Page 1 of 1

Lopahúfan (Lattestout)

Posted: 8. Feb 2013 20:41
by Classic
Verkefni kvöldsins. Nennti ekki að fara í undirheimana og leita að laktósa (jafnvel þótt slíkt hafi verið til sölu hér á sölukorknum fyrir skemmstu), svo ég nýti tækifærið og kem því að að aldrei megi skemma góða sögu með sannleikanum.

Code: Select all

 Lopahufan - Sweet Stout
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 75%%
OG: 1.057
FG: 1.014
ABV: 5.5%%
Bitterness: 27.5 IBUs (Rager)
Color: 40 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                  Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
 Pale Malt (2 Row) Bel Grain  4.250 kg    Yes   No  80%%   3 L
            Carafa III Grain 350.000 g    Yes   No  70%% 525 L
                Carafa Grain 200.000 g    Yes   No  70%% 337 L
        CaraMunich III Grain 250.000 g    Yes   No  74%%  60 L
             CaraAroma Grain 200.000 g    Yes   No  72%% 120 L
Total grain: 5.250 kg

Hops
================================================================================
   Name  Alpha   Amount  Use       Time   Form  IBU
 Magnum 13.5%% 14.000 g Boil 60.000 min Pellet 27.5

Misc
================================================================================
   Name   Type       Use    Amount      Time
 Coffee Flavor Secondary 250.000 g 7.000 day

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-04  Ale  Dry 11.000 g Primary
Image

Ætla svo að kaldbrugga kaffi degi eða tveimur fyrir átöppun og bæta við þegar hann fer á flöskur. Gúggl talar um allt frá 100g og upp í pund af kaffi, svo ég ætla að fara milliveginn og taka 250g. Hann á að vera svolítið ýktur í kaffinu.

Re: Lopahúfan (Lattestout)

Posted: 9. Feb 2013 15:31
by bergrisi
Flottur. Alltaf gaman að sjá miðana hjá þér.
Verður þetta "Latte, lepjandi 101" bjór? Útaf kaffi og lopahúfu.

Re: Lopahúfan (Lattestout)

Posted: 9. Feb 2013 17:05
by Classic
Það var svona nokkurn vegin þankahríðin sem var í gangi þegar nafnið og stíllinn skutu upp kollinum..

Re: Lopahúfan (Lattestout)

Posted: 10. Feb 2013 00:30
by Proppe
Seturðu malað kaffi eða ertu að steyta kaffibaunir gróflega.

Með flest krydd getur verið gríðarlegur munur á hvaða brögð maður fær úr þeim eftir því hversu gróflega maður malar þau.

Re: Lopahúfan (Lattestout)

Posted: 10. Feb 2013 23:48
by Classic
Kaffibaunirnar í föstu formi fara aldrei saman við virtinn, heldur helli ég einfaldlega upp á rótsterka kalda uppáhellingu. Mig minnir að það sé yfirleitt gert með grófmöluðu kaffi, en ég kem til með að gúggla það nánar áður en að átöppun kemur.