Posted: 3. Oct 2013 13:53
by jniels
Nei, rauða tunnan er órjúfanlegur hluti af bílskúrnum ;)

Planið er einmitt að vera bara með litlar laganir á meðan við erum að slípa ferlið til, en við eigum annað element á lager sem er lítið mál að bæta við.
Höfum reyndar prófað að sjóða 50 lítra af vatni í pottinum á meðan hann var óeinangraður. Það tókst svosem en suðan var ekki nógu öflug að mínu mati.

Hann er núna einangraður með tjalddýnu. Ótrúlegt hvað það breytti miklu. Hann er núna fljótari að ná upp hita og nær að halda hitastiginu mun betur.
pottur.PNG
pottur.PNG (781.09 KiB) Viewed 15029 times

Re: Er að hafast....

Posted: 3. Oct 2013 16:11
by helgibelgi
jniels wrote:Nei, rauða tunnan er órjúfanlegur hluti af bílskúrnum ;)

Planið er einmitt að vera bara með litlar laganir á meðan við erum að slípa ferlið til, en við eigum annað element á lager sem er lítið mál að bæta við.
Höfum reyndar prófað að sjóða 50 lítra af vatni í pottinum á meðan hann var óeinangraður. Það tókst svosem en suðan var ekki nógu öflug að mínu mati.

Hann er núna einangraður með tjalddýnu. Ótrúlegt hvað það breytti miklu. Hann er núna fljótari að ná upp hita og nær að halda hitastiginu mun betur.
pottur.PNG
Þetta lítur vel út!