Page 1 of 1
Smá vandamál.
Posted: 29. Jan 2013 14:37
by raggi
Sælir.
Þegar ég var að sjóða humlana þá virðist einhverja hluta vegna töluvert af þeim hafa runnið úr pokanum og beint í pottinn. Ég tók ekki eftir þessu fyrr en ég var búinn að láta renna í gerjunarílátið og setja gerið í.
Er þetta eitthvað vandamál og ef svo er hvað er til ráða.
Kv
raggi
Re: Smá vandamál.
Posted: 29. Jan 2013 14:51
by hrafnkell
Skiptir engu máli. Flestir setja humlana beint í pottinn, s.s. ekki í poka. Þannig að það er augljóslega frekar lítið mál þótt þeir hafi farið í pottinn

Re: Smá vandamál.
Posted: 29. Jan 2013 18:40
by bergrisi
Nota ekki poka í dag. Bara beint í pottinn.
Engar áhyggjur.
Ég er mun spenntari að vita hvernig bjór þú ert að gera.
Re: Smá vandamál.
Posted: 29. Jan 2013 20:55
by raggi
Takk fyrir svörin.
Rúnar... Þetta er nú bara svona bræðingur sem hefur verið að koma ágætlega út að mínum smekk.
Ef þú hellir humlunum beint út í pottinn þarftu þá ekki að sigta þá frá áður en sett er í gerjunarílátið.
Kv
raggi
Re: Smá vandamál.
Posted: 29. Jan 2013 21:45
by hrafnkell
raggi wrote:Ef þú hellir humlunum beint út í pottinn þarftu þá ekki að sigta þá frá áður en sett er í gerjunarílátið.
Ekkert frekar.
Re: Smá vandamál.
Posted: 29. Jan 2013 22:57
by bergrisi
Þeir sökkva bara niður í gerkökuna. Ekkert stress.