Page 1 of 1

Foxhound Extra Special Bitter

Posted: 28. Feb 2013 15:42
by gm-
Smellti þessum á flöskur í gær, bragðaðist mjög vel.

IBU: 45
OG: 1.059
FG: 1.011
Batch size: 5 gal (US)

Uppskrift:
4.5 kg Marris Otter Pale malt
0.5 kg Crystal 60L
30 gr Northern Brewer á 60 mín
30 gr Fuggles á 5 mín
30 gr Willamette á 5 mín

Þurrhumlað með 30 gr af Willamette eftir 10 daga gerjun.

Sett á flöskur eftir 3 vikur, primað með 70 gr af dexterósa

Image

Re: Foxhound Extra Special Bitter

Posted: 28. Feb 2013 16:25
by viddi
Lítur vel út og frábærir miðarnir. Fluttirðu sjálfur inn Maris Otter? Með hverju gerjaðirðu þetta?

Re: Foxhound Extra Special Bitter

Posted: 28. Feb 2013 16:36
by gm-
viddi wrote:Lítur vel út og frábærir miðarnir. Fluttirðu sjálfur inn Maris Otter? Með hverju gerjaðirðu þetta?
Takk fyrir, er mjög sáttur með þessa miða.

Ég bý ekki á Íslandi, þannig að það var auðvelt fyrir mig að fá Marris Otter, keypti bara 25 kg sekk.
Ég gerjaði þetta með White Labs WLP 002 English Ale Yeast, á að vera frá Fullers. Hugsa að ég prófi þennan aftur og gerja helming með WLP 002 og helming með S-04 til að skoða muninn.