Page 1 of 1

Mjólkur Stout

Posted: 24. Feb 2013 20:52
by kokkurinn
Við félagarnir hentum í einn mjólkur stout í dag... lítur hrikalega vel út ... mikill tilhlökun á okkar bæ að sjá hvernig hann kemur út eftir mánuð.... en uppskriftin er eitthvað á þessa leið

Re: Mjólkur Stout

Posted: 24. Feb 2013 22:50
by Proppe
Hvar fékkstu mjólkursykurinn?

Mánuður þykir mér nokkuð stutt fyrir Stout. Súkkulaðistátinn minn varð ekki almennilegur fyrr en eftir 6 vikur á flösku.

Re: Mjólkur Stout

Posted: 24. Feb 2013 23:13
by bergrisi
Spennandi bjór. Langar mikið að gera einn svona. Gaman að fá að heyra hvernig hann þroskast og hvernig hann verður eftir ca 3-5 mánuði.

Tek undir með fyrri ræðumanni. Hvar færðu mjólkursykur?

Re: Mjólkur Stout

Posted: 25. Feb 2013 09:01
by kokkurinn
Í dökku húsasundi ... þurfti að vera með órekanlega 500 kr seðla klára í umslagi....

Nei þið þurfið að taka þetta í gegnum kennitölu á fyrirtæki og hafa einhver rök fyrir því hvað þið ætlið að nota það í.... en þetta færst hjá districa og kostar rúmar 5000 kr/kg

En þessi þarf eimitt að geymast lengi held ég

Re: Mjólkur Stout

Posted: 25. Feb 2013 17:02
by gm-
Hljómar vel, hef smakkað nokkra svona og oftast hafa þeir verið nokkuð góðir. Einn var sam allt of sætur fyrir minn smekk, þannig að maður þarf að passa sig að fara sparlega í mjólkursykurinn :)

Re: Mjólkur Stout

Posted: 26. Feb 2013 15:58
by Kjartan
Flott uppskrift! Hvar fenguð þið hrísgrjónahýðin (rice hulls)?

Re: Mjólkur Stout

Posted: 26. Feb 2013 20:39
by kokkurinn
Pantað að utan....

Re: Mjólkur Stout

Posted: 26. Feb 2013 21:10
by gm-
Kjartan wrote:Flott uppskrift! Hvar fenguð þið hrísgrjónahýðin (rice hulls)?
Hef nú ekki prófað það sjálfur, en það er einn í bruggklúbbnum mínum sem sver að hann finnur engan mun á rándýrum rice hulls og uncle bens one minute rice sem kostar mjög lítið útí búð. Væri áhugavert að prófa.

Re: Mjólkur Stout

Posted: 26. Feb 2013 23:19
by hrafnkell
gm- wrote:
Kjartan wrote:Flott uppskrift! Hvar fenguð þið hrísgrjónahýðin (rice hulls)?
Hef nú ekki prófað það sjálfur, en það er einn í bruggklúbbnum mínum sem sver að hann finnur engan mun á rándýrum rice hulls og uncle bens one minute rice sem kostar mjög lítið útí búð. Væri áhugavert að prófa.
Rice hulls eru ekki það sama og hrísgrjón. Rice hulls gefa ekkert gravity, heldur eru bara upp á sparging, en hrísgrjón eru allt annað og gefa auðvitað gravity.

Re: Mjólkur Stout

Posted: 27. Feb 2013 10:35
by Oli
Rice hulls = hrísgrjónahýði - Það er víst betra að skola þau vel fyrir notkun.

Re: Mjólkur Stout

Posted: 27. Feb 2013 13:42
by gm-
hrafnkell wrote:
gm- wrote:
Kjartan wrote:Flott uppskrift! Hvar fenguð þið hrísgrjónahýðin (rice hulls)?
Hef nú ekki prófað það sjálfur, en það er einn í bruggklúbbnum mínum sem sver að hann finnur engan mun á rándýrum rice hulls og uncle bens one minute rice sem kostar mjög lítið útí búð. Væri áhugavert að prófa.
Rice hulls eru ekki það sama og hrísgrjón. Rice hulls gefa ekkert gravity, heldur eru bara upp á sparging, en hrísgrjón eru allt annað og gefa auðvitað gravity.
Jújú, ruglaðist á rice hulls og flaked rice, víst fínt að nota uncle bens í stað flaked rice.