Page 1 of 1

Gerstarter Hugleiðingar

Posted: 7. Feb 2013 00:10
by drekatemjari
Eru menn eitthvað að notast við gerstartera hérna almennt eða er þurrgerið allsráðandi.
Ég hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér. Ameríkaninn virðist vera rosalega hrifinn af gerstarterum en hann er þó yfirleitt notaður með blautgeri þar sem það inniheldur venjulega ekki nægilegan frumufjölda til að pitcha beint í 20L.

Hvað eruð þið að nota í starterana, ég býst við því að dry malt extract sé the right way to go en hvar eruð þið að verða ykkur úti um það. (það er frekar dýrt í vínkjallaranum og frekar blóðugt að punga út 10.500kr fyrir 5 kílóa poka.

Annað sem mér datt í hug, ætli sé hægt að nota Egils Malt í starterinn þar sem það er að hluta til ógerjað Wort ásamt hvítum sykri. (hef lesið um að menn hafi notað svipaða drykki á homebrewtalk.
---Malta: http://en.wikipedia.org/wiki/Malta_(soft_drink" onclick="window.open(this.href);return false;))

Re: Gerstarter Hugleiðingar

Posted: 7. Feb 2013 08:19
by Idle
Ágætt að taka bara frá fáeina lítra eftir meskingu (gera ráð fyrir því í uppskriftinni) og geyma í frysti. Þá geturðu alltaf tekið út skammt af virt þegar þig vantar í starter. :)

Re: Gerstarter Hugleiðingar

Posted: 7. Feb 2013 11:33
by viddi
Ég hef bæði notað DME sem ég keypti erlendis en einnig búið bara til all grain starter í potti á eldavélinni. Frekar lítið mál. Gerði stóran skammt og frysti afgang svo ég á klárt í næsta starter.

Re: Gerstarter Hugleiðingar

Posted: 7. Feb 2013 13:27
by hrafnkell
Ég mæli með að taka bara frá 1-2 lítra úr næstu bruggun og nota í starter fyrir bruggunina á eftir henni. Það er lang ódýrast allavega. Eiga bara einhverja glerkrukku til að geyma virtinn í. Sótthreinsa vel, og þá á ekki að þurfa að geyma hann í frysti (eða hvað?).

Starterar eru samt óæskilegir fyrir þurrger, og ekki alltaf nauðsynlegir fyrir blautger ef maður er með ferskan gerpakka og er að gera standard gravity bjór.

Re: Gerstarter Hugleiðingar

Posted: 8. Feb 2013 00:11
by Feðgar
Þar sem gerum vanalega stórar laganir og notum þveginn ger úr fyrri lögunum þá gerum við alltaf startera.
Notum DME og kornsykur til helminga.

Re: Gerstarter Hugleiðingar

Posted: 8. Feb 2013 14:13
by hrafnkell
Feðgar wrote:Þar sem gerum vanalega stórar laganir og notum þveginn ger úr fyrri lögunum þá gerum við alltaf startera.
Notum DME og kornsykur til helminga.

Ég myndi ekki mæla með því að nota sykur í starter... Tilgangurinn með starter er að fjölga gerinu og gera það tilbúið fyrir át á maltósa. Það að gefa því kornsykur gæti gert gerið latara og attenuatar verr.