Page 1 of 1

Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríkinu

Posted: 28. Jan 2013 23:57
by bergrisi
Sem mótvægi við öðrum pósti hér.

Hver er besti íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríkinu sem er í sölu allt árið.

Ég er persónuleg mjög hrifinn af Lava og kaupi hann á hátíðardögum.
Úlfur fylgir þar fast á eftir.

Bónusspurning: Hver er besti íslenski lagerinn?

Re: Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríki

Posted: 29. Jan 2013 00:14
by hjaltibvalþórs
Úlfur er minn uppáhalds en hann fær að öllum líkindum harða samkeppni á föstudaginn þegar að Gæðingur IPA kemur í vínbúðirnar. Skjálfti er án efa besti íslenski lagerinn (þó síðustu tveir sem ég keypti hafi verið mjög vondir, vonandi er það tilfallandi). Af hefðbundnari lagerbjórum drekk ég helst Bríó.

Re: Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríki

Posted: 29. Jan 2013 16:06
by Gunnar Ingi
Besti Íslenski Bjórinn í ÁTVR: Vel aldraður Lava (minningin um þennan fjögurra ára sem ég smakkaði um daginn á eftir að endast mér æfina)

Besti Lagerbjórinn væri sennilega Bríó

Re: Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríki

Posted: 29. Jan 2013 18:11
by gr33n
Gunnar Ingi wrote:Besti Íslenski Bjórinn í ÁTVR: Vel aldraður Lava (minningin um þennan fjögurra ára sem ég smakkaði um daginn á eftir að endast mér æfina)

Besti Lagerbjórinn væri sennilega Bríó
Sammála báðum bjórunum hérna. 4 ára gamli Lava var hreint út sagt magnaður.

Einnig er ég mikið fyrir Myrva og Snorra og kaupi mjög reglulega Úlf IPA og Gæðing pale ale.

Re: Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríki

Posted: 29. Jan 2013 19:17
by helgibelgi
Lava er fínn, kaupi hann samt of sjaldan. Kaupi Bríó þegar ég vil svona léttan, ódýran og góðan.

Annars er Myrkvi orðinn uppáhalds porterinn (var anchor porter).

Úlfur fær líka að vera á listanum, og gæðingur Stout.

Re: Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríki

Posted: 29. Jan 2013 20:03
by einarornth
Úlfur, Gæðingur Stout, Myrkvi, Lava af þessum sem eru venjulega til.

Ölvisholt Jólabjórinn 2009 var að mínu mati bestur af þeim sem eru ekki til lengur. Ekki alveg viss með árið reyndar, en held að þetta hafi verið fyrsti reykti bockinn þaðan.

Re: Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríki

Posted: 1. Feb 2013 13:32
by Plammi
Bjartur og Myrkvi finnst mér vera frábærir.

Svo var ég mjög hrifinn af Dökkum Kalda Lager.

Re: Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríki

Posted: 1. Feb 2013 13:50
by Idle
Besti tyllidagabjórinn er án efa Lava.
Fast á hæla hans fylgir Móri (Skjálfti var þarna áður fyrr, en mér finnst hann hafa breyst til hins verra, án þess að ég átti mig nákvæmlega á hvað hefur breyst). Myrkvi og Úlfur eiga einnig sæti við hlið Móra.
Af lager verð ég sennilega að segja Bríó, og (ekki lemja mig!) Víking Gull.

Re: Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríki

Posted: 1. Feb 2013 21:20
by Proppe
Af heldri bjórum þykir mér skitpist ég á Doppelbocknum frá Einstök, Úlfi og Bjarti.
Pils Organic held ég að sé besti íslenski lagerinn, en læt mig hafa Thúle þegar ég er að slömma.

Re: Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríki

Posted: 5. Feb 2013 15:45
by Feðgar
Brewdog riptide og surtur nr. 15 eru ofarlega.
Annars eru þeir svo margir sem koma til greina.

Re: Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríki

Posted: 5. Feb 2013 17:20
by hrafnkell
Feðgar wrote:Brewdog riptide og surtur nr. 15 eru ofarlega.
Annars eru þeir svo margir sem koma til greina.
Brewdog eru augljóslega ekki íslenskir :)

Re: Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríki

Posted: 8. Feb 2013 00:07
by Feðgar
Æi sorry. Hef verið einhvað utan við mig þarna. Já eða búinn með of marga brew dogs hehe

Re: Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríki

Posted: 14. Feb 2013 14:49
by musikman
Surturinn og Úlfur eru í uppáhaldi hjá mér þessa dagana svo fylgir lava fast á eftir

uppháhalds "sullbjórinn minn" vona ég verði ekki grýttur fyrir að segja það ;) er Faxe Royale

Ég er spenntur fyrir því að smakka nýja páskabjórin frá borg. Einhver sem er búin að því?
Ætla að gæða mér á honum um helgina.. Hann er allavega komið í ríkið dalvegi

http://www.borgbrugghus.is/thetta-eru-bjorarnir/" onclick="window.open(this.href);return false;

Hann heitir júdas og er 10.5% quadrupel

Re: Hver er BESTI íslenski bjórinn sem þú hefur keypt í ríki

Posted: 14. Feb 2013 15:17
by hrafnkell
Júdas kom í ríkið í gær, amk einhverjar verslanir.

Hann er fínn, en ekki frábær fannst mér.


Besti Íslenski bjórinn? Ég er svolítið skotinn í Myrkva þessa dagana. Lava er alltaf frábær líka.