Page 1 of 1
Fljótandi gerkaka
Posted: 19. Feb 2013 16:12
by Örvar
Sælir.
Við erum búnir að vera að gerja IPA í 2,5 vikur og krausenið hefur ekki ennþá fallið út en bjórinn hefur náð FG fyrir meira en viku síðan. Þetta lítur eiginlega út eins og nokkuð þétt gerkaka sem flýtur ofan á bjórnum en er þó ekki föst við hliðarnar á fötunni. Það ætti að vera kominn tími til að tappa bjórnum á flöskur en ég er ekki viss hvort maður eigi að vera að fleyta yfir á átöppunarfötu og eiga á hættu að fá alltof mikið ger með.
Hefur eitthver hér lent í eitthverju svona?
Ætti maður að vera að eiga eitthvað við þetta? Reyna að veiða þetta af?
Re: Fljótandi gerkaka
Posted: 19. Feb 2013 17:39
by einarornth
Hvernig ger er þetta? Sumar tegundir eru top-fermenting og aðrar bottom-fermenting.
Re: Fljótandi gerkaka
Posted: 19. Feb 2013 17:42
by Örvar
Þetta er US05 en gerjunin sjálf er búin, náði FG fyrir rúmri viku.
Re: Fljótandi gerkaka
Posted: 19. Feb 2013 19:46
by hrafnkell
Er alveg eðlileg lykt af bjórnum? Þetta er eitthvað skrýtið.
Ef þú getur þá væri sniðugt að cold crasha kvikindið, hvort kakan falli niður þá.
Re: Fljótandi gerkaka
Posted: 19. Feb 2013 20:35
by Örvar
Lyktin er eðlilegt og bragðið líka, nema humlarnir séu að fela eitthvað en bjórinn er vel humlaður.
Ég gæti cold crashað. Eitthverjar fleiri hugmyndir?
Re: Fljótandi gerkaka
Posted: 17. Mar 2013 18:12
by bjarnifreyr
Hvernig fór þetta hja þér. Èg og félagi minn erum med einn vel humlaðann IPA a 23L glerkút og er hann nuna buinn ad gerjast þar i godan tima. Gerkakan situr ofanà. Við ætlum ad dry hoppa a morgun og komum vid til með að sæfóna yfir a annað ilàt. Hefði það ekki virkad i þinu tilfelli
Re: Fljótandi gerkaka
Posted: 17. Mar 2013 18:38
by Örvar
Þetta droppaði út án þess að við gerðum neitt, slepptum að cold crasha. Tók hinsvegar undarlega langan tíma.
Það hefði örugglega gengið að fleyta yfir á secondary.
Hvað eruði búnir að gerja lengi? Ef bragð og lykt er í lagi þá myndi ég ekkert vera að stressa mig á þessu.
Re: Fljótandi gerkaka
Posted: 17. Mar 2013 19:29
by bjarnifreyr
Glæsilegt. Alveg að slà í 2 vikur. Það for ekkert urskeiðis við þessa lögn svo að eg hef engar ahyggjur =D gott ad vita ad þetta komi samt til með ad falla.
Við reyndar ætlum ekki að biða eftir þvi þar sem ad vid viljum helst ekki hafa bjorinn mikið lengur en 3 vikur a gerjunarkút.
Dry hoppum svo a morgun og gefum þessu 7 daga i viðbót