Page 1 of 1
Þrif á flöskum (Ekki samt límmiðavesen)
Posted: 26. Feb 2013 19:37
by humlarinn
Nú er ég búinn að vera að safna flöskum í töluverðan tíma og á líklega um 100 sem ég á eftir að hreinsa. Hversu löngu áður en fyllt er á þær er í lagi að hreinsa þær? Hvaða efni eruð þið að nota til að hreinsa flöskurnar fyrir áfyllingu?
Re: Þrif á flöskum (Ekki samt límmiðavesen)
Posted: 26. Feb 2013 19:48
by gm-
Smelli venjulega flöskunum í uppþvottavélina á heitustu stillingu.
Fylli síðan áflöskunarfötuna af vatni og star san áður en ég byrja að fylla á, fylli allar flöskurnar af star san lausnini og byrja síðan að fylla á. Tæmi þá flöskuna vel og fylli síðan af bjór.
Gerði það sama áður en ég kynntist star san, nema þá notaði ég klór og lét standa í 30 mín eftir að ég fyllti flöskurnar til að örugglega drepa allt.
Re: Þrif á flöskum (Ekki samt límmiðavesen)
Posted: 26. Feb 2013 19:54
by hrafnkell
Þú getur geymt flöskurnar frekar lengi eftir sótthreinsun ef þú setur sótthreinsaðan álpappír á þær. Ég myndi samt mæla með joðgusu stuttu áður en þú fyllir á... T.d. með vinator.
Re: Þrif á flöskum (Ekki samt límmiðavesen)
Posted: 27. Feb 2013 08:17
by humlarinn
kemur ekkert bragð af þessu star san sem smitast í bjórinn?
Re: Þrif á flöskum (Ekki samt límmiðavesen)
Posted: 27. Feb 2013 09:13
by hrafnkell
humlarinn wrote:kemur ekkert bragð af þessu star san sem smitast í bjórinn?
Ekki ef maður blandar það rétt. Svipað og með joð.
Re: Þrif á flöskum (Ekki samt límmiðavesen)
Posted: 27. Feb 2013 13:45
by gm-
humlarinn wrote:kemur ekkert bragð af þessu star san sem smitast í bjórinn?
Það er það frábæra við Star San, 1 oz í 5 gallon og það finnst ekkert bragð eða lykt. Það freyðir dáldið, þannig að það er ágætt að reyna að ná sem mestu af star saninu úr flöskunni áður en þú fyllir á hana, en annars er þetta bara frábært efni til að nota.
Re: Þrif á flöskum (Ekki samt límmiðavesen)
Posted: 27. Feb 2013 14:16
by humlarinn
Hvar er hægt að kaupa þetta starsan?
Re: Þrif á flöskum (Ekki samt límmiðavesen)
Posted: 27. Feb 2013 14:19
by hjaltibvalþórs
Starsan fæst held ég bara í Ameríku. Þetta er víst nokkurnveginn það sama og joðið hans Hrafnkells.
Re: Þrif á flöskum (Ekki samt límmiðavesen)
Posted: 27. Feb 2013 15:02
by hrafnkell
hjaltibvalþórs wrote:Starsan fæst held ég bara í Ameríku. Þetta er víst nokkurnveginn það sama og joðið hans Hrafnkells.
Allt önnur efni, en endaniðurstaðan er sú sama. Starsan hefur þann kost að það litar ekki út frá sér og geymist blandað í nokkrar vikur. Joðið hefur þann kost að vera auðfáanlegt hérna á Íslandi og er töluvert ódýrara en starsan.