Júdas NR.16 frá Borg

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
reynirdavids
Villigerill
Posts: 37
Joined: 22. Jan 2012 22:50

Júdas NR.16 frá Borg

Post by reynirdavids »

Sælir

verslaði mér kippu af þessum belgíska bjór um daginn.
vel bragð af honum sem leynir á sér enda 10.5%.
var nokkuð hrifinn af karamellunni og malt keiminn í honum en þónokkuð vín bragð af honum.

lýsing: Júdas heilsar með blíðum kossi í anda kandís og karamellu en í bakhöndinni lumar hann á slægum og möltuðum keim af þroskuðum ávöxtum, plómum og brómberjum.

Brúnn. Þétt fylling, sætuvottur, meðalbeiskja, vínkenndur. Malt, karamella, kaffi, krydd.

hvað finnst mönnum um þennan?
Næst: Jólaöl, ipa, Robust Porter
í gerjun: IPA, Dubbel
á kútum: Blóðbergur, sænskur IPA, amber

Græjur: 50L Braumeister
User avatar
hallur
Kraftagerill
Posts: 56
Joined: 16. Jun 2009 09:06
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Júdas NR.16 frá Borg

Post by hallur »

Júdas sveik mig alla vega ekki um páskana (eins og slagorðið sagði).
Hann er rosalega góður en maður drekkur bara einn til tvo í einu.
Gerjandi: ekkert
Þroskandi: ekkert
Smakkandi: ekkert
Drekkandi: lítið ... afsakið
Hugsandi: ALLT!!!
Hendandi: engu
Post Reply