Page 1 of 1

Bitur bjór.

Posted: 12. Feb 2013 17:07
by raggi
Sælir allir.

Er í smá vandræðum. Er með bjór sem ég var að gera sem er mjög bitur. Er eitthvað sem ég get gert til að deyfa kvikindið.
Er ekki að nota beersmith ( stendur til bóta) en ég hef alltaf verið með svipaða uppskrift með svipað humlamagn. En núna er hann svakalega bitur.

Kv
raggi

Re: Bitur bjór.

Posted: 12. Feb 2013 18:10
by hrafnkell
Geymsla deyfir humlana.

Re: Bitur bjór.

Posted: 12. Feb 2013 19:09
by raggi
Samkvæmt Beersmith þá er IBU um 60. Gæti tekið nokkur ár að geyma hann til að hann lagaðist. :)

Re: Bitur bjór.

Posted: 12. Feb 2013 20:51
by Plammi
Gæti verið sýking, minnir að ég hafi lesið hér fyrir stuttu að það getur lýst sér svona, byrjað sem of bitur bjór og fer svo að súrna með tímanum.
60IBU er nú sæmilega beiskja samt.