Page 1 of 1

Eyjólfur

Posted: 4. Aug 2009 23:03
by Eyjólfur
Sælir félagar

Mikið déskoti er gott að hafa ratað inn á þetta spjall! Ég var að verða úrkula vonar um að finna aðra allgrainara á landinu. Og fegnastur er ég að hafa séð verðlistann frá Ölvisholti, ég var farinn að halda að það myndi ekki svara kostnaði að fara að brugga aftur.

Ég gerði semsagt dálítið af því að brugga í Danmörku meðan ég bjó þar en hef ekki lagt í það ennþá eftir að ég flutti heim. Aðallega vegna þess að ég stóð í þessu með félaga mínum og við skiptum græjunum þegar ég fór þannig að ég á fátt annað en pottinn. Jú og svo kvörnina góðu sem mér áskotnaðist um daginn. Þannig að nú er bara að redda sér virtarkæli (urt er þetta víst kallað í DK), einhverri síu ofaní pottinn og svo öllu litla draslinu sem hlýtur að fást í Ámunni og þá er maður í bissness!

Jæja, út í skúr og gera lista yfir það sem vantar, ekki seinna vænna fyrst dökki Erdingerinn er farinn að nálgast fimmhundruð kallinn í ríkinu. Takk Steingrímur...

Re: Eyjólfur

Posted: 5. Aug 2009 00:25
by valurkris
Velkomin á spjallið Eyjólfur,

Re: Eyjólfur

Posted: 8. Aug 2009 17:28
by nIceguy
Velkominn, ég er búsettur í Danmörku og á einmitt við það vandamál að etja að ég er að huga að heimferð. Er hræddur um að bruggunin fari í vaskin hjá mér :) Hvar varstu annars í DK?

Re: Eyjólfur

Posted: 8. Aug 2009 17:55
by Hjalti
Þegar þið komið heim þá finnið þið leiðir strákar :) Engar áhyggjur af því myndi ég halda! :)

Re: Eyjólfur

Posted: 11. Aug 2009 12:35
by Eyjólfur
Ég bjó í Álaborg. Mér sýnist á öllu að það verði ekkert mál að halda þessu áfram hérna heima, nú þegar maður er kominn með allt sem þarf eins og myllu og kæli og svoleiðis. Maður þarf bara að kaupa gerið að utan í dálitlu magni og þá ætti þetta að verða fínt. Mæli samt með því að þú verðir búinn að redda þér myllu og öllum þessum þungu græjum áður en þú setur í gáminn, það er skelfilega dýrt að láta senda sér svoleiðis.