Eyjólfur
Posted: 4. Aug 2009 23:03
				
				Sælir félagar
Mikið déskoti er gott að hafa ratað inn á þetta spjall! Ég var að verða úrkula vonar um að finna aðra allgrainara á landinu. Og fegnastur er ég að hafa séð verðlistann frá Ölvisholti, ég var farinn að halda að það myndi ekki svara kostnaði að fara að brugga aftur.
Ég gerði semsagt dálítið af því að brugga í Danmörku meðan ég bjó þar en hef ekki lagt í það ennþá eftir að ég flutti heim. Aðallega vegna þess að ég stóð í þessu með félaga mínum og við skiptum græjunum þegar ég fór þannig að ég á fátt annað en pottinn. Jú og svo kvörnina góðu sem mér áskotnaðist um daginn. Þannig að nú er bara að redda sér virtarkæli (urt er þetta víst kallað í DK), einhverri síu ofaní pottinn og svo öllu litla draslinu sem hlýtur að fást í Ámunni og þá er maður í bissness!
Jæja, út í skúr og gera lista yfir það sem vantar, ekki seinna vænna fyrst dökki Erdingerinn er farinn að nálgast fimmhundruð kallinn í ríkinu. Takk Steingrímur...
			Mikið déskoti er gott að hafa ratað inn á þetta spjall! Ég var að verða úrkula vonar um að finna aðra allgrainara á landinu. Og fegnastur er ég að hafa séð verðlistann frá Ölvisholti, ég var farinn að halda að það myndi ekki svara kostnaði að fara að brugga aftur.
Ég gerði semsagt dálítið af því að brugga í Danmörku meðan ég bjó þar en hef ekki lagt í það ennþá eftir að ég flutti heim. Aðallega vegna þess að ég stóð í þessu með félaga mínum og við skiptum græjunum þegar ég fór þannig að ég á fátt annað en pottinn. Jú og svo kvörnina góðu sem mér áskotnaðist um daginn. Þannig að nú er bara að redda sér virtarkæli (urt er þetta víst kallað í DK), einhverri síu ofaní pottinn og svo öllu litla draslinu sem hlýtur að fást í Ámunni og þá er maður í bissness!
Jæja, út í skúr og gera lista yfir það sem vantar, ekki seinna vænna fyrst dökki Erdingerinn er farinn að nálgast fimmhundruð kallinn í ríkinu. Takk Steingrímur...
 Hvar varstu annars í DK?
  Hvar varstu annars í DK?