Page 1 of 1

Júdas NR.16 frá Borg

Posted: 22. Feb 2013 12:49
by reynirdavids
Sælir

verslaði mér kippu af þessum belgíska bjór um daginn.
vel bragð af honum sem leynir á sér enda 10.5%.
var nokkuð hrifinn af karamellunni og malt keiminn í honum en þónokkuð vín bragð af honum.

lýsing: Júdas heilsar með blíðum kossi í anda kandís og karamellu en í bakhöndinni lumar hann á slægum og möltuðum keim af þroskuðum ávöxtum, plómum og brómberjum.

Brúnn. Þétt fylling, sætuvottur, meðalbeiskja, vínkenndur. Malt, karamella, kaffi, krydd.

hvað finnst mönnum um þennan?

Re: Júdas NR.16 frá Borg

Posted: 31. May 2013 11:24
by hallur
Júdas sveik mig alla vega ekki um páskana (eins og slagorðið sagði).
Hann er rosalega góður en maður drekkur bara einn til tvo í einu.