Page 1 of 1

Hvar fær maður polystyrene (eða sambærilegt) þéttiplötur?

Posted: 31. Jan 2013 16:44
by gugguson
Sælir herramenn.

Ég er að möndla með mér að smíða fermentation chamber og samkvæmt homebrewtalk eru menn úti að notast við svokallaðar polystyrene þéttiplötur, t.d. á þessari mynd:

Image

Hvað heitir þetta á íslensku og hvar fær maður eitthvað sambærilegt?

Re: Hvar fær maður polystyrene (eða sambærilegt) þéttiplötur

Posted: 31. Jan 2013 17:01
by gm-
Veit nú ekki alveg hvað þetta er kallað á íslensku, frauðplast kannski? En þetta er bara hvíta ískrandi plastfrauðið sem er sett utanum brothætta hluti áður en þeir eru settir í pappakassa t.d. sjónvörp. Held að þú ættir að finna svona plötur í byggingarvöruverslunum þar sem þetta er stundum notað sem einangrun.

Re: Hvar fær maður polystyrene (eða sambærilegt) þéttiplötur

Posted: 2. Feb 2013 09:37
by Maggi
Þetta var nú venjulega kallað einangrunarplast í minni tíð í byggingarvinnunni.
http://www.borgarplast.is/is/vorur/bygg ... runarplast" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Hvar fær maður polystyrene (eða sambærilegt) þéttiplötur

Posted: 2. Feb 2013 16:31
by hrafnkell
bauhaus, byko, húsasmiðjan og líklega grófvörudeild húsasmiðjunnar.

Það er til hvítt og svo bleikt líka. Bleika er high density og gott ef það sé ekki brunaþolið líka.

Re: Hvar fær maður polystyrene (eða sambærilegt) þéttiplötur

Posted: 3. Feb 2013 15:00
by einarornth
Ég fór í Bauhaus um daginn til að kaupa svona, en ekki til.

Re: Hvar fær maður polystyrene (eða sambærilegt) þéttiplötur

Posted: 3. Feb 2013 22:20
by hrafnkell
ok stroka það þá út... en byko og húsa klárlega. í grófvörudeildunum, líklega ekki í búðunum. Grófvörudeild múrbúðarinnar hugsanlega líka.

Re: Hvar fær maður polystyrene (eða sambærilegt) þéttiplötur

Posted: 6. Feb 2013 11:02
by musikman
Þú færð þetta í Þ.Þorgríms. Var að kaupa svona í gær til að prófa einangra meskitunnu með þessu.. Langar að sjá hvernig það kemur út

Re: Hvar fær maður polystyrene (eða sambærilegt) þéttiplötur

Posted: 31. May 2013 23:08
by Gunnar
Þetta kallast þrýstieinangrun (XPS) og þú færð þetta í Promens, Hafnarfirði:
http://tempra.promens.com/is/page/thrystieinangrun

Smíðaði gerjunarklefa úr þessu.