Page 1 of 1
Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónibbum)
Posted: 8. Feb 2013 23:19
by viddi
Ákvað að gera smá "pilot" brugg áður en ég hendi í 20 lítra. Verð líka að brugga að heiman þegar ég geri 20L laganir og ákvað að prófa að brugga heima á svölum með lausri hellu. Þetta reyndist ótrúlega lítið mál þegar upp var staðið og eitthvað sem ég mun prófa að gera aftur.
Uppskriftin:
1,50 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 1 69,8 %
0,20 kg Caramunich II (Weyermann) (124,1 EBC) Grain 2 9,3 %
0,20 kg Oats, Flaked (2,0 EBC) Grain 3 9,3 %
0,10 kg Carahell (Weyermann) (25,6 EBC) Grain 4 4,7 %
0,10 kg Roasted Barley (591,0 EBC) Grain 5 4,7 %
0,05 kg Carafa III (Weyermann) (1034,3 EBC) Grain 6 2,3 %
9,00 g Centennial [10,00 %] - Boil 60,0 min Hop 7 40,9 IBUs
2,50 g Centennial [10,00 %] - Boil 10,0 min Hop 9 2,3 IBUs
2,50 g Centennial [10,00 %] - Boil 5,0 min Hop 10 1,9 IBUs
Notaði svo 60ml slurry af WY1968
OG: 1.070
Legg reykt habanerochilli og kakónibbur í romm sem fær svo að fljóta með í secondary. Meira um það síðar.
Nokkrar myndir frá ferlinu:
Re: Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónib
Posted: 9. Feb 2013 15:27
by bergrisi
Sniðugt. Mig langar að gera tilraun með chilli í hveitibjór og jafnvel Lime.
Hef mjög gaman af svona tilraunum. Bruggdagur á morgun hjá mér.
Re: Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónib
Posted: 9. Feb 2013 17:12
by viddi
.... oooooog þríf eldhúsið eftir B - O - B - U. Gerslettur inni í skápunum. Muna að setja poka yfir næst.
Re: Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónib
Posted: 9. Feb 2013 17:53
by hrafnkell
Ansi lítið headspace fyrir primary

Re: Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónib
Posted: 9. Feb 2013 19:11
by viddi
Gat sagt mér það sjálfur en stundum verður maður bara að reka sig á

Re: Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónib
Posted: 10. Feb 2013 05:01
by gm-
Mjög áhugaverð uppskrift, lætur vita hvernig til tekst og hvort bragðið af piparnum kemur vel í ljós.
Svo er alltaf gott að nota blow-off tube þegar headspace er lítið, lærði það the hard way

Re: Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónib
Posted: 10. Feb 2013 09:32
by hrafnkell
gm- wrote:Mjög áhugaverð uppskrift, lætur vita hvernig til tekst og hvort bragðið af piparnum kemur vel í ljós.
Svo er alltaf gott að nota blow-off tube þegar headspace er lítið, lærði það the hard way

Nokkuð viss um að allir bruggarar læri það "the hard way"... Maður lætur ekki segjast fyrr en loftið er krausenlitað

Re: Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónib
Posted: 10. Feb 2013 15:17
by QTab
hrafnkell wrote:
Nokkuð viss um að allir bruggarar læri það "the hard way"... Maður lætur ekki segjast fyrr en loftið er krausenlitað

sérlega skemmtilegt þegar það gerist með berjabættum bjór (jarða og hindberjum) eldrautt krausen = eldhúsið hjá mér varð eins og sláturhús

Re: Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónib
Posted: 10. Feb 2013 18:26
by helgibelgi
Er þetta svona gallon growler? Fáránlega sniðugt fyrir prufur!
Spurning að koma blow-off tube á þetta svo maður lendi ekki í svona bombum?
Re: Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónib
Posted: 10. Feb 2013 18:48
by viddi
Dagur 2/3
5L growler. Eignaðist líka gallongrowler um daginn. Eldgamall undan kóki! Og já - blow-off tube klárlega málið næst.
Re: Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónib
Posted: 17. Feb 2013 16:59
by viddi
17. febrúar 2013
Kareem litli er kominn í 1.025 (5,9% sumsé). Blandaði einum dropa af habanero/kakónibbumixinu í smotterí af sýninu og merkilega mikill hiti sem það gefur. Vonaðist eftir meira chillibragði og minni hita. Samt ansi lofandi. Kakónibbubragðið bíður í eftirbragðinu. Býst við að taka chillibútinn úr blöndunni og fleyta bjórnum yfir nibbur og rommafgang í secondary. Vatnslásinn samt ennþá að svo hann fær svolítið lengri tíma á primary.
Re: Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónib
Posted: 7. Mar 2013 22:09
by viddi
Kareem fór á flöskur áðan. 12 stykki nánar tiltekið. FG var 1.022 sem þýðir 6,3% og lendir þar með neðan stíls. En það er nú ekki aðal áhyggjuefnið heldur chillihitinn sem yfirgnæfir flest. Örlítið súkkulaðibragð í eftirbragðinu. Ákveðinn í að gera þennan aftur með reyktu jalapeno í stað habanero. Reykja lengur, keyra áfengisprósentuna aðeins upp og halda öðru nokkurn vegin eins. Annars líklega best að segja sem minnst þar til maður smakkar kolsýrða afurðina.
Re: Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónib
Posted: 8. Mar 2013 14:54
by gm-
viddi wrote:Kareem fór á flöskur áðan. 12 stykki nánar tiltekið. FG var 1.022 sem þýðir 6,3% og lendir þar með neðan stíls. En það er nú ekki aðal áhyggjuefnið heldur chillihitinn sem yfirgnæfir flest. Örlítið súkkulaðibragð í eftirbragðinu. Ákveðinn í að gera þennan aftur með reyktu jalapeno í stað habanero. Reykja lengur, keyra áfengisprósentuna aðeins upp og halda öðru nokkurn vegin eins. Annars líklega best að segja sem minnst þar til maður smakkar kolsýrða afurðina.
Verður áhugavert að heyra hvort hitinn minnki dáldið með tímanum, veit að súrleiki og beiskja gerir það í þeim ávaxtabjórum sem ég hef gert. Endilega geymdu eins og 1-2 flöskur í 3-6 mánuði og smakkaðu svo

Re: Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónib
Posted: 8. Mar 2013 21:48
by Proppe
Ég tók eftir því með kakónibbustátinn minn að kakóbragðið dofnaði frekar hratt.
Nú minnir hann meira á mokkastout en kakóstout, þegar ristaða maltið er orðið kakóinu yfirsterkara.
Chillihitinn er ekki líklegur til að fara langt. Capsacinið er merkilega endingargott.
Re: Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónib
Posted: 3. Apr 2013 17:20
by viddi
Þessi varð allt of sterkur. Nánast ekkert bragð nema chillihiti og svo örlítið eftirbragð. Samt eins og örlítið ávanabindandi. Fyrst sopi og maður hugsar "Nei andskotinn". Eftir smá stund verður maður samt að taka annan.
Nokkrar flöskur fara í geymslu og verður fróðlegt að sjá hvernig hann eldist.
Þá er það bara aftur að teikniborðinu og gera útgáfu 2.
Re: Kareem jr (Imperial stout með reyktu habanero og kakónib
Posted: 3. Apr 2013 19:58
by æpíei
Ég smakkaði pipar bjór um daginn og segi það sama. Þetta er óþægilega vanabindandi andskoti

Var að spá í að gera basic APA og setja smá pipar í secondary. Varðandi magn þá sýnist mér vera talað um 4 serrano piparrótir, skornar með fræjum í, í hverja 19 lítra, ca 1 vika. Piparinn má ekki taka völdin heldur vera þarna í réttu magni til að kitla bragðlaukana eftir að þú ert búinn að kyngja.