Matarboð

Öll umræða um mat fer hingað.
Post Reply
kokkurinn
Villigerill
Posts: 27
Joined: 1. Jan 2013 13:29

Matarboð

Post by kokkurinn »

Við félagarnir hittumst í byrjun des til að smakka jólabjórana og fengum við Eymar frá Vínskólanum aðeins til að fara fyrir okkur yfir hvað þarf að hafa í huga þegar bjór er smakkaður og fleirra í þeim dúr...
Einnig ákváðum við að hafa mat sem væri eitthvað bjór tengdur.
Menn eru misvanir í eldhúsinu þannig þið fáið að sjá hvað við buðum upp á
Ein sem við settum um með að þetta væri gert frá grunni og myndi passa vel með góðum bjór
Það sem ég bauð upp á var allt það sem þú myndir finna í bjór sem var....
Hrossalund sous vide elduð upp í 54°c og svo heitreykt upp úr humlum frá Kela og svo grilluð í 30 sek, með byggi soðið upp úr Giljagaur, blómkálsmauk sem ger fékk að liggja í og bjórsoðsósa sem var 1 hluti giljagaur / 2 hlutar gott nautasoð... einnig var með þessu smá rababarasulta, sýrðir sveppir, capers og nýuppteknar gulrætur
Einnig læt ég fylgja með myndir frá því sem aðrir gerðu þetta skemmtinlega kvöld
Attachments
german pretzel
german pretzel
german pretzel.JPG (106.33 KiB) Viewed 9304 times
pie með nauta kjöti og myrkva
pie með nauta kjöti og myrkva
pie.JPG (144.98 KiB) Viewed 9304 times
bjór pizza
bjór pizza
pizza.JPG (158.97 KiB) Viewed 9304 times
bjór
bjór
bjór.JPG (145.89 KiB) Viewed 9304 times
Hrossið
Hrossið
Hross.JPG (234.68 KiB) Viewed 9304 times
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Matarboð

Post by bergrisi »

Vááá, má ég koma í næsta matarboð hjá ykkur?
Nú varð ég verulega svangur við að lesa þetta.
Hvernig er að heitreykja með humlum?

Virkilega gaman af þessum myndum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply